Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 16
Það er fátt jafn yndislegt eins og að fylgjast með börnunum upplifa jolin. í sakleysi sínu dást pau að fallegum jólaljósum og litlu hjörtun eru að springa úr tilhlökkun á morgnana, á meðan pau læðast í áttina að glugganum.- Hvað skyldi jólasveininn hafa komið með í nótt? Blaða- maður og Ijósmyndari Vik- unnar brugðu sér í heim- sókn á leikskólann Mýri. Þar voru börnin ekki farin að huga að jólunum enda bara nóvember ennpá og langt til jóla að peirra mati. Börnin voru hins vegar al- veg tilbúin að ræða um jólahátíðina og bá sérstak- lega um rauðklæddu vini sína. Þau voru sammála um að jólasveinarnir væru pað skemmtilegasta við bless- uð jólin. Jólaboðskapur Biblíunnar var peim ekki of- arlega í huga. Grýla pykir ekki aðiaðandi mamma eða eins og eitt barnið sagði af hjartans einlægni: „Hún Grýla er uondust í heimi!" Jólin eru hátíð gjafa og gleði í hugum barnanna og pað var fróðlegt að heyra frásagnir peirra af jólahá- tíðinni og öllu tilstandinu sem henni fylgir. Jólatré upp í loft Pétur Þór Karlsson 5 ára. Manst þú eftir síðustu jólum? „Já, þá kom jólasveinninn í heimsókn til mín og gaf okkur svo stórt jólatré að það náði alla leið upp í loft." Hittir þú marga jólasveina? „Ég man það ekki en þeir komu í heimsókn til mín um nóttina þegar ég var steinsofandi og gáfu mér nammi og litabók í skóinn." Hvernig jóla- pakka finnst þér skemmtilegast að fá? „Stóran pakka. Ég vil fá stóran og harðan pakka. Einu sinni fékk ég rosalega stóran pakka og það var bílabraut í honum. Mér finnst ekkert skemmtilegt að fá lítinn, mjúkan þakka af því að þá fær maður svo lít- ið. Ég vil ekki fá pakka með bróður mínum, ég vil bara fá pakka einn." Hvað ætlar þú að gefa mömmu og pabba í jóla- gjöf? „Bjór." Amma á stultum Nína Rún Óladóttir 4 ára. Hefur þú hitt jólasvein? „Já, ífyrra fór ég ájólaball á Slökkvistöðina þar sem þabbi minn vinnur og þar voru jólasveinar. Þeir gáfu mér apþelsínur og rúsínur í þoka. Þeirvoru svo góðir." Af hverju höldum við jól? „Við höldum jólin til að gleðja okkur og líka af því Jesús fæddist. Jesús, María, mamma hans, og Jósep eiga öll heima uppi á himninum." Hvar eiga jólasveinarnir heima? „Þeir eiga heima uppi í fjöllunum hjá Grýlu og Leppalúða. Þegar það eru ekki jól þá eru jólasveinarnir að tala um hvað þeir eiga að gefa börnunum í skóinn þegar jólin koma. Þeir gefa góðu börnunum rosalega gott í skóinn. Veistu, að jólasveinarnir gáfu mér og Þresti bróður mínum það sama í skó- inn og veistu af hverju? Til þess að við förum ekki að rífast. Jólasveinarnir eru líka duglegir að klifra. Þeir eru alltaf með stiga með sér og þeir klifra bara upp í gluggana ef börnin eiga heima hátt uppi." Hvað langar þig mest að fá í jóla- gjöf? „Mig langar að fá risastórt tjald. Þá get ég farið með mömmu, þabba og bróður mínum í útilegu á sumrin og sofið í tjaldinu en á veturna þá get ég haft tjaldið inni og leikið mér í því þeg- ar litla frænka mín kemur í heimsókn." Ætlar þú kannski að fara í jólaboð til ömmu og afa? „Amma mín getur bara gengið á stultum núna af því hún er fótbrotin. Hún var að koma úr flugvélinni og datt og braut fótinn og þess vegna er hún með stultur. Hún getur ekki komið í heimsókn til okkar um jólin ef hún þarf ennþá að vera með stultur. Þá kemur afi bara einn í heimsókn og aumingja amma kemstekki með." Kartaflan beint í ruslið Daníel Karim Bahraoul 4 ára. Hvað heitir mammajóla- sveinanna? „Hún heitir Grýia og hún er alltaf reið, vond og tekur öll börn. Hún getur líka tekið börnin á Mýri og farið með þau í Grýlu- land." En Leþpalúði? „Hann erekk- ertvonduren hann á líka heima í Grýlu- landi með Grýlu." Hefur þú feng- ið kartöflu í skó- inn? „Já, einu sinni en ég henti henni í ruslið áður en mamma vaknaði. Ég vildi ekki segja mömmu frá því að ég fékk kartöflu í skóinn. Ég gleymdi mér og var óþekkur en svo hagaði ég mér vel og þá fékk ég dót og nammi í skóinn." Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf? „Risastóra veiðistöng svo ég geti farið að veiða." Vekjaraklukka fyrir for- eldrana Þórunn Jörgensen 4 ára. Hver á afmæli ájólunum? „Hann Raggi sem er hérna á Mýri á afmæli á jólunum." Er ekki einhver annar sem á líkaafmæli ájólunum? „Jú, Jesús fæddist á jólun- um. Hann er uppi á himninum núna og getur ekki séð jóla- trén." Hvar eiga nú jólasveinarnir heima? „Þeir eiga heima í skíða- fjöllunum. Ég sá þá einu sinni þegar ég var að renna mér á snjóþotu lengst uþpi í skíða- fjallinu. Grýla, mamma þeirra, er Ijót og vond og skammar jólasveinana þegar þeir eru óþekkir. Leþþalúði er samt góður." Af hverju eru jólasveinarnir að gefa góðu börnunum eitt- hvað gott í skóinn? „Af því að þeirviljaekki eiga það sjálfir. Þeir gefa allt sem er í pokanum og fara svo bara og sækja meira þegar hann er orðinn tómur. Ef börnin eiga heima í blokk eða hátt uppi þá fara þeir bara í lyftuna eða ganga uþþ. Það er sko ekkert erfitt fyrir jólasveinana að gefa börnun- um í skóinn." Ætlar þú að fara á jólaball? „Já, ég ætla á jólaball í Kringl- unni og dansa í kringum stórt jóla- tré." Hvaða mat borðar þú á jólun- um? „Rjúþur og hangikjöt. Mamma eldar svo góðar rjúþur." Hvað langar þig að gefa mömmu og þabba í jólagjöf? „Vekjaraklukku!" •1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.