Vikan


Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 34

Vikan - 21.12.1999, Blaðsíða 34
Texti og matreiðsla: Jörgen Þór Þráinsson Ljósmyndun: Bragi Þór Jósepsson JólabrauA o}> ávaxtakökur eru stórkostlej>iir eftirréttur meft kaftinu oj> fást í ua'Sta liaudverksbakaríi, áramótamaturinn Hægt er að kaupa ham- borgarhrygg úrbeinaðan eða með beini. Bragðgæði hald- ast betur ef beinið er soðið með og fylling verður meiri í soðinu. Mælt er með mat- reiðslutíma sem tilgreindur er á umbúðum og fer hann eftir því hve stór hryggurinn er. Matreiðsluaöferð Veljið hæfilega stóran pott og setjið kalt vatn í hann. Mismunandi er eftir fram- leiðendum hvaða aðferð þeir mæla með, sumir mæla með að setja örlítinn sykur í vatnið og mismunandi er hvort hryggurinn er settur í heitt eða kalt vatn þegar hann er soðinn. Þegar búið er að sjóða hamborgarhrygg samkvæmt leiðbeiningum er kjötið skorið frá beinunum og hæfilega miklum sykurgljáa er hellt yfir hrygginn. Hann er síðan settur í 200 gráðu heitan ofn í örfáar mínútur eða þar til fallega brúnn lit- ur er kominn á hamborgar- hrygginn. Þá ætti allt með- læti að vera tilbúið og fram- reiðsla getur hafist. Sykurgliái 2 msk. tómatmauk 3/4 bolli sætt sinnep 2 bollar sykur flðferð: 1. Sykurinn er bræddur í potti eða á pönnu. A meðan er tómatmaukið og sæta sinnep- ið hitað að suðu í öðrum potti. 2. Heitu tómat- mauki og sæta sinnepinu er hrært út í bræddan og brúnaðan syk- urinn og sykur- gljáinn er tilbú- inn. Rauðuínssósa 2 stórir laukar 1 stk. grœn paprika 1/41 rjómi 150 g smjörlíki 150 g hveiti 21 vatn 1 bolli rauðvín, áfengt eða óáfengt. Léttsteikið lauk og papriku, en brúnið ekki. Hellið vatni út í og sjóðið í u.þ.b. 20 mínútur, bætið víni út í. Sigtið grænmetið frá og þykkið með smjörbollu (hveiti+ smjörlíki) eða maizena sósujafnara. Gott er að kæla soðið örlítið t.d. með að bæta rjóma í áður en smjörbollu er hrært út í. Þannig má koma í veg fyrir að sósan hlaupi í kekki. Sósan er lituð með brúnum sósulit, bragðbætt með kjöt- og grænmetiskrafti og örlitlu soði af hamborgarhryggnum. Athugið að soðið getur verið salt, þannig að það er góð regla að smakka það áður en því er hellt út í. i 34 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.