Vikan


Vikan - 21.12.1999, Síða 34

Vikan - 21.12.1999, Síða 34
Texti og matreiðsla: Jörgen Þór Þráinsson Ljósmyndun: Bragi Þór Jósepsson JólabrauA o}> ávaxtakökur eru stórkostlej>iir eftirréttur meft kaftinu oj> fást í ua'Sta liaudverksbakaríi, áramótamaturinn Hægt er að kaupa ham- borgarhrygg úrbeinaðan eða með beini. Bragðgæði hald- ast betur ef beinið er soðið með og fylling verður meiri í soðinu. Mælt er með mat- reiðslutíma sem tilgreindur er á umbúðum og fer hann eftir því hve stór hryggurinn er. Matreiðsluaöferð Veljið hæfilega stóran pott og setjið kalt vatn í hann. Mismunandi er eftir fram- leiðendum hvaða aðferð þeir mæla með, sumir mæla með að setja örlítinn sykur í vatnið og mismunandi er hvort hryggurinn er settur í heitt eða kalt vatn þegar hann er soðinn. Þegar búið er að sjóða hamborgarhrygg samkvæmt leiðbeiningum er kjötið skorið frá beinunum og hæfilega miklum sykurgljáa er hellt yfir hrygginn. Hann er síðan settur í 200 gráðu heitan ofn í örfáar mínútur eða þar til fallega brúnn lit- ur er kominn á hamborgar- hrygginn. Þá ætti allt með- læti að vera tilbúið og fram- reiðsla getur hafist. Sykurgliái 2 msk. tómatmauk 3/4 bolli sætt sinnep 2 bollar sykur flðferð: 1. Sykurinn er bræddur í potti eða á pönnu. A meðan er tómatmaukið og sæta sinnep- ið hitað að suðu í öðrum potti. 2. Heitu tómat- mauki og sæta sinnepinu er hrært út í bræddan og brúnaðan syk- urinn og sykur- gljáinn er tilbú- inn. Rauðuínssósa 2 stórir laukar 1 stk. grœn paprika 1/41 rjómi 150 g smjörlíki 150 g hveiti 21 vatn 1 bolli rauðvín, áfengt eða óáfengt. Léttsteikið lauk og papriku, en brúnið ekki. Hellið vatni út í og sjóðið í u.þ.b. 20 mínútur, bætið víni út í. Sigtið grænmetið frá og þykkið með smjörbollu (hveiti+ smjörlíki) eða maizena sósujafnara. Gott er að kæla soðið örlítið t.d. með að bæta rjóma í áður en smjörbollu er hrært út í. Þannig má koma í veg fyrir að sósan hlaupi í kekki. Sósan er lituð með brúnum sósulit, bragðbætt með kjöt- og grænmetiskrafti og örlitlu soði af hamborgarhryggnum. Athugið að soðið getur verið salt, þannig að það er góð regla að smakka það áður en því er hellt út í. i 34 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.