Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 14

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 14
Nokkrar ferðasögur Minnisstæð ferðalög Þegar við undirbúum ferðalög viljum við að allt gangi áfallalaust fyrir sig. Ferðavant fólk veit að brátt fyrir góða skípulagningu getur alltaf eitthvað farið úrskeíðis. Flest höfum við heyrt sögur af uinum okkar og vandamönnum sem hafa jafnvel lent í hinum æsilegustu ævintýrum á ferðum sínum. Hér koma nokkrar skemmtilegar og ólíkar ferðasögur sem lesendur hafa vonandi gaman af. Páll óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ðmurleg tónleikaferð „Margir furða sig á því ~ hvers vegna poppstjörnur koma með misfáránlegar ^ kröfur um aðbúnað áður en ra þær samþykkja að halda tón- ra leika. David Bowie pantaði ^ t.d. 100 svört handklæði hjá = Ragnheiði Hanson áður en “ hann kom til íslands og sjálf- 1 sagt eitthvað fleira. Ef tón- “ leikahaldarar geta orðið við kröfum listamannanna vita 2 þeir að vinnuaðstæður verða mannsæmandi. Þetta er nefnilega allt saman spurning um traust. Poppstjörnur eru í raun að skipta um vinnuveit- endur einu sinni á dag, sér- staklega þegar þær eru á tón- leikaferðalögum. Á árunum 1993-1995 ferð- aðist ég mikið með Milljóna- mæringunum á milli ball- staða. Ég man eftir einu hrikalegu dæmi um vanefnd- ir ballhaldara nokkurs á ónefndum stað úti á landi. Hann sagði okkur að hann væri búinn að gera veitinga- staðinn sinn upp, hefði keypt nýtt hljóðkerfi og einnig nýtt ljósakerfi. Hann bætti því svo við að hann myndi sjá okkur fyrir stað til að sofa á! Á laug- ardagsmorgni, í ömurlegu veðri, lögðum við upp í langa og ógeðslega tíu tíma ferð. Þegar við mættum á staðinn byrjuðum við á því að stilla upp hljóðfærum og gera „sándtékk". Við gátum ekki annað en brosað þegar við sáum hvernig vertinn hafði „gert upp'1 staðinn. Glænýja hljóðkerfið hafði hann fengið frá skemmtistað í Reykjavík Milljónamæringarn- ir í tónleikaferð á landsbyggðinni fyrir nokkrum árum. W L . -* i. .'tal. f sem hafði brunnið nokkru áður og gæðin voru eftir því. Nýja ljósakerfið reyndist vera einn kastari, svona síblikk- andi hvítt ljós sem gerir alla brjálaða á þremur mínútum. Hann hafði greinilega látið mála staðinn að innan og keypt skræpótt, rósamynstr- uð gluggatjöld. Svona helvít- is gluggatjöld skreyta næstum alla skemmti- og veitingastaði hringinn í kringum landið. Þetta var nú allt í lagi en þeg- ar við sáum gistiaðstöðuna sem hann bauð okkur upp á þá hætti þetta að vera fynd- ið. Hann fór með okkur að ónotuðum heimavistarskóla í nágrenninu og opnaði eina skólastofu þar fyrir okkur. Fúkkalyktin var massíf og greinilegt að gluggarnir höfðu ekki verið opnaðir í marga mánuði. Þarna hafði hann sett nokkrar dýnur á gólfið handa okkur en lökin voru þó hrein sem við fengum til að breiða yfir okkur. Mér leið eins og ég væri í tyrknesku fangelsi. Við spurðum vert- ann hvort hann ætlaði virki- lega að bjóða okkur upp á þetta og hann svaraði róleg- ur: „Ég sagðist ætla að redda ykkur stað til að sofa á. Og nú er ég búinn að gera það, er það ekki?“ Honum var greinilega skítsama. Það var erfitt að sýnast æðislega hress og glaður á ballinu um kvöld- ið. Þetta var eins og að þurfa að dansa steppdans í útrým- ingarbúðum nasista. Við hefðum líklega verið sáttari við meðferðina ef veitinga- manninum hefði ekki staðið svona innilega á sama um okkur. Svo mættu bara örfá- ar hræður á ballið, sem skemmtu sér ekki neitt af því að ísland var búið að tapa einhverjum landsleik. Þess vegna sátu líka allir heima. Það var ekki einu sinni klapp- að á milli laga. Kannski einn sem klappaði. Upp úr krafs- inu fengum við svo lág laun að þau rétt dugðu til að greiða bílstjóranum. Vertinn meira að segja krafðist þess að við borguðum honum fyrir píts- urnar sem hann bjó til fyrir okkur. Þetta var náttúrulega hans veitingastaður, en hann sá enga ástæðu til að splæsa mat á hljómsveitina, „því það er aldrei gert hér“! Við náð- um að sofa í tvo eða þrjá tíma um nóttina og ákváðum að drífa okkur í bæinn aftur því bílstjóranum hafði tekist að sofa nógu lengi til að hann treysti sér til að keyra. Hann gat nefnilega sofið á meðan við lékum fyrir dansi. Við lentum nokkrum sinnum í svipuðum uppákomum og það var alltaf jafnleiðinlegt. Auðvitað vill það brenna við í svona litlum plássum að að- stæður séu slæmar því það er engin ástæða til að leggja mikla peninga í dýr tæki sem myndu aldrei borga sig upp. Við skemmtum aldrei aftur á þessum stað og upp frá þessu byrjaði ég að haga mér eins og „alvöru" poppstjarna og fór að gera næstum því fárán- legar kröfur um minnstu smá- atriði sem viðkoma tónleika- haldi. Það er ekkert ömur- legra en að þurfa að vera hjá vinnuveitanda sem er ná- kvæmlega sama um mann og flokkast undir það sem ég kalla „amatör partíhaldari"! 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.