Vikan - 08.08.2000, Síða 16
um á hraðferð og til að flækja
ekki málin undirrituðum við
úttektarbeiðnina með þessu
„nafni“. Þetta uppgötvaðist
reyndar fljótlega og konan
skildi ekkert í því hvað við
vorum að meina með því að
leiðrétta hana ekki strax.
Við komum til Mainz í
Þýskalandi seint um kvöld í
niðamyrkri. Við höfðum ekki
pantað okkur gistingu, vorum
peningalitlar og fannst bara
sport í því að sofa úti. Við vor-
um alvöru töffarar, að okkar
mati, alvöru evrópskir ferða-
menn. Við fundum fljótlega
stað sem við héldum vera fal-
legan, gróinn garð og lögð-
umst til svefns í svefnpokun-
um okkar. Það var svo dimmt
og hljótt að við sofnuðum
næstum strax. Snemma næsta
morgun vöknuðum við við
vaxandi umferðarhávaða og
fórum að horfa í kringum
okkur. Þá sáum við, okkur til
mikillar skelfingar, að við
höfðum ekki sofið í garði
heldur á umferðareyju!
í Þessalóníku í Grikklandi
fórum við á diskótek þar sem
við vorum svo að segja einu
gestirnir. Við fórum að dansa
og fannst fínt að hafa dans-
gólfið út af fyrir okkur. Við
vorum mjögfrjálslegar á þess-
um tíma og dönsuðum auð-
vitað berfættar. Okkur brá
því ekki lítið þegar nokkrir
karlmenn fóru að hópast að
okkur og kasta leirdiskum á
dansgólfið í kringum okkur.
Diskarnir mölbrotnuðu
reyndar ekki eins og venju-
legt leirtau þannig að engin
hætta var á að við fengjum
glerbrot í iljarnar. Við urðum
alveg sármóðgaðar og yfir-
gáfum staðinn. Síðar í ferð-
inni komumst við að því að
þessi gríski siður, að henda
leirdiskum á gólfið, er tákn
um aðdáun og virðingu og
segir eiginlega: „Haldið
áfram“.“
Ingibjörg Þengílsdótlir
miðill
Þurftum
lögreglu-
vörð
á hótelið
„Ég útskrifaðist sem gagn-
fræðingur í maí árið 1974 og
fór í frábært skólaferðalag ör-
fáum dögum seinna. Við, yfir
hundrað krakkar frá Akur-
eyri, létum okkur ekki nægja
að fara í ferðalag innanlands
heldur fórum alla leið til
Lignano á Italíu í tíu daga sól-
arlandaferð. Ég held að þetta
hafi verið fyrsta stóra hóp-
ferðin til Ítalíu sem Ingólfur
Guðbrandsson sá um. Stór
þota kom á flugvöllinn á Ak-
ureyri og sótti okkur. Meiri-
hluti hópsins hafði aldrei far-
ið til útlanda áður og spenn-
ingurinn var mikill. A Ligna-
no var veðrið frekar leiðin-
legt, rigning, vindur og nokk-
uð kalt. Við létum það ekki á
okkur fá og skemmtum okk-
ur konunglega. Ferðin var
afar vel skipulögð og við fór-
um í margar skoðunarferðir,
þar af í eina alla leið til Flór-
ens. Þess á milli rápuðum við
í búðir eða skoðuðum okkur
um. Að sjálfsögðu langaði
okkur að skemmta okkur og
við fundum stórt og glæsilegt
diskótek eitt kvöldið,
snemma í ferðinni. Við
skunduðum saman 20-30
stelpur inn á diskótekið og
ætluðum sko aldeilis að
skemmta okkur. Ég gleymi
því ekki á meðan ég lifi við-
brögðum ítölsku karlmann-
anna þegar við gengum inn.
Ég held að óhætt sé að segja
að þeim hafi fallið allur ketill
í eld. Allir sem einn sneru þeir
sér við til að stara á okkur og
þegar þeir höfðu áttað sig á
því að stór hópur ljóshærðra,
gullfallegra stúlkna var kom-
inn á staðinn ætlaði allt um
koll að keyra. Við vorum all-
ar komnar út á dansgólfið í
faðm einhvers hjartaknúsara
innan fimm mínútna. Við
fengum ekki einu sinni tíma
til að leita að borði. Itölsku
stelpurnar á staðnum urðu
ekki mjög hressar með sam-
keppnina. Italirnir voru hver
öðrum skemmtilegri og sæt-
ari og ung og saklaus hjörtu
okkar tóku kipp við þessa
miklu athygli. Nokkrir þeirra
urðu góðir vinir okkar og við
buðum þeim stundum heim
á hótel til okkar. Þegar frétt-
in um að hótelið okkar væri
fullt af fallegum ungum stúlk-
um barst um Lignano flykkt-
ust innfæddir karlmenn á
staðinn og fóru að sitja um
okkur. Margir þeirra gengu
svo langt að þeir fóru inn á
hótelgangana í leit sinni að
okkur og bönkuðu á allar
hurðir. Þegar dvöl okkar var
um það bil hálfnuð var lög-
reglan kölluð til og settur
vörður um hvern inngang inn
á hótelið okkar. Kennararnir
þrír sem voru með í ferðinni
til að gæta okkar voru ekki
eins hrifnir af þessari athygli
sem von var og þeir voru
heldur ekki hrifnir af því að
við værum að draga einhverja
ítali með okkur heim á hót-
el. Okkur var sagt að þeir
stælu öllu steini léttara og
væru ekki par fínn félags-
skapur. Við trúðum að sjálf-
sögðu engu upp á þessa
hjartaknúsara og héldum
uppteknum hætti og vorum
úti að dansa öll kvöld. Mesta
furða var hvað við gátum
kynnst þessum ungu herra-
mönnum því við áttum erfitt
með að gera okkur skiljanleg-
ar nema helst á einhvers kon-
ar táknmáli því tungumála-
kunnáttan var ekki beysin.
Engu stálu þeir frá okkur
nema kannski einum og ein-
um kossi í mesta lagi því þetta
var allt í mesta sakleysi. Þetta
var frábær ferð og ég man
ekki eftir að hafa séð vín á
nokkrum manni allan tímann.
í flugvélinni á heimleið svaf
ég svo fast að það tókst ekki
að vekja mig til að kaupa toll-
frjálsan varning, erlent sæl-
gæti en það hafði ég ætlað
mér. Systkini mín urðu frek-
ar leið þegar ég kom sælgæt-
islaus heim úr ferðalaginu.
Þau langaði vitanlega í
Smarties eða Toblerone sem
fékkst ekki á íslandi á þeim
tíma. Mamma beið mín með
fiskbollur sem ég borðaði í
tugatali, held ég. Síðan sofn-
aði ég og vaknaði ekki fyrr
en tveimur dögum seinna. Ég
áttaði mig á því að ég hafði
ekki gefið mér tíma til að sofa
eða borða almennilega í
þessa tíu daga, svo skemmti-
leg var þessi ferð.“
16
Vikan
Ingibjörg Þengilsdóttir
ásamt syni sínum.