Vikan - 08.08.2000, Síða 20
Hún lifði af árás
raðmorðingja
Djúpt í hverrí einustu konu blundar senniiega óttinn við
að verða fyrir árás nauðgara. Kona sem er ein á ferð í
myrkri fer ósjálfrátt að líta um öxl verði hún hess vör
að einhver gangi á eftir henni og flestar forðast dimm
húsasund og fáfarnar, illa upplýstar götur. Sennilega geta
pví mjög margar konur fundið til samkenndar og sam-
úðar með Diönu Larrabee sem máttí bola hað að vera
algjörlega á vatdi morðingja, sem hafði nauðgað og drep-
íð margoft áður, í nokkrar klukkustundir. Snarræði Diönu
sjálfrar og hugrekki björguðu henni frá bví að hljóta sömu
örlög og kynsystur hennar höfðu áður hlotið.
Diöim l.arriihee
tökst ineö snar-
ra'öi siiiu o”
skyrri luigsim aö
sleppa lit'aiuli l'ra
raömoröiiigjn.
Diana Larrabee
vann í lítilli vefnað-
arvöruverslun sem
staðsett var rétt við
fjölfarinn þjóðveg í Bandaríkj-
unum. Kvöld nokkurt var hún
að farin að búa sig undir að loka
þegar maður gekk inn í búðina.
Fyrir í versluninni var kona sem
var að skoða sig um en Diana
notaði tímann meðan hún var
að gera upp hug sinn til að telja
peningana í kassanum og byrja
að gera hann upp. Hún rétt leit
upp þegar maðurinn gekk inn
og tók eftir að hann var mynd-
arlegur þrátt fyrir nokkurra
daga skeggbrodda og það var
plástur þvert yfir nef hans. Di-
ana lét hann ekki trufla sig lengi
heldur hélt áfram verki sínu.
Skyndilega fann hún kalt byssu-
hlaup þrýstast að enni sínu og
maðurinn skipaði henni að af-
henda honum peningana úr
kassanum.
Diana heyrði í fyrstu ekki
hvað hann var að biðja um og
óttinn var svo mikill að hún gat
aðeins stamað út úr sér hvað
hann vildi. Hann endurtók
hvassyrtur að hann vildi fá pen-
ingana úr kassanum og sjálfri
sér til mikillar undrunar spurði
Diana hann þá hvort hann vildi
poka undir peningana og hvort
hann vildi bara seðlana eða
smámyntina líka. Maðurinn
svaraði því til að hann vildi ein-
göngu seðlana og pokann var
hann tilbúinn að þiggja. Diana
setti seðlana í pokann og rétti
honum sallaróleg. Hún bað
hann meira að segja afsökunar
á því hversu lág upphæðin væri
og sagði honum að lítið hefði
verið keypt í búðinni þann dag-
inn. Meðan á þessu stóð barðist
hjarta hennar af hræðslu en hún
reyndi eftir bestu getu að setja
á minnið öll útlitseinkenni
mannsins. Hann var með
prjónahúfu sem huldi hár hans
en augun voru móbrún og hörð.
Henni fannst ekkert líf leynast
í þeim. Eftir að hún hafði rétt
honum peningana yfir af-
greiðsluborðið átti hún von á
því að hann hlypi út úr búðinni
en annað kom á daginn. Mað-
urinn hafði ekki lokið erindi
sínu í versluninni.
Á valdi morðingja
Hann spurði hvort einhver
annar ynni í búðinni og Diana
svaraði því neitandi. Hann skip-
aði konunni, sem enn var stödd
inni í versluninni, að koma. Di-
ana komst síðar að því að hún
hét Cindy Nelson en Cindy
hafði ekkert tekið eftir því sem
fram fór við afgreiðsluborðið
heldur var hún upptekin af því
að skoða efni í hillum innar í
versluninni. Þegar hún gerði sér
grein fyrir að hún stóð frammi
fyrir vopnuðum manni varð
hún skelfingu lostin. Hann
beindi byssunni að konunum og
skipaði þeim að fara inn í her-
bergi inn af búðinni. Maðurinn
tók límband upp úr vasa sínum
og límdi saman hendur og fæt-
ur Cindyar, því næst sneri hann
sér að Diönu og skipaði henni
að krjúpa á gólfið.
Nötrandi hið innra barðist
Diana við að halda ró sinni á yf-
irborðinu en þegar maðurinn
lagði hendurnar á brjóst henn-
ar og strauk yfir rass hennar
fann hún hryllinginn hríslast um
sig. Hann klæddi hana úr skón-
um og límdi saman fætur henn-
ar um ökklann og síðan hélt
hann áfram að gæla við líkama
hennar. Diana gerði sér þá
grein fyrir að hún var á valdi al-
ræmds raðmorðingja sem blöð-
in kölluðu 1-5 glæpamanninn
því hann ók ævinlega eftir þjóð-
20
Vikan
Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r