Vikan - 08.08.2000, Qupperneq 21
vegi 5 í leit að fórnarlömbum en
hann réðst á konur sem hann
vissi að væru einar heima eða
einar við vinnu sína. Ránið,
plásturinn yfir nefið og lím-
bandið sem hann notaði til að
binda konurnar voru hluti af
þekktum aðferðum 1-5 morð-
ingjans og Diana gerði sér grein
fyrir því að hennar beið ekki
annað en kúla í ennið þegar
hann hefði komið fram vilja sín-
um við hana.
Maðurinn lyfti upp peysunni
hennar, hneppti frá henni blúss-
unni og reif brjóstahaldarann í
sundur. Hann gældi við brjóst
hennar og þótt hún væri full af
viðbjóði innra með sér barðist
Diana við að halda ró sinni. Það
eina sem komst að í huga henn-
ar var að hún yrði að halda lífi
með einhverju móti. „Eina
hugsunin sem komst að í huga
mér var hvar byssan væri,“ seg-
ir Diana í viðtali við
Cosmopolitan. „Eg vissi að hún
væri annaðhvort á sófanum eða
í buxnavasa hans en ég þorði
ekki að líta við til að gá að
henni. Á þeirri stundu var mér
sama hvað hann gerði mér svo
lengi sem mér tækist að halda
lífi.“
Hafði allt bað sem morð-
inginn sóttist eftir
Diana var þrítug, dökkhærð
og vann ein á sínum vinnustað
og það var einmitt sú tegund
kvenna sem morðinginn leitaði
eftir. Hann hélt áfram að snerta
líkama Diönu á hvern þann hátt
sem honum hentaði en hún
kvaðst hafa verið dofin fyrir því.
„Eg fann ekkert til, ég býst við
að ég hafi verið algjörlega dof-
in,“ segir Diana. „Snerting hans
var hæg og ákveðin eins og
hann virkilega nyti þess að hafa
algjöra stjórn á því sem var að
gerast. Mér fannst í fyrstu und-
arlegt að hann skyldi ekki vera
harðhentari og kannski má ég
vera þakklát fyrir það en ég
óskaði þess bara heitt og inni-
lega að ég lifði þetta af en ég
taldi ekki miklar líkur á því.“
Morðinginn var vanur að
neyða konur til munnmaka við
sig og nú gerði hann sig líkleg-
an til að gera það sama við
Diönu. Limur hans var rétt við
andlit hennar og hann hóf að
nudda honum framan í hana.
Ottinn heltók Diönu en einhver
innri rödd sagði henni að hún
mætti ekki missa stjórn á sér:
„Þú mátt ekki finna fyrir nein-
um tilfinningum, gerðu það sem
þér er sagt og þú mátt alls ekki
berjast á móti.“ Þessi innri rödd
bjargaði lífi Diönu. Maðurinn
sem enn nuddaði limnum við
andlit hennar og háls spurði
hana hvort henni þætti þetta
gott. Límband var límt fyrir
munn Diönu svo hún gat ekki
svarað. Hann ítrekaði spurn-
inguna reiðilegar en fyrr og nú
tókst henni að stynja upp ein-
hverju umli til samþykkis.
Hann leit undrandi í augu
hennar og sá ekki þá skelfingu
og hrylling sem hann bjóst við
að sjá.
„Það var eins og eitthvað
gerðist innra með honum,“
sagði Diana. „Allt í einu lagði
hann mig aftur út af á gólfið og
ég var sannfærð um að nú væri
minn tími kominn. Hann myndi
skjóta mig í höfuðið en ég býst
við að löngun hans til að hafa al-
gjöra stjórn á annarri mann-
eskju hafi ekki verið fullnægt í
þetta sinn. Hann spurði mig
skyndilega og allsendis óvænt
hvort það væri allt í lagi með
mig og ég kinkaði kolli til sam-
þykkis. Þá sneri hann sér við,
sleit símann af veggnum og
flúði. Enn þann dag í dag á ég
erfitt með að trúa að ég hafi
komist lifandi frá þessu, svo
ótrúlegt er það.“
Hafði ekki áhuga á hinni
konunni
Morðinginn snerti ekki
Cindy og svo virðist sem snar-
ræði Diönu hafi bjargað þeim
báðum. Sú staðreynd að hún
grét ekki og baðst miskunnar
virðist hafa gert það að verk-
um að hann fékk ekki þá full-
nægju út úr glæpnum sem hann
sóttist eftir. Dr. Eric Hickey sál-
fræðingur segir að 1-5 glæpa-
maðurinn sé einn af þeim sem
njóti þess að brjóta konur nið-
ur tilfinningalega. Bók hans
Serial Murderers and Their
Victims fjallar um hvernig
raðmorðingjar líti á fórnarlömb
sín. Diana var ótrúlega heppin
því 97% fórnarlamba
raðmorðingja lifa ekki af árás-
ina. Dr. Eric og aðrir sérfræð-
ingar telja að eini möguleikinn
til að sleppa sé að sýna ekki ótta
og gera allt sem morðinginn
krefst. Skelfingaróp, bænir og
hryllingur eru það sem þessir
sjúku menn vilja og sækjast eft-
ir. Þeir hafa mikla þörf fyrir að
hafa aðra manneskju algjörlega
á valdi sínu. „Diana komst af
vegna þess að hún brást ekki við
á þann hátt sem morðinginn
bjóst við að hún myndi gera,“
segir dr. Eric. Hún bauð honum
poka eins og hverjum öðrum
viðskiptavini, spurði hvort
hann vildi fá smápeningana líka
og gaf til kynna að hún hefði
ánægju af kynferðislegri mis-
þyrmingu hans. Þegar hann
uppgötvaði að hún var ekki
nógu hrædd var glæpurinn hon-
um engin ögrun lengur."
Þótt Diana hafi komist af er
ekki þar með sagt að hún hafi
sloppið ósködduð. f tvær vikur
eftir að árásin átti sér stað þorði
hún ekki út úr húsi og mætti
ekki í vinnuna. Að þeim tíma
loknum sagði hún að runnið
hefði upp fyrir sér að þessi
ókunni maður stjórnaði í raun
lífi hennar og hún ákvað að nú
væri nóg komið. Þrátt fyrir það
fannst henni hún hvergi örugg
og hún leit stöðugt um öxl í
langan tíma á eftir. Hún baðaði
sig einnig aftur og aftur til að
reyna þvo burtu óhreinindin
sem henni fannst morðinginn
hafa skilið eftir á líkama henn-
ar og hún gat ekki haft kynferð-
isleg samskipti við mann sinn.
I hvert skipti sem hann snerti
hana rifjaðist upp fyrir henni
kvöldið hræðilega og hún fyllt-
ist hryllingi. Eiginmaður henn-
ar átti erfitt með skilja þetta,
enda þóttu honum atlot sín alls
óskyld þeim viðbjóði sem hún
hafði upplifað og hjónabandið
endaði með skilnaði.
Mánuði eftir árásina hringdi
lögreglan í Diönu og bað hana
að bera kennsl á manninn, sem
ráðist hafði á hana, í sakbend-
ingu. Diana fór þótt hún kveld-
ist af ótta um að maðurinn gæti
á einhvern hátt séð hana gegn-
um litaða glerið. Hún benti
strax á þann grunaða, Randall
Woodfield, og það var henni
áfall að komast að því að þau
höfðu stundum leikið sér sam-
an þegar þau voru börn því
pabbi hennar þekkti föður
hans. Randall fór fyrir rétt og
var dæmdur í lífstíðarfangelsi
og 125 ára fangelsi að auki fyr-
ir morð, nauðganir og líkams-
árásir. Lögreglan telur að hann
hafi drepið allt að þrettán kon-
ur en Randall heldur sjálfur
fram sakleysi sínu og segist trúa
að honum verði sleppt úr fang-
elsinu einhvern daginn.
Vikan
21