Vikan


Vikan - 08.08.2000, Page 25

Vikan - 08.08.2000, Page 25
o o c „Skólanefndin“ samankomin. Frá vinstri er Gunn- hildur, þá Sigríður og loks Anna. ómetanlegur og að fram- kvæmdin öll er mikið til hennar og starfsmanna skrif- stofunnar sem bandalagið rekur.“ Staðsetning Leiklistarskól- ans á Húsabakka í Svarfað- ardal hefur reynst vel. Það er löng leiklistarhefð á Dalvík og það var fyrir tilstuðlan Kristjás Hjartarsonar, fyrr- verandi formanns bandalags- ins, staðarhaldara á Húsa- bakka og félaga í leikfélag- inu á Dalvík, sem skólinn var fyrst settur þar. Upphaflega var hugmyndin sú að láta skólastarfið fara fram á ólík- um stöðum milli ára en eins og „skólanefndin“ segir tók fólk ástfóstri við Húsabakka. „Við höfum leitað að stað sem við fáum á góðum kjör- um en ekki fundið neitt betra. Þeir sem hafa verið þarna eru mjög sáttir að hafa skólann alltaf á Húsabakka. Það ger- ir Svarfaðardalurinn og þrengslin. Við þau skapast skemmtileg stemmning og fólk kynnist mjög vel.“ Nem- endur eru um fimmtíu í hvert skipti og eru yfirleitt um tólf nemendur á hverju nám- skeiði. Aldurstakmark er 18 ár inn í skólann og nám- skeiðsgjald er 35 þúsund krónur, þá er fæði og húsnæði innifalið. Gunnhildur, Anna og Sig- ríður segjast ánægðar með sig þegar þær taka það fram að lokum að í haust séu „gamlir“ nemendur leiklistarskólans að fara í leiklistarskóla í Bret- landi. „Það sýnir að skólinn er fyrir alla og hvað hann gerir gott fyrir áhugafólk um leik- list. Við erum afskaplega stoltar af honum og hann hef- ur verið mikil lyftistöng fyrir bandalagið." Vikan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.