Vikan


Vikan - 08.08.2000, Side 26

Vikan - 08.08.2000, Side 26
Texti: Jóhanna Harðardóttir Mundir: Sigurjón Ragnar Samhent systkini Það er ekki nema háltt annað ár á mílli systkinanna Bjargar og Fríðvins Guðmundsbarna, enda eru hau náin Að Deirra eígín sögn rifust hau aldrei hegar hau voru krakkar og enn í dag halda hau friðinn brátt fyrir að bau umgangist hvort annað alla daga og vinni saman frá morgni tii kvölds og stundum gott betur. Ég minnist þess ekki að við höfum nokkurn tíma rifist þegar við vorum krakkar," segir Björg hugsandi. Friðvin hristir höfuðið: „Nei, ég held bara ekki,“ segir hann og það er greinilegt að þau eru að minnsta kosti alveg sammála um þetta at- riði. Pað er kannski eins gott að þeim systkinunum komi vel sam- an því þau eiga saman verslunina Ego Dekor við Bæjarlind 4 í Kópavogi og þar skipta þau með sér öllum verkum í fullkomnu bræðralagi. „Við göngum bæði í öll verk hér, við losum gámana saman, af- greiðum viðskiptavinina, göng- um frá og þrífum og þetta geng- urmjögvel,“segirFriðvin. „Ann- ars á hálfsystir okkar, Sigrún P Eyfeld,20% ífyrirtækinuogþað getur komið sér vel ef einhvern tíma vantar oddamann." „Við erum búin að ganga í gegnum allt mögulegt saman hérna og auðvitað höfum við ekki alltaf verið sammála um allt,“ segir Björg, „en við rífumst aldrei og við komumst alltaf að sameiginlegri niðurstöðu.“ Það er kannski eins gott því það er erfitt að koma á fót nýju fyrirtæki á íslandi, sérstaklega þegar þarf að berjast við risa sem alls staðar eru fyrir í verslun hér. Saga þessa sameiginlega fyrir- tækis systkinanna er löng og að- dragandinn var heldur óvenju- legur. Eitthuað fyrir landann „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég fluttist til Prag árið 1992 og bjó þar í nokkur ár. í Prag er Ego Dekor verslun, en þær er einnig að finna á Ítalíu og Frakk- landi. Eins og gengur komu oft til mín íslendingar og ég fór með þá í verslunarleiðangra um borg- ina. Ég sá það fljótt að Ego Dekor búðin var feikilega vin- sæl meðal fslendinga og nærri því allir keyptu sér eitthvað í henni. Ég keypti líka allar gjafir í þess- ari verslun og margoft var ég beðin að kaupa eitthvað í búð- inni og senda það heim til fs- lands. Það var því alveg ljóst að þessi stfll væri eitthvað sem hent- aði íslendingum. Á þessum tíma var Friðvin hundleiður í vinnunni og lang- aði að breyta til og honum datt í hug að þetta væri eitthvað fyrir okkur; að setja upp svona versl- un á íslandi. Það var auðvitað al- veg rétt, þarna voru miklir mögu- leikar, eitthvað alveg nýtt og öðruvísi. Svo þegar ég flutti heim í ársbyrjun ‘98 létum við til skar- ar skríða. Ég fór utan til að út- vega viðskiptasamböndin um sumarið og við stofnuðum þessa verslun um haustið, ásamt Pálma Gestssyni, leikara, sem dró sig þó út úr þessu fljótlega,“ segir Björg. „Við hefðum eiginlega átt að byrja miklu fyrr,“ segir Friðvin. „Ég sé mest eftir því að við fór- um ekki í þetta strax og hug- myndin fæddist. Það tekur lang- an tíma að koma sér fyrir á mark- aðnum hér og það er mjög erfitt. Það er jafnvel spurning hvort það séu ekki of margir á þessum markaði." 26 Vikan íslendingar hagsýnir Það verður að viðurkennast að flest af því sem þau systkinin bjóða upp á er mjög óvenjulegt og skemmtilegt. í versluninni er mikið af bráðskemmtilegum skúffuskápum með fjölmörgum litlum hirslum. :Þar eru einnig stórir skápar sem hannaðir eru fyrir tækjabúnað heimilisins og annað í þeim dúr og allir hlutir eru skynsamlega útfærðir. Hús- gögnin eru öll í gömlum og mjög vönduðum stíl og þrátt fyrir að þau séu falleg er það ekki eini kosturinn því flest þeirra hafa mikið notagildi. „Við lærðum það strax að Is- lendingar eru hagsýnir og nota- gildið skiptir þá miklu máli. Það er ekki nóg að hluturinn sé falleg- ur, hann þarf að vera hentugur. íslendingar velja ekki húsgögn sem eru eingöngu hönnuð fyrir augað,“ segir Björg. „Við gerðum þá skyssu í fyrstu að kaupa líka inn húsgögn sem flokkuðust frekar undir listmuni þar sem þau voru hönnuð ein- göngu með útlitið í huga. Þau seldust að vísu á endanum, en það var greinilegt að viðskipta- vinirnir vildu heldur húsgögnin sem voru ekki eingöngu falleg, heldur líka með notagildið í lagi. Þess vegna höfum við upp frá því lagt áherslu á að vera með hús- gögn sem nýtast eigendunum vel og á sem flestan hátt.“ Séruörur og hugmynda- smíði „Það var kannski í framhaldi af þessu sem við fórum að láta smíða sérstaklega fyrir okkur. Sumt af húsgögnunum, sem við Tllisgiigllill CKU hÖlllHld í S1 lltlksti og viuiiiiiiætlir cru míkvxmlcga cius og þcir voriWýrir incira cn liiiinlraii iiruiii sman.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.