Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 31
ar tilfinningar sínar til hennar en hefur ekki leyst úr þeim. Ef hann talar hins vegar lát- laust um sína fyrrverandi er hann alls ekki kominn yfir sambandið og gæti jafnvel verið að bera þig saman við hana í huganum. Framhjáhald Eins og flestir vita er traust afar mikilvægt í góðum sam- böndum. Ef nýi kærastinn þinn var illa svikinn í sínu fyrrverandi sambandi og kærastan hélt framhjá honum gæti hann átt erfitt með að treysta konum. a) Minniháttar uandamál Hann kennir bara fyrrver- andi kærustu sinni um fram- hjáhaldið en telur ekki að all- ar konur haldi framhjá. Hann hefur enn svolitla trú á kven- kyninu og þú getur byggt traust hans upp með því að vera honum trú. b) Meðalstórt uandamál Hann er dálítið tortrygginn og á erfitt með að treysta þér. Hann vill kannski vita hvert þú fórst út að skemmta þér með vinkonum þínum og hvort einhver kom að reyna við þig. Það þarf ekki að þýða að hann ætli að taka þig í þriðju gráðu yfirheyrslu held- ur bara að hann þurfi fullvissu fyrir því að þú sért hrifinn af honum og bara honum! c) Stórt vandamál Hann fylgist með nánast hverri hreyfingu þinni, hring- ir í vinnuna til þín fimm sinn- um á dag og æðir um heima eins og ljón í búri þegar þú ferð ein út að skemmta þér. Sennilega er hann enn í svo miklum sárum eftir fyrri kærustuna að hann er engan veginn tilbúinn að stökkva í nýtt samband. Það hringja ef til vill viðvör- unarbjöllur hjá þér ef nýi kærastinn upplýsir þig um það að hann hafi aldrei verið í langtímasambandi en átt í mörgum stuttum sambönd- um sem skildu lítið eftir sig. Hann gæti verið hræddur við að binda sig og verið eilífðar piparsveinn í sér en það er líka möguleiki að hann hafi ekki hitt hina einu réttu. a) Minniháltar vandamál Áður en þú ákveður að „dömpa“ eilífðarpiparsvein- inum ættir þú kannski að komast að því af hverju hann hefur aldrei verið í langtíma- sambandi. Kannski hefur hann einfaldlega ekki hitt hina einu réttu og það gæti verið þú. b) Meðalstórt vandamál Kannski er hann bara ofur- varkár þegar kemur að hinu kyninu vegna þess að hann hefur brennt sig áður. Kannski hitti hann einhvern tímann konu sem hann var mjög ástfanginn af og taldi sér trú um að hún væri sú eina rétta. Þegar konan sagði hon- um upp varð ástarsorg hans svo mikil að hann ákvað að láta ekki trampa á hjarta sínu aftur og ætlar því að passa sig á því að verða ekki yfir sig ást- fanginn aftur. Ef þú ert yfir þig hrifin af manninum og telur að þið eigið framtíð saman skaltu gera það sem þú getur til að tjá tilfinningar þínar í hans garð og reyna að gera hann öruggari. Þá slakar hann sennilega á og leyfir sjálfum sér að verða ástfanginn aftur. c) Stórt vandamál Hann hefur aldrei verið í langtímasambandi því allar hans fyrrverandi kærustur hafa hætt með honum eftir stuttan tíma. Það hlýtur að segja meira en mörg orð um manninn! Þú gætir látið reyna á sambandið en vertu viðbú- in því að þú finnir einhverja stóra galla hjá honum sem ollu því að fyrrverandi kærustur hans hættu með honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.