Vikan - 08.08.2000, Side 46
sveinbörn eftir honum. Við
vorum fjórir á mínum aldri
sem bárum nafnið hans.“
Annie hallaði sér áköf fram.
„Þarna sérðu, það er ekkert
skrýtið þótt þú hafir fengið
hann á heilann! Var hann eini
breski hermaðurinn sem var
grafinn í kirkjugarðinum?“
Hann kinkaði kolli.
„Og þessi hermaður var
nokkurs konar goðsögn.
Svona dramatísk saga hlýtur
að hafa heillað börnin í þorp-
inu, sérstaklega strákana sem
báru nafnið hans. Eftir að
stríðinu lauk var viss róman-
tík yfir því. Eg er viss um að
þið strákarnir hafið oft farið í
stríðsleik í skóginum og látist
vera breski hermaðurinn.
Bresk börn þykjast vera Hrói
höttur. Sögulegir atburðir
verða oft eins og ævintýri í
augum barna.“
Hann hnyklaði brýnnar og
svaraði ekki. Annie horði á
hann samúðarfull.
„Marc, þú hlýtur að skilja
þetta. Þú heyrðir þessa sögu
þegar þú varst áhrifagjarn
smástrákur. Þegar þú fékkst
heilahristing við að berjast við
skógareldinn yfirfærðir þú
bardagann við eldinn á annars
konar stríð.“
Hann var þögull og Annie
gat ekkert lesið úr andliti
hans. Hún vildi óska þess að
hún gæti lesið hugsanir hans.
Hún yrði að ná sambandi við
hann og reyna að sannfæra
hann um að til væru jarð-
bundnari skýringar á þessum
hugarórum.
„Þú fékkst slæmt höfuð-
högg og misstir meðvitund.
Þú veist hvernig draumar eru;
í drauminum féllstu fyrir skoti
frá Þjóðverjunum. Eg skal
veðja við þig að breski flug-
maðurinn var skotinn í höfuð-
ið! Sérðu ekki hvernig þetta
kemur heim og saman?“
Marc brosti svolítið sorg-
mæddur. „Allt nema eitt.
Enginn í þorpinu sagði mér
frá því hver hafði annast her-
manninn í húsinu í skóginum,
hver það var sem hjúkraði
honum og gerði að sárum
hans, gaf honum að borða og
vitjaði hans þegar það var
óhætt Þjóðverjanna vegna.
Enginn gæti hafa sagt mér
hvað gerðist á milli Englend-
ingsins og Önnu Durmont
vegna þess að hún sagði það
engum. Enginn komst að því
nema auðvitað einhverjir fé-
laga hennar í andspyrnuhreyf-
ingunni. En ekki einu sinni
þeir vissu að þau hefðu
orðið ástfangin
hvort af öðru.
Henni varmjög
annt um
einkalíf sitt.
Af þeirri
ástæðu gat
enginn hafa
sagt mér frá
Önnu Dur-
mont og syni
hennar þegar ég
var lítill strákur. Þau
fluttu til Englands mörgum
árum áður en ég fæddist.
Flestir úr fjölskyldu hennar
voru dánir eða fluttir í burtu.
Það eina sem mér var sagt var
að einn bresku flugmann-
anna, sem andspyrnuhreyf-
ingin reyndi að koma undan,
hefði verið skotinn til bana.
Segðu mér nú, Annie, hvern-
ig gat ég vitað um flugmann-
inn og Önnu Durmont?"
„Þú hlýtur að hafa heyrt
það einhvern tíma einhvers
staðar frá og lagt saman tvo og
tvo,“ svaraði hún hugsi.
Hún neitaði að viðurkenna
hinn möguleikann. Hún hélt
dauðahaldi í trúna á hið skyn-
samlega.
Hann andvarpaði. „Nei,
Annie.“
„Ef enginn sagði þér bein-
um orðum að amma mín hefði
átt í ástarsambandi við flug-
manninn er það líklega vegna
þess að það er ekki satt,“ sagði
hún reiðilega. „Kannski sag-
an sé eingöngu hugarfóstur
þitt. Einhver sagði þér sögu
um konu sem var í andspyrnu-
hreyfingunni og fluttist til
Englands áður en þú fæddist.
Þú hefur sennilega spunnið
upp afganginn."
Hann hristi höfuðið.
Hún horfði á hann óþolin-
móð. „Ef þú varst breskur í
fyrra lífi hvers vegna ertu þá
franskur núna?
„Ég veit það ekki. Kannski
vegna þess að ég dó í Frakk-
landi? Þú fæddist aftur sem
Englendingur. Kannski erþað
vegna þess að þú áttir heima
í Englandi þegar þú andað-
ist.“
Þetta var það sem
hún hafði beðið
eftir og verið
hrædd um.
„Ég er sem
sagt amma
mín endur-
fædd?“ Hún
hló móður-
sýkislega. „í
guðanna bæn-
um, Marc, þú hlýt-
ur að sjá hvað þetta er
fáránlegt!"
Hún horfði undrandi á þeg-
ar hann spratt á fætur og
kraup fyrir framan hana.
Hann tók um hendurnar á
henni og horfði ákveðinn í
augun á henni. „Þú ert lifandi
eftirmynd hennar, Annie.
Veistu það ekki? Þú hlýtur að
hafa séð myndir af henni frá
því hún var ung. Mörgum
árum eftir að ég fékk heila-
hristinginn sá ég mynd af þér
utan á plötuumslagi. Ég
þekkti þig samstundis aftur
þótt þú værir yngri en Anna
var þegar ég kynntist henni.
Hún varð þrjátíu og tveggja
ára það sumar. Þegar ég sá
myndina af þér varstu aðeins
tuttugu og tveggja ára, á sama
aldri og Anna var þegar hún
gifli sig. Lífið hafði verið
henni erfitt eftir að hún varð
ekkja. Hún hafði þjáðst mik-
ið og það mátti sjá á andliti
hennar. En engu að síður var
hún gullfalleg."
Annie komst ekki hjá því að
finna fyrir afbrýðisemi. Hann
talaði svo fallega um ömmu
hennar, sem hann hafði
greinilega elskað mjög heitt.
Það var eins og hann gerði sér
ekki grein fyrir því að hann
var annar maður; maður sem
var ástfanginn af konu sem
hann hafði aldrei hitt og var
löngu dáin.
Marc horði á hana. „Þú ert
líka yndisleg, Annie.“
„Þú gerir þér þá grein fyrir
því að ég er ekki sama konan
og þú varst að segja frá!“
„Ekki frekar en ég er sami
maðurinn," sagði hann. „Líf
mitt er gjörólíkt lífi Marks Gr-
ant og líf þitt er gjörólíkt lífi
ömmu þinnar. En sá munur er
aðeins ytra byrðið, Annie.
Það skiptir engu máli hvort
maður fæðist sem maður eða
kona, hvar maður fæðist og
hvað lífið ber í skauti sér. Það
eru bara ramminn utan um líf
okkar. Það sem gildir er það
sem er innan rammans. Það er
sálin sem er eilíf.“
Hún átti ekkert svar við
þessu. Hann brosti til hennar.
„Núna ertu lík ömmu þinni.
Hún var ekki mjög málgefin
kona. Hún var oft mjög hugsi
og stundum sagði hún ekki
orð tímunum saman. Hún var
með sítt, dökkt hár eins og þú.
Hárið náði henni niður í mitti
og hún var vön að vefja því
upp í hnút í hnakkanum. Hún
var oftast svartklædd eins og
var til siðs til sveita í Frakk-
landi á þessum tíma. Vissir þú
að hún hafði gaman af að
syngja? Hún hafði aldrei lært
að syngja, en það var sagt
að...“
„Þú getur ómögulega vitað
þetta allt saman!“ greip hún
fram í fyrir honum. „Þetta er
allt saman ímyndun! Ég veit
ekki einu sinni svona mikið
um hana,jafnvelþótthún hafi
verið amma mín!“
„Ég elskaði hana meira en
lífið sjálft,“ sagði hann. Og þá
meina ég í bókstaflegum
skilningi. Ég lét lífið fyrir
hana.“
„Hvað meinar þú?“
„Hún var hjá mér þegar
Þjóðverjarnir komu. Ef þeir
hefðu fundið hana hefðu þeir
skotið hana líka en ekki fyrr
en þeir væru búnir að pynta
46
Vikan