Vikan


Vikan - 08.08.2000, Síða 53

Vikan - 08.08.2000, Síða 53
hefur tekist á við og jafnað sig eftir tilfinningaáföll bernskunn- ar: Þú ert sóði og kannt ekki að ganga um eins og manneskja. Hann kann því að taka þessu ákaflega illa og oftúlka það sem sagt er. 3. Einstaklingurinn vinnur oft best undir álagi og gengur best að eiga við vandamál sín eða tilfinn- ingar þegar allt er að því er virð- ist komið í óefni. Fullorðnir ein- staklingar sem hafa alist upp við erfiðar fjölskylduaðstæður hafa því oft tilhneigingu til að skapa aðstæður þar sem mikið álag rík- ir, t.d. geyma að vinna verkefnin alveg fram á síðustu stundu þannig að erfitt sé að ljúka þeim eða stofna til tilfinningasam- banda sem vitað er fyrirfram að muni reynast erfið og slíta þeim ekki. 4. Fuilorðnir einstaklingar sem búið hafa við erfið uppeld- isskilyrði eiga erfitt með að treysta eigin dómgreind og vilja því oft ekki trúa að þeir hafi rétt fyrir sér. Afleiðingarnar eru þær að oft taka þeir að sér verkefni sem þeir vita að munu mistakast eða inn á sig einstaklinga sem þeir vita fyrirfram að muni valda þeim miklum erfiðleikum. Þeg- ar vonbrigðin vegna þessa hellast yfir eru þau gjarnan nýtt til að staðfesta lélegt sjálfmat viðkom- andi. 5. Einstaklingurinn reynir oft að forðast átök í lengstu lög og leyfir vandamálum að vaxa óá- reittum í langan tíma frekar en að takast á við þau og sigrast á þeim. Þeir eru einnig mjög gjarnir á að bæla eigin tilfinningar og láta þær ekki í ljósi nema í sprengigosum sem oft eiga sér stað eftir smáat- vik sem alls ekki virðast kalla á svo sterk viðbrögð. Þeir eiga einnig oft erfitt með að gera sér grein fyrir hvað það er sem þeim líkar og hvað þeir alls ekki vilja. Sjálfsþekking þeirra er stundum af ákaflega skornum skammti. Þeir gera kröfur til annarra án þess að hafa það fullkomlega skilgreint hverjar þær séu og þeim hættir til að kvarta stöðugt yfir hegðun annarra án þess að geta bent á hvaða hegðun væri þeim frekar að skapi. Fjölskyldumynstur sem erfitt er að breyta Sálfræðingar hafa einnig kom- ist að því að einstaklingar sem al- ast upp við erfiðar aðstæður eru líklegri en aðrir til að vera haldn- ir fælni (fóbíu). Það er því brýnt fyrir þá sem vita að þeir bera til- finningaleg ör úr uppeldi sínu að takast á við vandamálin og reyna að gera sér grein fyrir þeim. í bókinni Forgiving Our Parents, Forgiving Ourselves, fjalla Dr. David Stoop og Dr. James Masteller um það hvernig ákveð- ið samskiptamynstur myndast innan fjölskyldna og hver ein- staklingur fer að gegna sínu hlut- verki. Ef einhver einn fjölskyldu- meðlimur tekur upp á óeðlilegri hegðun er það ekki vegna þess að hann einn sé sjúkur heldur vegna þess að fjölskyldan og gangverk hennar krefjast þess að viðkom- andi falli íþennan farveg. Til þess að lækna megi einn fjölskyldu- meðlim þarf því að líta á hvern- ig fjölskyldan vinnur sem hópur og laga það sem þar hefur miður farið. Þeir benda einnig á leiðir til að fyrirgefa það sem gert hefur ver- ið á hluta hvers og eins, ekki í þeim tilgangi að gleyma eða breiða yfir erfiða reynslu heldur til að leggja frá sér byrðina og geta haldið áfram að lifa án reiði og togstreitu. Sumir vilja trúa því að best sé að takast á við fjöl- skylduvandamál á þann hátt að fjölskyldan hittist og hver og einn segi sína sorgarsögu og menn við- urkenni og taki á sig sök fyrir sitt. Þeir Stoop og Masteller eru sann- færðir um að slíkar aðferðir séu til einskis. í fæstum tilfellum séu allir undir það búnir að axla ábyrgð sína og fyrir utan það sjái hver og einn fjölskylduna á sinn hátt. Það sem einn man sem al- varlegan og erfiðan atburð kann annar að vera búinn að gleyma eða skynjar á allt annan hátt. Þeg- ar svo er er aldrei hægt að kom- ast að skynsamlegri niðurstöðu. Þeir benda sömuleiðis á að all- ar fjölskyldur séu að meira og minna leyti gallaðar. Allir bera einhvers konar byrðar úr barn- æsku með sér fram á fullorðins- ár sem mótar þá sem einstaklinga og samskipti þeirra við aðra. For- Nýja barníð Á heilsugæslustööinni á Akur- eyri hefurfrá því í september 1992 verið unnið tilraunaverkefni sem kallast Nýja barnið. Það byggist á því að meðgangan gefi einstætt tækifæri til að hjálpa verðandi for- eldrum að takast á við óuppgerð tilfinningaleg áföll eða vandamál úr barnæsku. Þegar barn er í vænd- um er fólk tilbúnara en ella að fá aðstoð við úrvinnslu vandamála. Þetta telja menn að sé mikilvæg- ur liður í forvörnum og svo segir í kynningu á verkefninu: „Sýnt hefur verið fram á, að áföll og óuppgerðar tilfinningar hjá verðandi móður/foreldrum eðaerf- ið uppeldisleg kjör, svo sem van- ræksla eða ofbeldi séu miklir áhættuþættir, sem hindra eðlileg tengsl móður/fjölskyldu og barns og gera valdið varanlegu tilfinn- ingalegu eða líkamlegu heilsutjóni fyrir barniö ef ekkert er að gert. Meðgangan er mikilvægt þroska- ferli, einnig fyrir móður og fjöl- skyldu, þar sem ákveðið rót getur komist á tengsl og tilfinningar, einkum og sér í lagi ef móðirin hef- ur upplifað áföll eða erfiðleika í uppvexti sínum eða á fullorðins- árum, Meðgangan býður einnig upp á einstæða möguleika til að vinna úr óleystum tilfinningavand- kvæðum fortíðarinnar." Verkefnið er hugsað sem við- bót við venjubundið eftirlit með konum á meðgöngu og ungbarna- eftirlit og er þeim boðið að eiga trúnaðarsamtal við heimilislækni sinn þar sem hann reynir að átta sig á því hvort einhverjir áhættu- þættir séu til staðar og hvort æski- legt sé að veita konunni sérstaka aðstoð við úrvinnslu vandamála. Ljósmóðir konunnar, fjölskylduráð- gjafi og hjúkrunarfræðingur ung- barnaverndar mynda þá stuðn- ingsteymi eftir því sem við á til að aðstoða og þeim stuðningi er hald- ið áfram svo lengi sem þurfa þyk- ir. Reynsla þeirra Akureyringa af verkefninu sýnir að 30-40% barnshafandi kvenna hafa þörf fyr- ir aukinn stuðning, áfallaúrvinnslu eða einhver meðferðarúrræði. eldrar átta sig oft ekki á því að það að tala er ekki sama og að hlusta. Hægt er að tala látlaust við barn án þess að tilfinninga- legri nálægð sé náð, enda snýst tal foreldrisins mest um að koma sínum skilaboðum á framfæri líkt og fyrirlesari gerir fyrir hóp nem- enda en framlag barnsins drukknar í orðaflaumnum. í sama streng tekur Whitfield í bók sinni Healing the Child Within en þar segir hún að margir foreldr- ar séu tilfinningalega fátækir vegna þess að meðan þeir sjálfir voru börn var þörfum þeirra ekki mætt. Þarfir þeirra sjálfra eru svo miklar að þeim hættir til að nota aðra á óheilbrigðan og óheilla- vænlegan hátt til að fá eigin þörf- um fullnægt. Hver sem kemur nálægt þeim, jafnt fuliorðnir sem börn eiga það á hættu að vera notaðir í þessum tilgangi, oft án þess að þeir sjálfir geri sér grein fyrir hvað þeir eru að gera. Steven Farmer fjallar um brotnar fjölskyldur og óheilbrigð fjölskyldumynstur í bók sinni Adult Children of Abusive Parents og bendir á að fólk taki ákvarðanir og velji sér veg í lífinu á grundvelli þess sem það lærir í æsku. Þegar börn verða fyrir áföllum eða búa við vanrækslu snýst líf þeirra að meira eða minna leyti um það eitt að kom- ast af. Virðingin sem eðlilegt er að börn beri fyrir foreldrum sín- um er þá oftar en ekki byggð á ótta en ekki trausti. Það er óheppilegt að tengja virðingu við skelfingu eða hræðslu og er nokkuð sem barnið kemur til með að bera með sér fram á full- orðinsár og af því litast samskipti þess við aðra. Fleiri ágætar sjálfs- hjálparbækur hafa verið skrifað- ar um þetta efni, m.a. Surviving our Parents eftir Larry Godwin, og á netinu skrifar Clinton Clark Fm not OK when You’re not, um börn þeirra sem haldnir eru fíkn. Sérfræðingarnir eru allir sam- mála um að grundvöllur þess að breyta mynstrinu sé að skilja það og útskýra eigin hegðun út frá því. Fyrirgefningu fylgir frelsi og hún er lykillinn að því að sætta sig við fortíðina segir Dr. David Stoop í Forgiving Our Parents, Forgiving Ourselves. Vikan 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.