Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 59
við myndum halda al-
vörupartí með bollu og öllu
á föstudagskvöldinu. Ég tók
ágætlega í hugmyndina, jafn-
vel þótt ég hefði engan til að
bjóða, og Einar virtist líka
spenntur.
Föstudagskvöldið rann síð-
an upp með tilheyrandi
veisluhöldum og drykkju.
Húsið fylltist fljótt af vinum
Einars og Söru en ég sat ein
úti í horni og drakk. Ég var
orðin svolítið full þegar ég
ákvað að fara út að fá mér
ferskt loft. Ég settist í garðstól
og horfði út í loftið þegar ég
fann allt í einu að einhver
kyssti mig á hálsinn. Ég sneri
mér við og þar stóð Einar!
Hann var greinilega búinn að
drekka líka því hann var
málglaður og hugrakkur og
sagði mér beint út að hann
væri alveg rosalega hrifinn af
mér og liti alls ekki á mig sem
neina stjúpsystur sína.
Ég var bæði hissa og upp
með mér því Einar var mynd-
arlegur strákur og gat örugg-
lega valið úr stelpunum. Eg
hafði hins vegar aldrei séð
þessa hlið á honum því
mamma hafði reynt að inn-
prenta okkur að við værum
systkini sem við vorum auð-
vitað alls ekki.
Yndislegar nætur
Til að gera langa sögu stutta
læddumst við Einar upp í her-
bergið hans og keluðum alla
nóttina en sváfum þó ekki
saman. Þegar það rann af
okkur fundum við bæði að við
bárum einhverjar tilfinningar
til hvort annars en vissum
ekki alveg hvernig við áttum
að hegða okkur. Við ákváð-
um því að halda þessu sam-
bandi okkar leyndu til að
byrja með enda fannst okkur
það bara spennandi.
Mamma og Þorvaldur
komu heim tveimur dögum
seinna og við létum sem ekk-
ert hefði í skorist. Við Einar
vorum hins vegar yfir okkur
hrifin hvort af öðru og ég
læddist inn til hans á hverri
nóttu þar sem við kúrðum og
að fá mömmu aftur en hún
hótaði skilnaði og ásakaði
mig um að hafa splundrað
fjölskyldunni.
Þorvaldur elskaði mömmu
greinilega mikið því að lokum
sættist hann á að Einar og
Sara flyttu til mömmu sinnar
ef við mamma kæmum aftur.
Við fluttum því aftur til
Þorvalds nokkrum vikum
seinna en það er engan veg-
inn hægt að segja að allt hafi
falli ljúfa löð. Mamma og Þor-
valdur sættust, að minnsta
kosti á yfirborðinu, en ég fann
vel fyrir því að þeim fannst
ég hafa splundrað fjölskyld-
unni og eyðilagt heimilislíf-
ið.
Nú eru liðin fjórtán ár síð-
an þetta gerðist og mamma
og Þorvaldur eru ennþá gift.
Ég hef aldrei haft neitt telj-
andi samband við Einar eftir
þetta enda erum við bæði gift
í dag. Ég forðast þó enn að
mæta í fjölskylduboð þar sem
hann gæti verið því það er
einfaldlega of erfitt fyrir okk-
ur öll.
Lesandi segir
Gunnhildi Lily
Magnúsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þinu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
I lcimilisfsmgin cn Vikan
- „Ijlsrcynslusaga'4, Scljavcgur 2,
101 Itcykjavík.
Ncllaag: vikaii@f'rodi.is
keluðum. Við sváfum samt
aldrei saman en það var ekki
af því að mamma vildi að við
höguðum okkur eins og stjúp-
systkini, við vorum það ekki
og höfðum aldrei verið, held-
ur vegna þess að við vorum
hrædd um að vekja einhvern
í húsinu.
Svona gekk sambandið í
tæpa tvo mánuði eða allt þar
til sprengjan féll.
Ég hafði læðst inn til Einars
um miðja nótt en við sofnuð-
um bæði og vöknuðum ekki
fyrr en Sara æddi inn á okk-
ur hálfnakin um morguninn.
Henni var þá þegar í nöp við
mig og var alls ekki á því að
þegja yfir þessu og hljóp því
beint inn til mömmu og Þor-
valds og sagði þeim „fréttir-
nar“. Mamma kom fram á
nærfötunum og gjörsamlega
trylltist við mig og rak mig inn
í hjónaherbergi þar sem hún
messaði yfir mér um dóm-
greindarleysi og siðferðis-
skort. Þorvaldur virtist vera
alveg jafnreiður við mig því í
stað þess að skamma Einar
kom hann á eftir mömmu og
hellti sér yfir mig. Þá reiddist
mamma hins vegar og benti
honum á að Einar ætti líka
„sök“ á þessu.
Fluti út í reiðiskasti
Það er ekki hægt að lýsa
þessum afdrifaríka morgni
öðruvísi en með því að segja
að hann einkenndist af rifr-
ildi, móðursýki og gráti.
Mamma var reið út í mig fyr-
ir það sem ég gerði jafnvel
þótt mér fyndist og finnist enn
að ég hafi ekki gert neitt af
mér. Mamma var líka reið út
í Þorvald fyrir að skella skuld-
inni á mig. I hita leiksins henti
hún því nokkrum flíkum ofan
í ferðatösku og rauk út með
mig og systur mínar. Við
keyrðum í hendingskasti til
ömmu þar sem við vorum í
nokkrar vikur. Ég þjáðist
auðvitað af samviskubiti yfir
því að hafa skemmt fyrir
mömmu og Þorvaldi en ég
saknaði líka Einars dálítið.
Þorvaldur reyndi ýmislegt til