Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 6
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir miðill Þórunn Maggý Guðmunds- dóttir er einn okkar þekkt- ustu og virtustu miðla. Frá barnsaldri hefur hún séð það sem flestum okkar hinna er hulið en hún ætlaði sér aldrei að starfa sem miðill þótt örlögin högðuðu því þannig til. Hún var sitjari hjá Hafsteini miðli og vann ýmis viðvik fyrir Sálarrann- sóknarfélag Suðurnesja á yngri árum. Þegar henni var í fyrsta og eina skiptið vikið úr starfi bauðst henni sam- dægurs vinna hjá Sálar- rannsóknarfélagi íslands og þar hefur hún starfað meira og minna síðan. Andleg vinna er erfiðari „Við erum öll fædd með and- lega hæfileika en mismunandi mikla," segir hún. „Þetta er bara mannlegi þátturinn í okk- ur.“ Þórunn fellurekki ítransþeg- ar hún vinnur heldur er hún yf- >- irskyggð, eins og það er kallað. r Hún skynjar sterkt bæði það = sem er í kringum hana og einnig ““ þaðsem kemurað handan. „Ég « = fór sálförum sem barn og hélt í n “ fyrstu að þetta kæmi fyrir alla," x = segir hún. „Ég gat setið tímun- = | um saman með dúkkuna mína ~~ í fanginu ogflogið um herberg- ið en séð sjálfa mig sitjandi á cj .. rúminu. Ég vissi strax á barns- - ~ aldri að ég hafði lifað áður. Ég x = átti minningar um fyrri æviskeið “s og þurfti oft ekki mikið til að vekja þær upp. Ef ég heyrði bjölluhljóm mundi ég eftir mér þar sem ég sat á sleða ásamt manni sem breiddi yfir mig loð- feld því ískuldi var úti. Ég fékk staðfestingu á þessu síðar og var sagt að ég hefði búið í Rúss- landi," segir hún. „í öðru lífi var ég tatarastúlka sem var brennd á báli fyrir galdra en ég náðist þegar ég var nýbúin að tína grös og jurtir fyrir móður mína sem notaði þau til lyfjagerðar. Andleg vinna er afar krefj- andi," segir Þórunn Maggý. „Það er nóg að sofa vel til að hvíla sig eftir líkamlegt erfiði en andlegu hliðina þarf að byggja upp aftur og það getur tekið tíma. Éghef allaævi unniðeins og hestur, verið svokallaður vinnualki eins og svo margir fs- lendingar. Eftir að pabbi minn drukknaði, en þá var ég aðeins 12 ára gömul, fór ég að bera út póst og símskeyti þegar skóladeginum lauk. Þegar börn- in mín voru yngri var ég að vinna við skúringar uppi á Velli og var alltaf með eitt eða tvö börn með mér, fór beint þaðan í að skúra í kaupfélaginu í Keflavfkog þeg- ar börnin voru sofnuð um níu- leytið á kvöldin fór ég að vinna í íshúsinu langt fram á nótt. Svona gekk þetta í ein þrjú ár því við vorum að byggja hús og þurftum á hverjum eyri að halda í húsið. Ég man eftir því að eitt aðfangadagskvöldið borðuðum við reyktan fisk því við áttum ekki peninga fyrir kjöti. Mér fannst það f góðu lagi og var ekkert að velta mér upp úr þvf. Maður bara tók hlutunum eins og þeir voru," segir hún hress ( bragði. „Ég kynntist mörgum góðum drengjum sem unnu á Vellinum. Þeir sem borðuðu í matsalnum voru stundum óánægðir og söknuðu fjölskyldulífs. Það kom stundum fyrir að ég leyfði þeim að fara heim til mín svo þeir fengju tilfinningu fyrir íslensku heimilislífi. Þeirtefldu kannski við börnin mín og borðuðu stundum með okkur, segir hún og brosir. „Margir þessara stráka urðu góðir vinir mínir. Einn þeirra trúði mérfyrir því að hann væri ennþá mjög ástfang- inn af fyrrverandi konunni sinni. Þegar ég fór að spyrja hann nán- ar út í það komst ég að því að konan hafðí gifst öðrum manni 6 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.