Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 7
„Stundum veit ég að það eru erfiðleikar framundan hjá fólki og þá reyni ég að orða það varlega. Lfffið er ekkert annað en skóli og erfiðleikar hjálpa okkur við að þroskast." eftir skilnað þeirra en það hjónaþand hefði heldur ekki gengið upp. Ég sagði honum að hafa samband við konuna og bjóða henni til landsins. Þar sem hann hefði ekki aðstöðu til að bjóða gestum til sín mætti hún halda til hjá mér í Ytri Njarðvík. Hún þáði boðið og samband þeirra hófst aftur. Það stendur enn, áratugum síðar," segir hún brosandi. Draumar og dáleiðsla „Fólk þarf að læra á tákn drauma sinna," segir Þórunn Maggý. „Draumar geta líka ver- ið gamlar minningar um fyrri jarðvistir. Ef migdreymirt.d. að ég sé að aka bílnum mínum og hann er bremsulaus fer ég um leið til læknis og læt athuga blóðþrýstinginn hjá mér. Hann er þá alltaf orðinn of hár. Nýlega dreymdi mig að ég væri að fara með bílinn minn í viðgerð. Bif- vélavirkinn sagði við mig þegar hann var búinn að skoða bílinn að innvolsið I honum væri ónýtt en boddíið fínt. Ég hugsaði með mér þegar ég vaknaði að kannski færi að líða að því að ég kæmist „heim," segir hún dreymandi. „Ég hef ekki verið nógu hress upp á síðkastið,“ bætir hún við. „Sálfarir eiga sér stað þegar fólk sefur," segir hún. „Þegar þig dreymir ferðu út úr Ifkamanum, ekki tekurðu hann með þér," segir Þórunn og hlær. „Sálfarir eiga sér einnig stað í vöku." Elsta son minn dreymdi einu sinni að hann sæti á risastór- um hvítum hesti og fyrir fram- an hann á hestinum var falleg stúlka með sítt svart hár. Mörg- um árum síðar kvæntist hann arabískri stúlku sem er með sítt svart hár.“ Draumar eru eitt en dáleiðsla annað," heldur Þórunn Maggý áfram. „Sonur minn lét einu sinni dáleiða sig, sértil gamans, og var í heilt ár að ná sér eftir það. Hann datt sífellt inn í leiðslukennt ástand og endur- minningarnar úr dáleiðslunni rifjuðust upp fyrir honum. Ég ráðlegg öllum að koma ekki ná- lægt svonalöguðu nema fag- maður, eins og t.d. geðlæknir, sjái um dáleiðsluna. Sem bet- urfer jafnaði hannsig. Hann lét mig ekki vita af þessu fyrirfram enda hefði ég stranglega bann- að honum það," segir hún ákveðin á svip. „Það á ekki að fikta við undirmeðvitundina í fólki og ófaglærðir aðilar eiga ekki að dáleiða fólk." Rekin úr starfi í fyrsta og eina skiptíð „Mér hefur alltaf gengið vel að vinna með fólki," segir Þór- unn Maggý. „Um tíma vann ég í unglingaathvarfi í Breiðholti og fannst það frábært. Síðar bauðst mér vinna í nokkurs kon- arsambýli sem ég vil ekki segja nánari deili á. Það skiptir held- urengu máli hverá þarna íhlut. Mér fannst margt og mikið gert fyrir vistmennina sem dvöldust þar og aðstaðan frábær. Ég hef alltaf þótt vera hrein og bein og sagði fólkinu stundum ef mér þótti það ekki eiga erindi í sambýlið. Einu sinni kom ég í vinnuna og sá nokkra vistmenn sitja saman við eldhúsborðið að tala saman um erfiða reynslu sína. Það grillti varla í þá fyrir tóbaksreyk. Mér fannst þetta óheilbrigt en án þess að segja beint út hvatti ég fólkið til að hætta spjallinu og fara að gera eitthvað annað. Tómstundaað- staðan var mjög góð þarna og ég vildi að fólkið færi að hugsa um sjálft sig og eitthvað annað en erfiðu reynslu þess af lífinu. Ég var alls ekki höst við það, miklu frekar kát í bragði í þeirri von að ég hressti upp á mannskap- inn. Fólkið tók þessu illa og klagaði mig fyrir yfirmanninum sem vék mér úr starfi umsvifa- laustfyrirafskiptasemi. Égvarð sem þrumu lostin yfir þessu. Ég yfirgaf sambýlið og ákvað að koma við hjá vinkonu minni, sem þá vann hjá Sálarrannsókn- arfélaginu í Garðastræti, og sagði henni farir mínar ekki sléttar,“ segir hún. „Ég hafði aldrei verið rekin úr vinnu, frek- ar lent í að sóst væri eftir starfs- kröftum mínum. Hún hafði ekki mikinn tíma til að tala við mig því hún var ein að vinna á skrifstof- unni og það var mikið að gera hjá henni. Hjá henni varfólk sem þurfti mikið á andlegum stuðningi að halda og hún setti mig í að tala við það. Ég reyndi af fremsta megni að láta því líða betur með því að ræða við það og hughreysta. Dagurinn leið hratt og þegar ég ætlaði að fara heim sagði vinkona mín við mig að hún hefði bókað nokkra að- ila í tíma hjá mér daginn eftir. Ég hafði aldrei unnið á þennan hátt fyrir fólk þótt ég hefði af og til í mörg ár drýgt tekjurnar með því að spá í spil. Ég man eftir einu skipti sem ég kom heim úr vinnu frá sambýlinu, en þá biðu mín 74 símtöl á sfm- svaranum þar sem ég var beð- in um að spá. Vitanlega gat ég aldrei sinnt svona miklum fjölda og það í fullu starfi ann- ars staðar. Ég sagði vinkonu minni að það kæmi ekki til greina að ég færi að vinna við þetta en þá spurði hún mig hvort ég ætlaði að gera orð hennar ómerk. Hún kunni vel á mig og þetta dugði tiI,“ segir Þórunn Maggý brosandi. „Ég hef síðan unnið hjá Sálarrann- sóknarfélagi íslands, reyndar með hléum, og kann vel við mig þar. Þegar fólk kemur til mín tengi ég mig alltaf með bæn og bið leiðbeinendur mína að sýna mér hvað sé í gangi hjá fólk- inu. Oft fæ ég að sjá látna ást- vini sem vilja koma skilaboð- um á framfæri," segir hún. „Siðgæðið hjá miðlum verður að vera á réttum stað. Stundum er ekki rétt að segja fólki allt sem kemur í gegn. Ég er ágæt- ur mannþekkjari og veit nokk hvað mér er óhætt að segja og hvað ekki. Ég vil frekar koma hinu jákvæða til skila og gleðja Þórunn Maggý ræður fólki eindregið frá því að láta dáleiða sig til gamans. „Það á ekki að fikta við undirmeðvitundina í fólki og ófag- lærðir aðilar eiga ekki að dáleiða fólk.“ L ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.