Vikan


Vikan - 17.10.2000, Síða 10

Vikan - 17.10.2000, Síða 10
Texti: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r Myndir: Bragi Þór Jósefsson Það er ekki að finna að Margrét Pálmadóttir, skólastjóri og kórstjóri, sem líklega er þekktari und- ir nafninu Magga Pálma, þjáist af kulnun í starfi, þótt hún eigi tuttugu ára starfsafmæli um þess- ar mundir. Það er líka greinilegt að hún þjáist ekki af lífsleiða. Það er svolítið eins og að standa úti í stormi að vera í nálægð hennar. Enda eru það bara konur eins og Magga sem ákveða einn góðan veðurdag að stofna skóla, finna sér samstarfsaðila, kaupa með þeim gamalt lagerhús- næði, skvera það upp og opna skólann með pompi og prakt mánuði síðar. Blaðamaður Vikunn- ar fékk Möggu til þess að setjast niður nógu lengi til þess að drekka með sér kaffi, spyrja tíðinda af nýja skólanum og forvitnast um mikilvæg vatnaskil í lífi hennar. i i i i ! i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.