Vikan


Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 11

Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 11
Brosið er á sínum stað og hún notarallan lík- amann þegar hún lýs- ir nýjasta afkvæmi ótæmandi hugmyndaflugssíns, söngskólanum Domus Vox. ,,Ég verð að byrja á því að ^ segja þér draum sem mig dreymdi um verslunarmanna- helgina," segir Magga um leið og hún hellir í bollana. ,,Mig dreymdi að ég væri stödd í stóru húsi þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja, dálítið dimmt, en ekki drungalegt. Það er bankað á dyrnar, ég geng fram til þessaðopna þærogátta mig þá á þvi að ég held á litlu barni á handleggnum, sem er nú ekki óvenjulegt, þar sem ég er búin að eiga fimm börn,“ segir hún og skellihlær. ,,En áfram með drauminn. I vinstri hendinni held ég á risastórum bala sem er fullur af maríneringarlegi, ed- iki, lauk og stórum gulrótum. Fyrir utan dyrnar stendur fjöld- inn allur af frábærum lista- mönnum, hljóðfæraleikurum og söngvurum, sem ganga í bæ- x inn og upphefja söng og hljóð- færaslátt. Ég stend með barnið í fanginu og dauðlangar að demba mér í fjörið. Ég fer með balann inn á baðherbergið og skelli barninu ofan í hann. Eft- ir dágóða stund í fjörinu man ég allt í einu eftir blessuðu barn- inu, hleyp inn á bað, tek barn- ið upp úr balanum og sé að það hefur skroppið saman og lítur út eins og fóstur eða fyrirburður. Ein gulrótin situr föst í hálsi barnsins og ég sting tveimur fingrum ofan í kok þess og kræki fyrir gulrótina. Égvaknaði hágrátandi uppaf draumnum og í miklu uppnámi. í gegnum árin hefur mig dreymt um sönghús fyrir börn og full- orðna sem elska kórsöng, þar sem hægt væri að koma saman, spinna leiklist, dansa ogsyngja. Ég réð drauminn þannig að nú væri ekki eftir neinu að bíða, hugmyndirnar köfnuðu ef mað- ur maríneraði þær of lengi." Harðneskjuleg uppsögn Drauminn dreymdi Möggu eftir að henni hafði verið sagt UPP störfum eftir tíu ára starf með Kvennakór Reykjavíkur. Uppsögnin, sem barst í sím- skeyti á heimili hennar, kom henni ekki á óvart. ,,Ég held að ég hafi séð þessa þróun fyrir þegar núverandi formaður Kvennakórs Reykjavíkur, sem þá var óbreyttur I iðsmaður kórs- ins, boðaði mig á sinn fund á kaffihúsi til þess að ræða við mig um alla mína galla. Það átti að reyna að breyta Möggu Pálma, þessari erfiðu, stóru, freku konu, fá hana til þess að falla betur að mynstrinu. Þeg- ar það gekk ekki var ég bara látin flakka. Auðvitað voru þær í fullum rétti til þess, eina manneskjan sem hugsanlega hefði getað orðið spæld var ég og ég get alveg fúslega viður- kennt að ég varð spæld. En svona atburðir eru oft vísbend- ingar um eitthvað nýtt. Ég er alltaf að fá hugmyndir sem eru frá upphafi mjög skýrar, ég á að- eins eftir að teikna þær upp og láta þær verða að veruleika. Ég upplifði þann draum á sínum tíma að koma upp litlu söng- batteríi sem þróaðist úr þrjátíu kvenna kórskóla í Kramhúsinu í fjögur hundruð kvenna- og barnabatterí sem fékk nafnið Kvennakór Reykjavíkur. Stjórn kórsins, sem alltaf hefur verið rekinn eins og áhugamannafé- lag, ákvað allt í einu að ég ætti enga hlutdeild í því félagi og voru ýmsar ástæður fyrir því. Ein þeirra varfélagaskráin. Þeg- ar stofnað er félag þarf fimm stofnfélaga og ég var ekki ein af þeim. Því var mér tilkynnt á einhverjum tímapunkti að ég væri ekki félagi í Kvennakór Reykjavíkur vegna þess að ég hefði aldrei borgað félagsgjöld. En ég vil nú meina að ég hafi gert það, til dæmis með því að vera tiltölulega ódýr starfskraft- ur fyrstu árin og vinna í barns- eignarleyfum. Auðvitað upplif- ir maður sársauka við svona uppgjör. Ég get vel skilið að oft sé nauðsynlegt að gera skipu- lagsbreytingar en ég get ekki skilið hvers vegna enginn sam- starfsvilji var fyrir hendi. Það má líkja þessu við það að kærastinn segi þér upp á ein- hverjum forsendum sem þú ekki áttar þig á. Fullorðið fólk segir ekki hvert öðru upp á ein- hverjum hallærislegum for- sendum, það reynir að vinna úr erfiðleikunum. En ég er samt ekki reiðubúin til þess að taka undir goðsögnina um að konur séu konum verstar því ég hef aldrei lært meira en það sem ég lærði á þessu upphafi og þessum skilnaði. Þannig að ég fór í góðu og upp- lifði í rauninni enga höfn- un.“ Frá ítalíu til Sand- gerðis Þetta eru ekki fyrstu vatnaskilin í lífi Möggu. ,,Ég hafði verið í söng- námi í fjögur ár við Tón- listarháskólann í Vínar- borgog var búin aðstand- ast inntökupróf inn í framhaldsdeild. Prófið var erfitt og komust miklu færri að en vildu. En af óviðráðanlegum orsökum neyddist ég til að hætta skyndilega námi í desem- ber árið 1980. Fyrr en varði var ég komin heim til íslands, einstæð móð- irtveggja lítilla stráka, og farin að vinna við það að raða í hillur I Hagkaupi. Ástæður þess að ég hætti námi finnast mér lítilvægar í dagen afleiðingarnar voru mikl- ar. Þegar maður er á krossgöt- um vonast maðurtil aðgeta far- ið sínar leiðir og haldið upp- teknum hætti. En ég skildi við manninn minn og lenti í krísu sem á því augnabliki var ótrú- lega erfið. En krísan sú átti eft- ir að þróast á jákvæðan hátt; ég gerðist skólastjóri suður með sjó, endurvakti tónlistarskóla í Miðneshreppi f Sandgerði. Sá skóli starfar ennþá, honum stjórna tvær stúlkur, fyrrum nemendur mínir. Önnur stjórn- ar skólanum, hin fór f fram- haldsnám til Boston og er einn aðalsöngkennari Suðurnesja. Ég er mjög stolt af þeim. Fólk heldur gjarnan að lítill tónlist- arskóli úti á landi geti ekki blandað sér í heimsmenning- una en það er bara alls ekki rétt. Það er aldrei hægt að vita nema barn, sem spilar á blokkflautu sjö ára gamalt, standi á óperu- sviði ( útlöndum eftir tuttugu ár.“ Fjölbreytt hlutuerk söng- konunnar Önnur vatnaskil urðu í lífi Möggu þegar fósturmóðir henn- ar dó árið 1985. ,,Ég varð að brjóta eitthvað upp til þess að skilja fráfall góðrar móður minn- ar og tveggja vinkvenna, sem allar dóu úr krabbameini á tveimurárum. Fósturmóðir mín hafði verið númer eitt, tvö og þrjú í lífi mínu, ég var búin að vera með henni frá tveggja ára aldri. Hún hafði líka tekiðaðsér það hlutverk að ala drengina mína upp með mér þannig að þetta var mikill missir fyrir þá líka. Á svona tímamótum end- urskoðar maður líf sitt. Ég var búin að kenna stanslaust í fimm ár og ákvað nú að drífa mig með strákana mína til Ítalíu. Þeir voru hjá mér um sumarið og ég tók þátt í upptöku á óperunni La Boheme f óperustúdíói kenn- arans míns. Strákarnir fóru heim um haustið en ég varð eft- ir og dvaldi á Ítalíu allan vetur- inn. Þaðerógleymanlegurtími. Ég tók þátt í jólatónleikum, var Magga slær á létta strengi með Stefáni. Vikan 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.