Vikan


Vikan - 17.10.2000, Page 12

Vikan - 17.10.2000, Page 12
einsöngvari með kór og hljóm- sveit, einnig tók ég þátt í frum- flutningi sex Ijóða, fékk skemmtilega dóma fyrir og bauðst plötuupptaka í kjölfarið. Um voriðfór égafturtil íslands. Ég var með mína tvo stráka, hafði ekkert að gera í ítölskum skóla, ég var engan veginn til- búin til þess og þeir ekki held- ur. Ég réð mig aftur til skólans í Sandgerði sem almennur kenn- ari og stjórnaði Ifka Flensborg- arkórnum. Einnig kenndi ég raddþjálfun hjá Ingólfi Guð- brandssyni og Pólýfónkórnum ogfór með kórnum í margar ut- anlandsferðir. Ingólfur er einn minn helsti lærifaðir og ótrúlega næmur maður á söngtónlist. Ég kenndi líka við Kramhúsið og þar byrjaði ég að fikra mig áfram með kórskóla fyrir konur. Samhlíða öllu þessu drifum við, nokkrar söngvin- konur, í því að stofna Óperusmiðj- una og settum upp óper una Systir Angelica eftir Puccini í leikhúsi Frú Emelíu, sem seinni maðurinn minn, Hafliði Arngrímsson, rak ásamt Guðjóni Petersen. Við settum einnig upp óperuna La Boheme í Borgarleikhúsinu, risastóra og flotta sýningu, og síðan Amal og næturgestina. Eftir þessar þrjár uppfærslur Óperusmiðjunnar þótti þeim sem standa vörð um peningana í landinu nóg kom- ið og settu okkur á hausinn fyr- ir skitna þrjúhundruð þúsund króna skuld. Málið er það að áhugamannafélög eru í harðri samkeppni við ríkisstyrkt félög. Ég vil minna á það að þótt ég sé alltaf með hnefann á lofti og virðist hið mesta skass, er ég í eðli mínu virkilega blíð kona. Hnefinn er nauðsynlegur vegna þess að ég hef ekki notið stóru styrkjanna. Þeir renna allt annað. Það má ekki gleyma því að það eru stofnanir sem standa að , baki leikhúsanna, skóla- I kóranna og kirkjukór- anna. Ég hef verið að reyna, og er enn að reyna, að búa til ein- hverja stofnun fyrir kór- ana mína, stofnun sem vex upp af djúpri rót og laufgaðar greinar." Söng- framtíð- arinnar Og nú er Mar- grét búin að gróð- ursetja þetta tré ásamt vinum sínum. „Mér fannst blóðugt að fjúka af trjástofnin- um sem hét Kvenna- kór Reykjavíkur, þótt greinin mín héti eitt- hvað allt annað. Þess Glaðir vegna ákvað ég að gestir á stofna nýja skólann, opnun- ekki til höfuðseinum arkvöldi. eða neinum, heldur til bjargar þeim sem nærðust á mínum stofni og eru ekki færri en tæplega fimm hundruð einstaklingar. Skólinn verður ekki léttur í vöfum, þar verða í vetur um fimm hund- ruð nemendur á aldrinum þriggja ára og upp úr. Aðsókn- in fór fram úr björtustu vonum, skólinn fylltist á augabragði og mér er sagt að sjö hundruð manns hafi heimsótt heimasíð- una okkar fyrstu tvo dagana. Þarna verð ég með Stúlknakór Reykjavíkur. Ég ætla mér að sinna þessum stelpum sem líta á kórsöng nánast sem Iþrótt. Þegar ég hvarf frá Kvennakórn- um fannst mér ég vera að bregð- ast ef ég fyndi ekki kórunum mínum nýjan farveg og stöðug- leika. Mérfannst ég beraábyrgð á þessum stelpum sem voru búnar að vera hjá mér í sex til átta ár." Magga á sér stóra framtíðar- drauma fyrir skólans hönd en til að byrja með verður hann rek- inn sem áhugamannaskóli þar sem fólk getur fengið útrás fyr- ir sönggleðina. „Ég geng með þann stóra draum að seinna meir verði þarna alvöru söng- leikjaskóli, sniðinn aðerlendum fyrirmyndum, þar sem fólk lær- ir að dansa, leika og syngja. Maríus sonur minn hefur verið mér innan handar í þeim hug- leiðingum ásamt Margréti Eir Hjartardóttur, sem kennir við skólann og kemur uppfull af þekkingu frá Bandaríkjunum. Margrét var hjá mér í Flensborg- arkórnum og það sama er að segja um Hönnu B. Guðjóns- dóttur óperusöngkonu sem elnnig kennir við skólann. Söng- leikjaskólinn er líka gamall draumur sem Stefán S. Stef- ánsson, saxafónleikari og kenn- ari við skólann, byrjaði aðeins að þróa í fyrra og viðerum nú að steypa í sama mót. Við munum halda áfram að þróa þann draum í framtíðinni og ætlum aðfátil samstarfs viðokkurgott fólk úr röðum leikara og dans- ara og byggja upp tveggja ára nám, ekki ósvipað því sem kennt er í leiklistarskólum. Draumurinn er að geta útskrif- að fólk með prófgráðu. Það er þegar kominn vísir að þessu námi í tólf manna deild sem skiptist I tvennt og vonandi fáum við að sjá með þeim skemmtilega sýningu nú um jól- in.“ Að láta drauminn rætast Það er greinilegt að Magga hefur ekki látið deigan síga heldur notfært sér erfið vatna- skil á jákvæðan hátt. Hún seg- ir að það sé vegna þess að hún hafi verið dugleg að leita hjálp- ar góðra aðila þegar á móti hef- ur blásið. „Viðgetum Ifkt vatna- skilum við snúningspunkt. Það eru margar útgönguleiðir. Þú getur farið inn í sjálfan þig, reynt að kaupa þig út úr erfið- leikunum, skilið, flutt til út- landa og svo mætti lengi telja. En maður upplýsist svo skemmtilega með aldrinum, maður hlær og nennir ekki að standa í svoleiðis vitleysu. Ef ég sé að hlutirnir eru erfiðari en égein fæ ráðið viðferégtil sál- fræðings. Ég ber undir hann vandamálin, hvortsem þau birt- ast í formi símskeyta eða ills umtals. Eftir uppsögninafannst mér sem ég hefði verið lögð í einelti. Ég er ekki svo sterk kona að það sé hægt að sparka í mig frá hægri ogvinstri, égeraðeins kona sem á sér stóra drauma. Mínir draumar hafa alltaf snú- ist um samsöng og ég leit á Kvennakórinn sem stofnun sem tæki á móti konum sem væru þurfandi fyrir söng. Ég starfaði með kórnum í tíu ár, ef ég miða upphafið við kórskólann í Kram- húsinu. Það er hálfur starfsfer- ill minn ogtæpurfjórðungurævi minnar. Draumur minn rættist ekki í þeirri stofnun en ég hef fulla trú á því að hann eigi eft- ir að rætast í Domus Vox, húsi söngsins."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.