Vikan


Vikan - 17.10.2000, Side 15

Vikan - 17.10.2000, Side 15
lakkið eftir því hvernig neglurn- ar eru (sjá kaflann Áttu við vandamál að stríða?) Veljið góðan lit af lakki og lakkið tvær umferðir yfir negl- urnar. Best er að fara að lokum eina yfirferð með naglalakks- herði (Top Coat). Áttu við vandamál að stríðaP Neglur eru mjög missterkar. Venjulega eru vandamálin sprottin af því að okkur skortir ákveðin næringarefni, en oft er hægt að laga neglurnar með ut- anaðkomandi efnum. Ef neglurnar klofna og eru þunnar á köntnum (kallað „fla- ky“ á ensku) er gott að kaupa á þær næringaráburð s.s Trend Nail Repair. Ef neglurnar eru mjúkar og bogna eins og mjúkt plast (kall- að „soft“ á ensku) er gott að kaupa naglastyrki á þær. Sally Hansen One Coat Instant Strength og Develop 10 hefur reynst mörgum vel. Ef neglurnar eru harðar og stífar og brotna auðveldlega (kallað „brittle" á ensku) er gott að kaupa efni sem mýkir þærog ver. Mavala Nail Shield hefur reynst mörgum vel. Neglur kvenna eru mjög mis- jafnar og það er nauðsynlegt að leita ráðlegginga hjá sérfræð- ingum við að finna efni sem henta nöglum hverrar og einn- ar. ogsvotærnar... Það má auðvitað fara eins að með táneglurnar. Kannski þarf ekki að leggja jafnmikla ofurá- herslu á naglasnyrtinguna en þá má í staðinn nota meiri tíma í að mýkja fæturna sjálfa og nudda þá. Leggið fæturna í bleyti í volgt vatn með góðri olíu í u.þ.b. 15 mínútur. Veljið feitt krem, sem smýg- ur ekki strax inn í hörundið og ilmar vel, til að nudda með. Tak- ið fótinn milli handanna og nuddið upp eftir fætinum með löngum, mjúkum strokum. Endurtakið nokkrum sinnum. Strjúkið næst frá hverri tá og að ökkla með þumalfingri. Strjúkið hægt því annars er hætta á að kitli undan fingrun- um. Nuddið þvínæst hverja tá frá fætinum og fram. Næst skaltu taka utan um fót- inn með báðum höndum og hafa fingurna ofan á ristinni. Þumlarnireru undir ilinni ogþú skalt nudda frá hæl og fram að tábergi með báðum þumlum en þar skalt þú nudda út að hlið- inni (í T). Endaðu á að nudda upp fót- inn með báðum höndum eins og í nr.2. Ef á að snyrta táneglurnar er það gert eftir nuddið. Góða skemmtun! Lesendaleikur Vikunnar og Sjónvarpsmiðstöðvarinnar: Glæsilevt 28“ Uníied sjonvarps- tæki í vinningl Það er ekkert rusl sem boðið er upp á í lesendaleiknum pennan mánuðinn: 28“ United siónvarpstæki með Black matrix myndlampa, 2X20 watta Nicam Stereo hlióðkerfi, textavarpí með íslenskum stöfum, tveim Scart tengjum, heyrnar- tólstengi og fjarstýringu. Þessi tæki kosta nú 36.900 krónur í Sjónuarpsmiðstöðinni ehf., Síðu- múla 2, Reykjauík. Merkið umslagið: Vikan, Lesendaleikur Seljavegi 2 121 Reykjavík Svona farið bið að: Safnið þrem hornum framan af forsíðu Vikunnar. Þegar þið hafið safnað þrem merktum forsíðuhorn- um skulið þið senda okkur þau ásamt nafni, heimil- isfangi, kennitölu og símanúmeri. Dregið er úr innsendum umslögum um hver mánaða- mót, hringt í vinningshafann og honum sent gjafa- bréf sem jafnframt er ávísun á vinninginn. Sjónvarpsmiðstöðin Vikan SiÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 • WWW.sm.iS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.