Vikan


Vikan - 17.10.2000, Page 28

Vikan - 17.10.2000, Page 28
Ég skammast mín fyrir að segja frá því en sannleikurinn er sá að ég þoldi ekki mömmu mína. Ég er einkabarn og alin upp hjá henni. Satt að segja þekkti ég pabba minn aldrei neitt að ráði, hann skildi við mömmu stuttu eftir að ég fæddist og dó þegar ég var unglingur. Ég hitti hann aðeins einu sinni til tvisvar á ári þegar frændi minn fór með mig í heimsókn til hans. Mér fannst pabbi skemmtilegur og hann kom mér til að hlæja. Mamma fór aldrei með mér í þessar heimsóknir, sagðist ekki kæra sig um að hitta hann. Að mínu mati var hún ákaflega bitur og nei- kvæð kona og þegar ég komst til vits og ára hugsaði ég oft sem svo að það væri ekkert skrýtið að pabbi hefði yfirgefið hana, þennan fýlu- poka. Þau kynntust þegar hún var aðeins sautján ára, hann var vel efnaður verslun- armaður og talsvert eldri en hún. Ég fæddist ári eftir að þau giftust og sex mánuðum seinna fór hann frá okkur. ÞOLDIEKKI Ólíkir foreldrar Mamma vildi allt fyrir mig gera og það er ekki hægt að segja annað en að hún hafi gert sitt besta til að veita mér alit það sem vinkonur mínar fengu. Stundum fyrirleit ég pabba minn og fannst erfitt að eiga ekki pabba eins og vinkonur mínar. Hann átti það til að gleyma mér á afmælum og jól- um en bætti það alltaf upp seinna. Ég var eina stelpan í skólanum sem fékk stundum kassa, fullan af jólagjöfum, í febrúar. En oftast var ég sátt við hann, réðst á mömmu í hugan- um og kenndi henni um skiln- aðinn. Það hlaut að hafa verið erfitt fyrir skemmtilegan mann eins og pabba að vera giftur konu eins og mömmu sem lifði eftir settum reglum og vildi alltaf hafa allt á hreinu. Þegar ég komst á unglingsárin varð sambandið stirt á milli okkar mæðgnanna. Ég reyndi að hefna mín á henni með því að koma drukkin og allt of seint heim á kvöldin. ,,Þú ert alveg einsog hann pabbi þinn," sagði hún þá fyrirlitlega. En ég vildi miklu frekar vera eins og pabbi heldur en að vera leiðinleg og bitur eins og hún. Aftur heim til mömmu Ég var orðin þrítug og ennþá ógift þegar ég flutti aftur heim til mömmu i tvo mánuði. Ég var nýbúin að selja íbúðina mína og það þurfti að gera ýmsar breyt- ingar á nýja húsnæðinu sem ég keypti í staðinn. Satt að segja hefði ég frekar vilja búa hjá Gústa, manninum sem ég var búin að vera með í fimm mán- uði, en hann hafði ekki boðið mér það þrátt fyrir að ég hefði gef ið í skyn að ég væri samasem á götunni. Ég var mjög hrifin af Gústa en satt að segja ekki alvegviss um að hann bæri jafn- sterkar tilfinningar til mín. Hann kærði sig ekki um að ég hringdi í hann og ég vissi aldrei þegar við kvöddumst hvenær ég sæi hann næst. Ég var í vafa um hvar ég hafði hann og oft lét hann ekki sjá sig þegar við höfð- um ákveðið að fara út saman. Það hafði gerst tvisvar eftir að ég flutti inn til mömmu og hún gaf það fyllilega í skyn að henni finndist ekki mikið til hans koma. Hún sagðist efast um að hann elskaði mig, ef hann gerði það hefði hann örugglega boð- ið mér að búa hjá sér þennan tíma. Kvöldin sem ég beið upp- ábúin og árangurslaust eftir Gústa sagði hún sem minnst en leit til skiptist á mig og klukkuna. Égvar viss um að hún væri að bera þá Gústa og pabba saman í huganum. Áfallið Einn morguninn eftirað Gústi hafði svikið mig um að koma, ákvað ég að vera snemma á ferðinni og drekka morgunkaffi með honum áður en ég mætti í vinnuna. Ég kom við í bakaríinu og keypti nýbökuð rúnnstykki og snúða. Ég hringdi dyrabjöllunni oglangurtími leiðáðuren hann kom til dyra. Ég sagði glaðlega að ég hefði ákveðið að koma honum á óvart og minnist ekki orði á biðina kvöldið áður. Gústi var mjög vandræðalegur og það leit út fyrir að hann ætlaði ekki að bjóða mér inn. Ég tók á mig rögg og bauð sjálfri mér inn og gekk beint inn í eldhús. Égætla ekki að reyna að lýsa því hvern- ig mér leið þegar ég kom auga á konuna sem sat hálfklædd við eldhúsborðið. Ég fann hvernig tárin brutust fram og ég kom ekki upp orði. Ég henti frá mér pokanum úr bakaríinu, snerist á hæli og hljóp út. Gústi hljóp á eftir mér, bað mig að bíða og sagðist geta útskýrt málið fyrir mér. En ég lét sem ég heyrði ekki til hans. Ég var svo hepp- in að finna leigubíl í nágrenn- inu og fór beina leið heim. Sannleikurinn Ég bað til Guðs að mamma væri farin I vinnuna. En svo reyndist ekki vera. Hún leit á mig og ég varð fegin að hún hafði vit á því að spyrja mig einskis. Hún hringdi á vinnu- stað minn og tilkynnti að ég væri veik, hitaði handa mér te og bjó um mig. Ég var miður mín og steinsofnaði. Klukkan var orðin fimm þegar hún vakti mig. Hún sagði að Gústi hefði hringt og vildi hitta mig um kvöldið. Hún sagðist vona að ég hefði vit á því að fara ekki á það stefnumót. Mig langaði að hitta Gústa og sennilega hefur 28 Vikaii

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.