Vikan


Vikan - 17.10.2000, Side 40

Vikan - 17.10.2000, Side 40
85% ull og 15% mohair þvottavélargarn Endurtakið [~~] = Brúnt = Kremað Skemmtileg Upplýsingar um hvarTinnugarniðfæst í síma: 565-4610 Hönnun: Alice Berbres Stærðir: (6-8) ára 10-12 ára (dömustærð) Sídd ca.: (52), 60, (68) sm + kögur. Alfa-garn í slá og húfU: Brúntnr. 2653: (8) 10 (12) d. Kremað nr. 1012: (2) 3 (5) d. Koksgrátt nr. 1088: (2) 3 (5) d. ADDI prjónar frá TINNU: Mælum með BAMBUSPRJÓNUM 40 sm og 80 sm hringprjónar nr. 7 Sokkaprjónar nr. 7 Heklunál nr. 6 Góðir fylgihlutir: Merkihringir, prjónanælur og þvottamerki fyrir garnið. PRJÓNFESTA Á ALFA-GARNI: 13 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 7 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. SLÁ: Fitjið upp með brúnu á hringprjón nr. 7 (190) 210 (230) lykkjur. Prjón- ið 5 prjóna slétt prjón í hring og síð- an munstrið = 20 umf. Skiptið yfir í koksgrátt og prjónið (16) 18 (20) umf. Skiptið yfir í brúnt aftur og prjónið slétt prjón á minni stærðunum tveim- ur en á dömustærðinni 2 umf. í brúnu og síðan er munstrið prjónað aftur. Prjónið síðan áfram með brúnu á öll- umstærðum. Þegarsláin mælist(28) 36 (42) sm er úrtaka þannig: Prjónið 8 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman út prjóninn = (171) 189 (207) lykkj- ur. Endurtakið þessa úrtöku í (10.) 10. (12.) hverri umferð tvisvar sinnum í viðbót. (ATH.: Lykkjunum á milli úr- taka fækkar úr 8 í fyrstu umf. í 7 lykkj- ur í næstu umf. og svo í 6 lykkjur o.s.frv.). Takið síðan úr í 6. hverri um- ferð alls 4 sinnum í öllum stærðum = (57) 63 (69) lykkjur. Prjónið 1 prjón eftir síðustu úrtöku. Takið síðan úr slá og húfa jafnt yfir prjóninn þar til eftir eru (56) 60 (64) lykkjur. Prjónið stroff 2 sl. og 2 br., alls (15) 18(20) sm. Fellið af með sl. og br. lykkjum. Búiðtil kögur úr4 endum u.þ.b. 22 sm. löngum ogfestið í 3. hverja lykkju neðst á kantinn. Jafnið síðan kögrið með því að klippa það eftir á í u.þ.b. 8 sm lengd. HÚFA: Stærðir: Barna - Dömu Byrjið á öðru eyranu. Fitjið upp með koksgráu á 40 sm hringprjón nr. 7, alls 5 lykkjur. Prjónið 1 prjón brugðinn = rangan. Prjónið slétt prjón og aukið í á næsta prjóni 1 lykkju sitt hvoru meg- in við miðjulykkjuna (= lyftið upp bandinu á milli tveggja lykkja og prjón- ið snúið slétt). Aukið í á þennan hátt á öðrum hverjum prjóni, alls (7) 9 sinnum = (19) 23 lykkjur. Endið með 1 prjónifrá röngu og klippiðfrá. Prjón- ið hitt eyrað eins. Fitjið upp (3) 4 lykkjur í byrjun prjóns (= bak) - prjón- ið eyrað - fitjið upp (16) 16 lykkjur (= miðja að framan) - prjónið hitt eyrað - fitjið upp (3) 4 lykkjur (= bak) = (60) 70 lykkjur. Prjónið (3) 5 prjóna slétt prjón í hring og síðan húfumunstrið (= 10 umferðir). Prjón- ið áfram með brúnu. Eftir (2) 4 prjóna er fellt af í toppinn og skipt yfir á sokkaprjóna nr. 7. *Prjónið 8 lykkjur sl. og 2 sl. saman*, endurtakið frá *- * út prjóninn. Endurtakið úrtökuna á 4. hverjum prjóni þrisvar í viðbót og síðan á öðrum hverjum prjóni 4 sinn- um þar til eftir eru (12) 14 lykkjur á prjóninum. (ATHUGIÐ: Lykkjunum á milli úrtaka fækkar úr 8 í 7 lykkjur í næstu umf. og svo í 6 lykkjur o.s.frv.) Slítið frá, dragið endann í gegnum lykkjurnar og herðið vel að og festið endann vel. FRÁGANGUR: Heklið neðst á kantinn með hvítu í kringum húfuna. Byrjið í miðju að aft- an og heklið 2 fastapinna í aðra eða þriðju hverja lykkju allan hringinn. Búið til tvær snúrur með kremuðu, u.þ.b. 30 sm langar og saumið á eyr- un. 40 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.