Vikan


Vikan - 17.10.2000, Side 46

Vikan - 17.10.2000, Side 46
öðru eins og þau væru hrædd við að minnsta snerting kæmi tilfinningum þeirra aftur í upp- nám. Á leiðinni heim reyndi Charlotte aðfinna skynsamlega skýringu á því sem hafði gerst en gafst upp á því. Annað kvöld ætluðu þau að borða saman ... hún titraði þegar hún rifjaði upp kossa hans ... ef einn kossgæti haft slík áhrif á hana hvað þá ef...? ,,Ég verð ekki í mat í kvöld," sagði Charlotte kæruleysislega við mömmu sína við morgun- verðarborðið. ,,Ég fer út að borða með ... með Daniel." Hún reyndi að láta sem ekk- ert væri en vissi að hún gæti ekki platað mömmu sína. Rödd- in var óstyrk og hún roðnaði undir andlitsfarðanum eins og skólastelpa. Mamma hennar hafði vit á því að gera enga athugasemd aðra en þá að spyrja hvort hún kæmi heim til þess að skipta um föt eða hvort hún færi beint af skrif- stofunni Charlotte sagðist ekki vera viss. Hún vonaði að hún kæm- ist heim. Hún var að vona að hún hefði tíma til þess að skipta um föt og fara í eitthvað annað en vinnufötin, kannski í kjól- inn sem hún hafði verið í þeg- ar hún fór út að borða með Söruh. Þaðværi líkagottaðgeta þvegið hárið, farið í sturtu og smurt líkamann með góðu ilm- mjólkinni sem Sarah og Tony höfðu gefið henni í jólagjöf. Hún vissi að hugsanir henn- arstefndu íhættulega átt. Hafði hún nokkru sinni farið á stefnu- mót og vitað fyrirfram hvernig kvöldið endaði, vitað að það endaði í rúminu Á háskólaárunum hafði hún verið með manni sem hún taldi sér trú um að hún elskaði. Aldrei hafði honum tekist að kveikja í henni þrá í líkingu við þá sem hún upplifði í örmum Daniels daginn áður. Nóttina áður hafði hún legið andvaka og ímyndað sér Daniel við hlið sér, ímyndað sér hendur hans, munn hans ... lyktina af líkama hans. Þau Bevan höfðu oft rætt um að lifa saman kynlífi og þær um- ræður höfðu verið líkastar því sem þau væru að ræða um kaup á fasteign. Þau höfðu á yfirveg- aðan hátt komist að þeirri nið- urstöðu að það væri ekki tíma- bært, þau vildu bíða þar til streitufu11ur lífsmáti þeirra leyfði þeim að hafa tíma til þess að þróa þá hlið sambandsins. „Þegar að því kemur skulum við leigja lítinn kastala í Frakk- landi ogeyða hverju kvöldi íást- arleikjum fyrirframan arininn," hafði Bevan sagt á dramatískan hátt. Satt að segja hafði hjarta lföðvabólga 9 Höfuðverkur 9 BlOflex seeulmeóferó hefur slegið í ræða segutpynnur í 5 stærðum sem húðvænum plástri. Ég hef kvalist af höfuðverk og vöðvabólgu í hnakka í mörg ár, reynt flest sem í boði er án árangurs. Ótrúlegt en satt að tvær segulþynnur geti breytt öllu. Mæli svo sannarlega með þeim. Kristjana Kristjánsdóttir, nemi Segulþynnurnar eru fáanlegar í flestum lyfjaverslunum, Heilsuhúsinu, Yggdrasil og Græna Torginu - Blómavali ítarlegar islenskar leiðbeiningar fylgja með og einnig liggja kynningarbæklingarframmi á sölustöoum. Upplýsingasími er 588 2334 Höfuðverkur Hnakki • Axlir • Tennisolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar • Ökklar SCANDINAVtA Dæmi þar sem BlOflex segulþynnan hefur sýnt frabær áhrif hennar ekki tekið eitt einasta aukaslag við þá yfirlýsingu. Aft- ur á móti þurfti ekki nema eitt augnati11it og litla snertingu frá Daniel til þess að hjartað virt- ist ætla að springa í brjósti hennar. Þótt hún ætti erfitt með að átta sig á tilfinningum sínum var hún samt viss um að þau Daniel ættu vel saman, bæði andlega og líkamlega. Og hann hlaut að vera hrifinn af henni, annars hefði hann ekki sagt það sem hann sagði og gert það sem hann gerði. Hún söng fyrir munni sér á leiðinni í vinnuna. Hún hlakk- aði til dagsins jafnvel þótt hún vissi að Daniel yrði við réttar- höld megnið af deginum. f kvöld yrðu þau saman. í kvöld ... en það var svo langt þangað til ... Þegar hún gekk inn á skrifstofuna sína horfði hún döpur á lokaðar dyrnar á milli skrifstofanna. Skyndilega réð hún ekki við sig, opnaði dyrnar og fór inn á skrifstofu Daniels. Skrifborðið var autt. Hún renndi fingurgómunum yfir borðið ogstólinn, lokaði augun- um og dró djúpt að sér andann. Hún var viss um að geta fund- ið lyktina af sápunni hans í gegnum lyktina af leðri og bón- uðum viði. Hún opnaði augun og hló með sjálfri sér fyrir hugs- anir sínar. Áugu hennar Ijóm- uðu og bros lék um varir henn- ar þegar hún rifjaði upp lykt- ina af húð hans þegar hann kyssti hana og hvíslaði í eyra hennar að hún væri með silki- mjúkt hár. Allt í einu opnuðust dyrnar. Charlotte sneri sér snögglega við og eftirvænting skein úr augum hennar. En það var ekki Daniel sem stóð í dyrunum. Það var Patricia Winters. ,,Hvar er Daniel?" spurði hún frekjulega. Charlotte roðnaði af reiði. Patricia kunni greinilega enga mannasiði. En svo minnti hún sig á að Patricia væri skjólstæð- ingur og sagði eins kurteislega og hún gat: ,,Hann þurfti að mæta í réttinn. Get ég eitthvað aðstoðað þig?“ ,,Mér þykir það ákaflega ólík- legt," svaraði Patricia, struns- aði út og skildi eftir sig ský af sterkri ilmvatnslykt. Charlotte opnaði gluggann til þess að losna við lyktina. Skyldu Daniel og Patricia hafa verið elskendur? Eða var það rétt sem Anne og Ginny höfðu gefið í skyn; að Patricia væri að eltast við hann en hann hefði engan áhuga? Hún gekk hugsandi inn á skrifstofu sína. Hún var búin að vinna nógu lengi með Dani- el til þess að geta sagt með sanni að hann myndi aldrei gera neitt sem honum væri á móti skapi. Hann var einfaldlega ekki sú manngerð. Hann var heil- steyptur maður. Hún hafði orð- ið að viðurkenna það fyrir sjálfri sér jafnvel meðan hún var enn þá reið út í hann, þegar henni fannst hann dæma sig rang- lega. Hún var löngu hætt að vera reið út í hann, hún vissi að hann treysti henni fullkom- lega og nú hafði hann meira að segja lýst því yfir að honum fyndist hún dýrmætur starfs- kraftur. Hann hafði líka sagst þrá hana sem konu. Charlotte leit út um gluggann og sá Patriciu ganga yfir götuna og nema svo staðar til þess að tala við mann sem kom á móti henni. Þetta ^ var hávaxinn, gráhærður mað- ur og það var auðséð á svip hennar að hann hafði sagt eitt- hvað sem var henni að skapi. Þau gengu áfram, Patricia tal- aði, og maðurinn hlustaði af at- hygli á það sem hún sagði. Charlotte settist við skrifborð- ið. Hún gat ekki hugsað sér að byrja á nokkrum sköpuðum hlut. Allt sem þú þarfnast er svolítill sjálfsagi, stúlka mín, sagði hún við sjálfa sig. Þú varst ekki ráðin hingað til þess að sitja og láta þig dreyma. Én draumarnir börðu upp á án þess að hún fengi nokkru ráðið. Athyglin rauk hvað eftir annað út í veður og vind og hún gat ekki hugsað um annað en Daniel. Hún hrökk í kút þegar sím- inn hringdi. ,,Charlotte ..." i Hún stífnaði upp þegar hún heyrði rödd Daniels. ,,Ég er á hlaupum og verð að vera stuttorður. Mig langaði bara að vita hvort þú kæmist ekki örugglega í kvöld. Það lít- ur út fyrir að ég verði við mál- flutning í allan dag og kemst llk- lega ekkert á skrifstofuna. Er það í lagi þín vegna að ég sæki 46 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.