Vikan


Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 49

Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 49
Ungt fólk, sem er að Ijúka námi og koma undirsigfótunum, er þessi dæmigerða greiðslukortakynslóð. Þetta er fólkiðsem þekkir ,,krítarkortin“ og veit til hvers þau eru notuð. Foreldrarnir nota þau eflaust líka en afar og ömmur unga fólksins hafa blessunarlega sloppið við þann vítahring sem geturfylgt greiðslukortanotkun. íslendingar eru ákaflega nýj- ungagjarnir, svo ekki sé meira sagt, og þeir virðast líka þurfa að gera allt með miklum stæl. Trúlega er greiðslukortanotkun hvergi meiri í heiminum en einmittá (slandi. Þaðervanda- samt að nota kortin svo að vel takist til og þau rústi ekki fjár- hag einstaklinga og fjölskyld- unnar. Hver þekkir ekki mán- aðamótin janúar/febrúar þegar reikningurinn frá því um jólin dettur inn um lúguna? Hversu margir sitja þá heima skjálfandi á beinunum og þora hreinlega ekki að opna umslagið? Það eru allt of margir sem eru fastir í vítahring kortanna og virðast ómögulega geta rofið hann. Öll launin fara í að borga korta- reikninginn og svo er ekkert eft- irtil að lifa af í mánuðinum sem feríhönd. Þáerkortiðafturtek- ið upp og vítahringurinn held- ur áfram. Svona getur þetta gengið í mörg ár og nánast von- laust að brjóta upp mynstrið. Fyrirtæki í landinu sjá sér líka leik á borði og bjóða upp á alls kyns fríðindi og afslátt, borgi fólk vöru og þjónustu með greiðslukortum. Smám saman Huersu djúpt ertu sokkin(n)? • Notar þú ,,krítarkort“ til þess að kaupa þér smávörur eins og t.d. matvöru, vitandi að þú eigir ekki fyrir kortareikningnum um næstu mánaðamót? • Hefur þú þurft að taka bankalán til að greiða kortareikning- inn þinn? • Fara nánast öll launin þín í að borga kortareikninginn? • Hefur þú þurft að sleppa því að borga af húsnæðislánum eða öðrum mikilvægum lánum til þess að geta greitt korta- reikninginn? Ef þú svarar þremur spurningum játandi, ættir þú að fara að hugsa þinn gang og endurskoða fjárhagsstöðuna. Það er ekkert grín að missa tökin á fjármálunum en því fyrr sem þú gerir eitthvað í málunum, því betra. Situr þú heima í myrkrinu og kvíðir því að opna næsta greiðslukorta- reikning? I j ^ \ m Náðu tökum á eyðslunni: t. Gerðu lista yfir eyðslu þína í hverjum mánuði og annan lista yfir það fjármagn sem þú hefur yfir að ráða mánaðarlega. Gættu þess að hafa útgjaldalistann mjög nákvæman þannig að sam- ræmi sé á milli launa þinna og eyðslu. Þú getur ekki borgað meira en þú aflar og því þarftu að skera niður ef útgjöldin eru meiri en innkoman. 2. Reiðufé er besta trompið. Það er ódýrara en að fá peninga að láni. Ef þig langar til að eignast eitthvað, byrjaðu þá að spara svo þú getir keypt það seinna. Vextirnir vinna með þér og þú get- ur keypt hlutina mun ódýrari með því að spara og safna fyrir þeim. 3. Þegar þú kaupir hlut með greiðslukorti þá þarftu að greiða hann innan 50 daga. Vextirnir, sem þú greiðir af notkun greiðslukortsins eru töluvert háir þannig að þú ættir að hugsa þinn gang áður en þú kaupir eitthvað með sllku greiðslufyrirkomulagi. 4. Til að rjúfa vítahringinn ættir þú ef til vill að leita til þjónustufuIItrúa í bankanum þínum og at- huga hvort þú getir fengið bankalán með lægri vöxtum en tíðkast hjá kreditkortafyrirtækjum, greiða síðan upp allar skuldir og klippa kortið. Þessi aðferð virkar ekki nema þú hættir alveg að nota kortið. Það er best að borga lánið upp sem hraðast til að greiða vextina niður. Þú get- ur líka alltaf leitaðtil Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. safnast upp dágóð upphæð sem fer í gegnum kortið í hverjum mánuði. Tískan og kortin Eflaust hafa verið gerðar rannsóknir á því hverjir nota kortin mest en hér er gengið út frá því að það sé unga fólkið (frá 20-40 ára). ,,Krítarkort“ eru ekki ný af nálinni og því er það ekki nýjungagirni íslendinga sem viðheldur vinsældum þeirra. Það virðist bara vera orð- v \ inn hluti að peningamenningu landsins að kaupa allt út á krít. Sú gamla hugsun, sem ríkti lengi, að kaupa ekki hluti fyrr en búið væri að safna fyrir þeim, er löngu úrelt og það er bara hlegið að þeim sem eiga fyrir hlutunum. Ungar konur hafa löngum verið duglegar í korta- notkuninni og samningar við líkamsræktarstöðvar, snyrtivör- ur ogtískufatnaður ersennilega stór hluti af veltu greiðslukorta- fyrirtækja, svo ekki sé minnst á bílana og öll húsgögnin sem fólk kaupir með raðgreiðslum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.