Vikan


Vikan - 17.10.2000, Síða 50

Vikan - 17.10.2000, Síða 50
Getur verið að fataskáparnir á heimilinu séu fullir af fötum sem þú ert ekki ennþá búin(n) að greiða vegna uppsafnaðra skulda? 4, . || MjM 1, í IhI éí íí \ Þessi gamla klisja: ,,Þetta reddast" einkennir oft íslensk- an hugsunarhátt og allir kann- ast við hana. Hún endurspegl- ar kannski einna best þessa gíf- urlega miklu greiðslukortanotk- un. „Mig langar svo í þetta borð, ég verð að kaupa það núna. Ég borga með kortinu og vona svo bara að ég fái lottó- vinning næsta laugardageða ég fái óvæntan arf! Ef ekki þá vinn ég bara enn þá meiri yfirvinnu í næsta mánuði." Keypti allt út á greiðslu- kort Inga er 26 ára. Hún lauk námi frá Háskólanum fyrir tveimur árum og fór beint út á vinnumarkaðinn. Hún fékk ágætisstarf en lífsstíllinn sem fylgdi nýja starfinu var einfald- lega of kostnaðarsamur fyrir hana. ,,Ég hafði veriðá námslánum á meðan ég var í Háskólanum og tókst að framfleyta mér á þeim ásamt örlltilli viðbótar- vinnu. Á meðan ég var í skóla var allt í lagi að vera í gömlum, slitnum fötum og eiga lítið inn- bú. Þegar ég fékk starf á fínni skrifstofu horfðu málin öðru- vísi við. Ég þurfti alltaf að vera mjög fínt klædd, það var hluti 50 Vikan Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna hefur verið starf- andi síðan árið 1996. Mark- mið hennar eru meðal ann- ars eftirfarandi: • aðstoða fólk, með fræðslu og ráðgjöf, við að minnka greiðslubyrði og að koma í vegfyrir frekari skuldasöfn- un. • aðstoða fólk við að létta greiðslubyrði og minnka skuldir með sölu eigna, markvissum sparnaði og breyttu neyslumynstri. • efla ráðgjafar- og leiðbein- ingaþjónustu fyrir fólk sem á í verulegum erfiðleikum með fjármál sín. • aðstoða einstaklinga við að fá heildaryfirsýn yfir fjármál sín og hjálpa fólki til sjálfs- hjálpar. • samræma aðgerðir til að leysa og fyrirbyggja fjár- hagsörðugleika fólks, • hvetja til ráðdeildar og fyr- irbyggjandi aðgerða í fjár- málum m.a. með miðlun upplýsinga. Ráðgjafastofan er til húsa í Lækjargötu 4. Þangað geta þeir leitað sem treysta sér ekki til að ræða við sinn þjón- ustufulItrúa eða geta ekki leitað annað vegna fjárhags- vanda síns. Tekið er á móti tímapöntunum alla miðviku- daga í síma 551-4485. af starfsumhverfinu. Ég fór því að kaupa mér föt og allt út á greiðslukort því launin mín nægðu aðeins fyrir mat og uppi- haldi. Ég sé núna hversu fljótt ég varð samdauna þeim viðhorf- um sem ríktu á skrifstofunni. Samstarfskonur mínar voru duglegar að kaupa fallega muni fyrir heimilið og ég fór að fara með þeim í hádeginu að kaupa hitt og þetta. Áður en ég vissi af var íbúðin mín full af falleg- um munum en eftir sat ég skjálfandi á beinunum yfir næsta reikningi. Mér fannst ég verða að gera eins og þær en ég gleymdi því að á þeirra heim- ili voru kannski tvær fyrirvinn- ur eða að þær höfðu fjárhags- legan bakhjarl, t.d. foreldrana, sem ég hafði ekki. Foreldrar mínir hafa ekkert umfram fé á milli handanna og ég hef aldrei getað leitað til þeirra eftir fjár- stuðningi. Ég fann hvernig þunglyndið helltist yfir mig þegar ég vissi að kortareikningurinn væri væntanlegur og á endanum ákvaðégaðfaratil þjónustufuII- trúans í bankanum og leita ráða. Þar hitti ég fyrir yndis- lega konu sem er algjör engill í mínum huga. Hún hjálpaði mér að gera áætlun, útvegaði mér lán og ég klippti kortið. f dag, ári eftir að ég byrjaði að vinna samkvæmt nýju fjárhagsáætl- uninni, eréglausviðallargaml- ar greiðslukortaskuIdir. Ég greiddi síðustu afborgunina af bankaláninu nú fyrir skemmstu og mér finnst ég vera ótrúlega frjáls. Ég hef strengt þess heit að falla aldrei aftur í greiðslu- kortapyttinn." Fjölshylduharmleikur Halldór er 38 ára gamall iðn- aðarmaður: ,,Við keyptum okk- ar fyrstu íbúð fyrir átta árum og áttum hana nánast skuldlausa. Égvann mikiðen konan mín var heimavinnandi með börnin okk- ar tvö. Þegar þau urðu eldri fór ég að finna hversu mikils þau þörfnuðust, eða öllu heldur, konan var alltaf að segja mér hvað þau vantaði. Það þurfti alltaf að kaupa allt nýtt, hún vildi ekki heyra á það minnst að fá eitthvað lánað eða kaupa notað eftir smáauglýsingu. Ég fann hversu illa ég réð við að borga skuldirnar, við vorum með greiðslukort sem var sífellt meira notað. Konan mín þurfti líka alltaf að vera að kaupa rán- dýr föt á sig og börnin og skildi ekkert í því þegar ég gerði at- hugasemdir við það. Á endan- um dugðu launin mín varla fyr- ir kortareikningnum en konan min varsamtfarin að vinna úti. Hún hafði þó ekki nægilegar tekjur til að geta greitt heimil- isreikningana. Á endanum seld- um við íbúðina til að minnka skuldirnar og fluttum í minna húsnæði. Konan mín gat ómögulega sætt sig við þessar aðstæður, hún kenndi mér um að hafa enga stjórn á fjármálun- um en gleymdi því að hún eyddi alltaf um efni fram. Þrátt fyrir að hafa borgað upp mikið af skuldum vorum við ennþá skuldum vafin og svo fór að við skildum. Við vorum stöðugt að rífastyfirfjármálunum. Ég leit- aði til Ráðgjafastofu heimilanna og fékk þar heilmikla hjálp. I dag er ég enn þá að borga gaml- ar greiðslukortaskuIdir en sé fram á að því Ijúki innan tveggja ára.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.