Vikan


Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 56

Vikan - 17.10.2000, Qupperneq 56
Þýðing og samantekt: Margrét V. Helgadóttir Upp nteð hendur... Margir þekkja þann leiða kvilla að verða óskaplega syfj- aðir í vinnunni, sérstaklega þeg- ar líða tekur á daginn. Margir falla í þá gryfju að fá sér rót- sterkt kaffi til þess að rífa sig upp en það er eingöngu tíma- bundin lausn. Það er nefnilega hætt við að þú verðir ennþá syf j- aðri á eftir. Það er heppilegra fyrir þig að standa upp frá skrif- borðinu og reyna að teygja úr þér ef þú ert í aðstöðu til þess í vinnunni. Snyrtingin er tilval- inn staður til að teygja úr sér og gera léttar æfingar. Þú get- ur verið fullviss um að þreytan minnkar um leið og þú hreyfir þig örlítið. Forðastu kaffivélina á leiðinni til baka. Reykingafólk skortir C-uítamín Reykingafólk er sífellt undir smásjá vísindamanna og þykir einstaklega spennandi tilrauna- hópur. Nýjar rannsóknir sýna fram á að reykingafólk skortir ýmis næringarefni og þá sér- staklega C-vítamín. Reykinga- fólk ætti þvi að huga að vítamín- skammti dagsins og bæta C- vítamíntöflum inn á listann eða gæta þess að leggja áherslu á C- vítamínríka fæðu. Og meira af reykingafólk- inu Tóbak er eins vanabindandi og heróín, staðhæfir William Hague, en hann stjórnaði rann- sókn á áhrifum þessara eitur- efna. Margir hafa skoðun á þessu málefni og menn eru ekki á eitt sáttir hvernig eigi að flokka tóbak þegar eiturefnalist- inn erannars vegar. Haguetúlk- ar niðurstöður rannsóknarsinn- ar bara á einn veg. ,,Tóbakeral- veg jafn vanabindandi og kannabisefni, heróín og kóka- ín.“ Þeir vísindamenn sem unnu að rannsókninni vilja að 'öggjafarvald í öllum heimin- um setji tóbak í sama flokk og kannabisefni. Þar með myndi tóbak flokkast sem fíkniefni og það gæti komið mörgum ríkis- stjórnum í vanda, ekki satt??? Hin Dögla meðferð Meira en 70% brjóstakrabba- meinssjúklinga reynir líka ann- ars konar lækningaaðferðir í stað hefðbundinna lyfjagjafa sem boðið er upp á í heilbrigð- iskerfinu, ef marka má niður- stöðu könnunar sem gerð var meðal krabbameinssjúklinga í Bretlandi. Flestir reyndu nál- arstungur, margir urðu sér úti um lækningajurtir, báðu bænir og sóttu styrk í gegnum and- legar bókmenntir, en fæstir sjúklinganna viðurkenndu það fyrir læknum sínum að þeir prófuðu sig áfram með óhefð- bundnum meðferðum. Einung- is einn þriðji hluti kvenna með brjóstakrabbamein ræddi um þennan möguleika samhliða hefðbundnum lækningameð- ferðum við lækninn sinn. Stór hluti kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni náði fullum bata, en sökum þess hve fáar sögðu frá því hvaða aðferðir nær not- uðu var ekki hægt að segja til um hvaða meðferð kom að mestugagni í hvert skipti. Þess- ar niðurstöður hljóta að vekja upp þá spurningu af hverju í ósköpunum sjúklingunum finn- ist þeir þurfa að leyna því fyrir læknum að þeir vilji gjarnan prófa aðrar aðferðir en þær sem teljast ,,hefðbundnar“. Yndislegt líf Brostu, hresstu þig við og lifðu lífinu lifandi! Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á, svo ekki verður um villst, að lífsgleði, bros og já- kvætt viðmót lengi lífið og bæti heilsuna. Ekki nóg með það, heldureiga hinir brosmildu líka meiri möguleika á stöðuhækk- unum, meiri árangri í íþróttum og hreinlega betra lífi í alla staði. Að sjálfsögðu geta kannski ekki allir verið sífellt brosandi en ,,Pollýönnuleikur- Hitaeiningatafla Veltir þú því stundum fyrir þér hversu lengi þú ert að brenna fæðunni sem þú lætur ofan í þig? Ef ekki, kíktu þá á þessa töflu hér að neðan og þér á eflaust eftir að bregða í brún þegar þú sérð svart á hvítu hversu langan tlma það tekur að brenna hinum ýmsu fæðutegundum. Fæðutegund Hítaeín Hreyfing Ein sellerístöng 2 Sofa í tvær mín. Ein tsk. sykur 20 Horfa á sjónvarp í 17 mín. Meöalstórt epli 50 Standa kyrr i 38 mín. Ein vatnsmelónusneiö 62 Ganga hratt (12 mín. Ein kexkaka 75 Dansa í 12 mín. Meöalstór banani 110 Spila golf í 30 mín. Ein dós af Coca Cola 135 Þrífa baðker í 35 mín. Ristað brauð með smjöri 168 Leika blak í 30 mín. Einn pakki af Rolo 275 Þrífa í 1 klst. og 13 mín. 50 g pakki af hnetum 300 Útreiðatúr í 1 klst. og 18 min. 9 stk. kjúklinganuggets 400 Þolfimi í 1 klst. og 22 mín. Stórt Marssúkkulaði 450 Hlaupa í 30 mín. 100 g mjólkursúkkulaði 529 Mála í 2 klst. og 20 mín. Hamborgari með osti og frönskum kartöflum 880 Klífa fjöll í 1 klst. og 30 mín. Fiskur og franskar 890 Badminton í tæpar tvær klst. inn“ er lykillinn að velgengni á mörgum sviðum. David Lykken, prófessor í sálarfræði, hefur rannsakað lífsgleði og jákvæðni í mörg ár. ,,Það er vel þekkt staðreynd að hamingjusamt fólk verður ekki eins oft veikt og þegar það veikist eða slasast nær það bata mun fyrr.“ Sviti lengir lífið Nýjar rannsóknir sýna fram á að fólk sem svitnar mikið (af margvíslegum ástæðum) lifir lenguroger heilbrigðara en þeir sem svitna minna. Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því hverjir eru það helst sem svitna? Jú, íþróttamenn og fólk sem hreyfir sig mikið. Þessar niður- stöðurmá rekjatil hinnarmerku menntastofnunar Harvard. Hvorki fleiri né færri en 13.500 þátttakendur sem fylgst var með í fimmtán ár sýndu fram á að þeir ,,sveittu“ sýndu síður merki um þunglyndi, reiði og streitu og lifðu betra lífi en hin- ir ,,þurru“ sem nenntu varla að hreyfa sig. Fótasueppur getur verið langlífur Hingað til hefur fótasveppur talist eingöngu vera vandamál eldra fólks en svo virðist sem þessi kvilli fari sífellt vaxandi meðal þeirra yngri. Algengustu einkenni fótasvepps eru að húð- in flagnar á milli tánna, mikill kláði myndast í húðinni og hún verður hvít og virkar ,,soðin“. Sveppur getur líka myndast í nöglum sem verða þykkar og gular. Þeir sem nota þröngan skófatnað geta átt á hættu að fá fótasvepp en sveppurinn þrífst best í raka og hlýju. Gættu þess því að fætur þínir séu ávallt svo þurrir og svalir sem framast er unnt. Helstu forvarnaraðferðir eru að ganga i opnum skóm, hirða fæturna vel og skipta um sokka daglega. Ef þér hættir til að fá fótasvepp skaltu ekki klæðast stígvélum, þéttum og uppháum skóm eða þéttum ijoróttaskóm lengur en bráð nauðsyn krefur. Ef þú kemst ekki hjá þvi að nota slíka skó skaltu láta loft leika um fæturna nokkrum sinnum á dag. Notaðu helst bómullarsokka og þvoðu þá á 60°C, þvi sveppurinn lif- ir af þvotta við lægri hita. 56 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.