Vikan


Vikan - 17.10.2000, Side 59

Vikan - 17.10.2000, Side 59
imx\ i í I i.'i'ríi 11 j hefði verið svo sterkt að hún hefði rokið á fætur og hlaupið alla leiðina heim. Hún var viss um að eitthvað hefði komið fyrir börnin og léttirinn þegar hún sá að allt var í lagi var meiri en orð fá lýst. Hún hló og gerði grín að sjálfri sér og ætlaði að fara af stað upp í safnað- arheimili aftur þegar dyrabjöll- unni var hringt. Fyrir utan stóð presturinn og hann hafði slæmarfrétt- ir að færa. Slys hafði orðið um borð í skipinu þar sem maður Dísu vann. Honum hafði skolað fyrir borð og þeir gátu ekki fundið hann. Skipstjórinn hringdi í prestinn og bað hann að tilkynna Rósu þetta því honum þótti það betra en að hún þyrfti að frétta þetta gegnum síma. Rósa kom ekki upp hljóði þegar hann sagði þetta og mér fannst eins og ég sæi alla gleðina og sjálfstraust- ið sem hafði skinið úr andliti hennar stuttu áður slokkna. Ég hljóp upp í safnaðarheimili og sótti mömmu. Á leiðinni til baka sagði ég henni frá öllu sem gerst hafði þetta kvöld og hún bað mig að segja Rósu ekki strax frá því sem við Dísa höfðum skynjað heima hjá henni þetta kvöld. Næstu mánuðir og ár voru Rósu erfið. Hversu mjög reyndi á hana veit ég ekki vel því mamma varð eftir þetta miklu frekartrúnaðarvinkona Rósu en ég. Ef satt skal segja leið mér ekki virkilega vel gagnvart Rósu eftir þetta. Ég var feimin og átti erfitt með að tala við hana vegna þess að ég vissi að hún var mjögsorgmædd. Mérfannst ég ekki vita hvað ég ætti að segja og sú staðreynd að við Dísa höfðum ekki sagt henni hvað kom fyrir okkur þetta kvöld fannst mér vandræðalegt og erfitt. f hvert skipti sem ég tal- aði við Rósu fannst mér eins og ég væri að tala við einhvern sem ég hefði logið að og var því undirleit og vandræðaleg og ég átti erfitt með að horfast í augu við hana. Nokkrum sinnum ræddi ég það við mömmu hvort við Dísa ættum ekki að segja Rósu frá kvöldinu góða en mamma bannaði það alltaf. Annar maður kemur í spil- ið Þremur árum eftir að Bjarni dó kom í þorpið okkar maður til að vinna að sérstöku verkefni. Rósa hafði unnið í frystihúsinu allan daginn frá þvf að Bjarni dó og þannig vildi til að hún var beðin að vera manninum inn- an handar og aðstoða hann við verk sín. Rósa varð ástfangin af þessum manni og hann af henni. Þegar hann hafði lokið vinnu sinni vildi hann halda aft- urtil höfuðborgarinnaren hann vildi taka Rósu með sér. Daginn sem ég kom heim i jólafrí úr menntaskólanum kom Rósa og settist í eldhúsið með mömmu til að þiggja hennar ráð um Hugboð Rósu hafði verið svo sterkt að hún hefði rok- ið á fætur og hlaupið alla leiðina heim. hvort hún ætti að fara eða ekki. Rósa var svolítið hrædd við að fara í burtu frá öllum sem hún þekkti og byrja nýtt líf. ( stað þess að tala um að menn yrðu að taka áhættu í lífinu kallaði mamma á mig og bað mig að segja Rósu frá því sem við Dísa fundum fyrir þetta kvöld. Þeg- ar ég var búin að segja söguna sagði mamma: „Bjarni kom og kvaddi þetta kvöld og lét bæði þig og börnin vita hvað komið hafði fyrir svo ég held að þér sé óhætt að kveðja líka.“ Rósa fór með manninum og þau hafa það mjög gott sam- an. Ég hef aldrei upplifað neitt dularfullt eða yf irski Ivitlegt síð- an og er satt að segja mjög feg- in því en hins vegar trúi ég vel þeim sögum sem aðrir segja mér af svipaðri reynslu því ég hef sjálf reynt að dulrænir at- burðir eiga sér stað. Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Pér er vel- komiö að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. 1 IfimilÍNÍimoiit er: Vikun - ..l.íisrer nsliisu^;l“, Seljnvej’ur 2, 101 Reykjavík, Nctlant;: vikaii@t'rodi.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.