Vikan


Vikan - 05.12.2000, Page 14

Vikan - 05.12.2000, Page 14
Margir muna eflaust eftir því að í fréttum sjónvarpsstöðva í kring- um Menningarnótt Reykjavíkur í sumar var oft talað við laglega, Ijóshærða konu sem reyndist veraframkvæmdastjóri þessa menn- ingarviðburðar. Konan erHrefna Haraldsdóttirframhaldsskólakenn- ari og hún er alls enginn nýgræðingur í menningarstarfi þótt hún hafi ekki verið mjög áberandi í fjölmiðlum fram að þessu. Hvemig kom þaðtil að íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð tók þaðað sér að skipuleggja Menning- arnótt í Reykjavík? „Það getur verið gaman að prófa eitthvað nýtt og svona tarnavinna er líka skemmtileg. Ég hef líka lengi haft áhuga á menningarmálum og hef verið viðloðandi slíka starfsemi af og til í gegnum tíðina alltfrá því að ég var framkvæmdastjóri Stúd- entaleikhússins. Síðar rak ég Kaffileikhúsið sumarlangt ásamt vinkonu minni. Við leigð- um reksturinn, hún sá um veit- ingarnar og ég um að draga áhorfendur inn í húsið. Það var mjög líflegt sumar og mikið um að vera í húsinu, m.a. var þá í fyrsta sinn hér á landi reynt „uppistand" þegar Hallgrimur Helgason kom þar fram sem grínisti. Upphafið að því að ég tók að mér framkvæmdastjórn Menn- ingarnæturinnar má eiginlega rekja til þess að ég hitti Önnu Margréti Guðjónsdóttur úr verk- efnastjórn Menningarnætur í boði og hún sagði mér að það vantaði framkvæmdastjóra og hvatti mig til að sækja um. Ég gerði það og sá um fram- kvæmdastjórnina í fyrsta sinn það ár, árið 1999, og var því að vinna þetta starf í annað skipti í ár. í fyrra sinnið öðlað- ist ég fína reynslu og kom á samböndum sem ég naut auð- vitað góðs af í sumar. Starf framkvæmdastjóra er skemmti- Viðtal y

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.