Vikan


Vikan - 05.12.2000, Side 20

Vikan - 05.12.2000, Side 20
Samskipti kynjanna nersónuleika Ertu bjartsýnismaðurP Ég hef gaman af því að skipuleggja það skemmtilega sem ég á í vændum. Ég er vingjarnleg(ur) og sé eitthvað gott í öllum. Ég hef verið sökuð/sakaður um að gefa ekki gaum að tilfinningum og erfiðleikum annarra. Það er eitthvað við orðið „skuldbinding" sem mér líkar ekki. Ég lít á það sem skyldu mína að sjá til þess að öllum líði vel. Ég vil hafa alla góða. Ég hef verið sökuð/sakaður um að taka of mikið að mér og gefa fólki ekki nógan tíma. Ég er góð(ur) í að skipuleggja hlutina en á oft í erfiðleikum með að framkvæma þá og Ijúka þeim. Ég get ekki hugsað mér að vinna með einhverjum sem gagnrýnir mig. Ég beiti persénutöfrum mínum til þess að komast í gegnum erfiðar aðstæður. Bjartsýnismaðurinn Sjöurnar brosa stöðugt og eiga auðvelt með að koma auga á björtu hliðarnar. Þær hafa aftur á móti þann galla að loka aug- unum fyrir öllu því sem óþægilegt er og hafa tilhneigingu til þess að hlaupast frá erfið- leikum. Margir líta svo á að sjöurnar séu yfirborðskenndar vegna þess að þær brosa alltaf í gegnum tárin. Sjöurnar eru góð- ar í að skipu- leggja boð fyrir vinina en ekki eins góðar í að fylgja skipu- laginu eftir. Þær til að lofa sér á marga staði einu og pirra fólk með því að koma of seint eða allsekki. Sjöur eru satt að segja ákaflega uppteknar af sjálf- um sér. Sjöurnar þurfa að læra að slappa af. Þær geta öðlast meira innsæi með því að reyna að setja sig í spor annarra, jafnvel þótt það þýði að þær þjáist pínulítið. Þær þurfa líka að læra að taka afleiðingum gerða sinna. Þú getur hjálpað sjöunum með því að láta óánægju þína í Ijósi þegar þær koma aftan að þér og svíkja gefin loforð. Reyndu að fá þær til þess að skilja að framkoma þeirra er oftar en ekki flótti frá raunveruleikanum. 20 Vikan Ertu stjórnsöm/-samurP Ég tel mig ekki komast í gegnum lífið nema vera „töff“. í raun og veru er ég tilfinningavera. Það eru bara ákaflega fáir sem vita það. Ég þoli ekki fólk sem barmar sér og finnst það hafa farið varhluta af öllu því góða í lífinu. Ég veit hvernig á að gera hlutina. Það er mér að mæta ef einhver gerir eitthvað á hluta þeirra sem mér þykir vænt um. Ég er fljótur að afgreiða vandamálin og þoli ekki tvíræðni. Ég þarf ekki endilega að halda um stjórntauminn, en ég geri mér grein fyrir því að ég er góður stjórnandi og tek stjórnina fúslega að mér. Ég þoli ekki þegar einhver reynir að stjórna mér og neita því að láta ráðskast með mig. Ég er ekki hræddur við að segja hug minn til þess að hreinsa andrúmsloftið. Stjórnandinn Átturnareru heiðarlegar, duglegar og fljót- ar að afgreiða hlutina. Þær þola ekki yfir- læti eða fólk sem þykist vera yfir aðra haf- iðog forðast samskipti við þannigfólk, jafn- vel þótt það geti komið sér illa. Sumar átt- ur eru bölvaðar frekjur og aðrar eru snill- ingar í því að ráðskast með fólk en þær bera alltaf virðingu fyrir þeim sem þora að standa uppi í hárinu á þeim. Áttur eru óhræddar við að vernda lítilmagnann og margar áttur taka þátt í baráttu gegn óréttlæti. Áttureru sterkir persónuleik-,1 ar en gera sér ekki alltaf grein fyrir' því hvenær þær fara yfir strikið. Átturnar þurfa að læra að dæma fólk ekki um of og viðurkenna þegar þær hafa fólk fyrir rangri sök. Þú getur hjálpað áttunum með því að segja hug þinn þegar þær særa þig og gera lítið úr þér. Stundum getur verið erfitt að fá þærtil þessaðskilja þitt sjón- armið en það er betra að eyða tíma í það held- ur en burtu. ganga Erlu sáttasemjarí? Ég skil ekki hvernig fólk nennir að æsa sig yfir smámunum. Ég stend mig oft að því að vera farin(n) að hugsa um eitthvað allt annað þegar fólk er að tala við mig. Ef eitthvað hefur komið mér úr jafnvægi hugsa ég gjarnan sem svo: Eftir tíu ár skiptir þetta engu máli. Ég er þægileg(ur) í umgengni. Ég er næm(ur) á líðan annarra og breyti oft fyrirætlunum mínum svo þeim geti liðið betur. Ég stæri mig af því að halda yfirleitt ró minni. Sjálfselska er ekki eitt af mínum vandamálum. Ég er oft fengin(n) til þess að leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum. Mér hættir til þess að velja auðveldustu leiðina. Ég flý hluti sem ég nenni ekki að eiga við með því að horfa á sjónvarp, hitta fólk og fleira í þeim dúr. Sáttasemjarinn Níureru vingjarn legar og rólegar og hafa róandi áhrif á þá sem í kringum þær eru. Það að til þeirra til þess að sætta þá sem deila. Að þeirra mati er fátt í tilver- unni sem skiptir miklu máli og þess vegna virðast sumar níur latar. Aðrar kunna kúnstina að láta líta svo út sem þær hafi alltaf mjög mikið að gera, en í raun og veru æða þær úr einu í annað í stað þess að vinna skipulega að því sem þær ættu að vera að gera. Níurnar eiga auðvelt með að missa sjónar á því sem er þeim mikilvægt og gera margt í fljótfærni án þess að velta fyr- ir sér afleiðingunum. Þær kunna best við gamla vini og gamla siði og eiga það til að skríða inn í skel sína. Níurnar verða að læra að oft sé betra að setja sjálfan sig i forgangsröð og hætta að byrgja tilfinningarnar inni. Þú getur hjálpað níunum með því að benda þeim á það sem raunverulega skipt- ir máli.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.