Vikan


Vikan - 05.12.2000, Page 40

Vikan - 05.12.2000, Page 40
Handavinna Falleg olaros til að mála Þessi fallega jólarós er kjörin á jólagjafir eða jólaskraut. Jólarósina má mála á öskjur, í glugga (eða á annað gler), á tau eða bara hvar sem vill. Munstrið er dregið upp í gegnum smjörpappír, kalki- pappír lagður undir og munstrið þannig fært yfir á hlutinn sem á að mála. Það er auðvelt að stækka og minnka munstrið í Ijósritunarvél. Hér eru notaðir etlirtaldír litír: dökkrauður (t.d. apple spice) svargrænn (black green) dökkgrænn (forest green) mintugrænn (mint green) m.a. í doppurnar Ijósgulur (vanilla) gylltur svartur (í útlínur og til að skyggja með) (athugið að fá leiðbeiningar um festiefni við litina þar sem þeir eru keyptir). Til að gera doppurnar í grunninn er nátt- úrusvampur vættur með mintugrænum lit og „dúppað" yfir hlutinn (t.d. vestið). Málið fyrst útlínurnar með svörtum lit. Málið síðan rauða grunnlitinn og skyggið með svörtu við kantana. Málið því næst miðju rósarinnar með svörtu, Ijósgulu og gylltu. Þá er komið að blöðunum. Notið svar- grænan lit ígreni, stöngla og utan með blöð- unum. Máliðsíðan innan íblöðin meðdökk- grænum, Ijósgulum og gylltum litog skygg- ið eftir þörfum. \

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.