Vikan


Vikan - 05.12.2000, Síða 51

Vikan - 05.12.2000, Síða 51
Tannskraut er það nýjasta í líkamsskreytingum. ódýrara en það kostar frá tæp- um tvö þúsund krónum og upp í fjögur þúsund." Vekur athygli og áhættan engin Stöllurnar eru orðnar vanar því að fólk góni á þær og spyrji hvað þær séu eiginlega með á tönninni. „Þaðeróhættaðsegja að tannskrautið veki athygli og langflestum finnst þetta mjög töff,“ segja þær og brosa svo skín í gullið. „Það er hægt að fá alls kyns form og myndir eins og hjarta, dropa, playboy-kanínu, súperman-merkið, höfrung og akkeri. Skrautiðerfestátönnina hjá tannlækni, kostar um þrjú þúsund krónur og getur enst í nokkur ár. Síðan er auðvitað hægt að taka það af aftur hvenær sem fólk vill.“ Sólveig Þórarinsdóttir tann- læknir segir enga hættu sam- fara því að festa tannskrautið á tönnina eða hafa það á henni og það sé alveg sársaukalaus aðgerð. „Yfirborðið á glerungn- um er ætt með sýru, þannig að festa fáist fyrir lím sem sett er á milli tannar og tannskrauts. Límið er svipað því sem er not- að í tannréttingum og undir plastfylIingar í framtönnum. Það er alveg hættulaust og inni- heldur flúor sem verndar einnig glerunginn." Hægt að taka af Aðspurð segir Sólveig að þeg- ar skrautið er tekið af tönninni þá eigi ekki að koma fram neinn litamunur. „Tannskrautið er límt ofan á tönnina og því er smábrún á milli tannar og tann- skrauts þar sem tannsýkla get- ur sest að ef tennurnar eru ekki burstaðar nógu vel. Það er því mjög mikilvægt, eins og alltaf, að hirða vel um tennurnar og gæta þess að það sitji engin tannsýkla í kringum skrautið. Skrautiðgeturenst jafnlengi og tannréttingartæki eða í um 1- 2 ár. Það er þó ekki ráðlegt að vera að tyggja harða hluti eins og gulrætur og harðfisk með skreyttri tönn. Ef fólk vill taka skrautið af þá getur tannlækn- ir losað það á einfaldan hátt og pússað límið af og allt verður eins og áður,“ segir Sólveig að lokum. Vikan 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.