Vikan


Vikan - 05.12.2000, Side 53

Vikan - 05.12.2000, Side 53
il hún var og því til sanninda- merkis er að Stork klúbburinn í New York, sem þekktur var fyr- ir flest annað en strangar regl- ur um framferði gesta, setti hana I bann eftir að hún lenti í slagsmálum þar innan dyra. Leonore var ekki síður heill- uð af stálmanninum en hann af henni og hann hafði varla yf- irgefið borgina sem aldrei sef- ur þegar hún flaug á eftir hon- um niður til Los Angeles. Ge- orge sleit sambandi sínu við Toni sem var allt annað en sátt við þau málalok. Hún talaði illa um George á bak og fljótlega fór sími hans að hringja á næturnar en þegar leikarinn svaraði var umsvifalaust skellt á. Toni rændi líka hundinum hans en skilaði honum aftur innan nokk- urra daga. Alvarlegasta atvikið varð í apríl 1959 þegar George var á ferð í jagúarbifreið sinni og missti stjórn á henni og ók á staur. Bifvélavirki sem skoð- aði bílinn eftir slysið komst að því að nánast enginn bremsu- vökvi var eftir á bremsunum. Hann fann þó ekki neina aug- Ijósa orsök lekans og gat sér þess til að einhver hefði tapp- að vökvanum af bremsunum. Aðfaranótt 16. júní héldu Le- onore og George samkvæmi á heimili sínu. Margir gestir voru í húsinu og flestir meira eða minna drukknir. Leonore var fræg í New York borg fyrir það hversu villt partí hún hélt og yfirleitt stóðu þau yfir alla nótt- ina. Reeves virðist hafa verið heldur minna fyrir skemmtanir af þessu tagi í það minnsta kom hann niðurtil að kvarta viðgest- ina undan hávaðanum. Hann hélt síðan aftur upp á efri hæð- ina og skaut sig eða það sagði Leonore við lögregluna. En það varýmislegt undarlegt við þessa atburðarás og margt var öðruvísi en búast mætti við hefði verið um sjálfsmorð að ræða. Skrýtið sjálfsmorð Það er ákaflega sjaldgæft að menn kjósi að drepa sig þegar samkvæmi er í fullum gangi á heimili þeirra og húsið fullt af gestum. Auk þess fannst Geor- ge liggjandi nakinn á bakinu í svefnherbergi sínu. Langal- gengast er að menn falli fram á andlitið eftir að þeir skjóta sig og gildir þá einu hvar kúlan hittir. Kúlugatið var á gagnaug- anu en engin brunasár voru í kringum það af völdum heits púðursins sem óhjákvæmilega koma þegar menn eru skotnir af stuttu færi. Engin fingraför fundust á byssunni sem notuð var til að skjóta hann og lögregl- an fann marbletti á líkama hans sem ekki var hægt að skýra. Þegar leitað var í húsinu síðar og gólfteppinu í svefnherberg- inu rúllað upp fundust kúlugöt í gólfinu undir því. Allt voru þetta atriði sem lögreglan hefði viljað fá skýringar á en engar fundust. Sumir telja að Leonore hafi skotið Reeves í bræði vegna þess að hann hafði neitað að giftast henni en í bók um þessa atburði eftir Sam Kashner og Nancy Schoenberg er leitt að því líkum að Toni Mannix hafi staðið á bak við drápið. Þau álita að afbrýðisemi Toni hafi verið slík að hún hafi ráðið einn af ógeðfelldari samstarfsmönn- um manns síns til að drepa Ge- orge og honum hafi tekist að laumast óséðum inn í húsið og upp í svefnherbergi leikarans. Þessari kenningu til stuðnings nefna þau þá staðreynd að nokkriraf nágrönnunum heyrðu bíl aka í burtu frá húsinu skömmu eftir að skothvellirnir glumdu um nágrennið. Flestir vina Reeves trúðu því ekki að hann hefði drepið sig. Þeir fullyrða að hann og Leonore hafi þvert á móti verið farin að skipuleggja brúðkaup og hann ætlað að snúa sér að leikstjórn. Svo virðist einnig vera að ein- hverjum hafi verið í mun að koma í veg fyrir að sannleikur- inn um dauða Súpermanns kæmi í Ijós því þegar móðir hans réð Jerry Giesler, frægan lög- fræðing í Hollywood, til að graf- ast fyrir um málið hringdi hann í hana eftir mánuð og kvaðst ekki geta haldið málinu til streitu. „Það er hættulegt fólk flækt í þetta mál nokkuð sem þú vilt ekkert vita um," sagði hann við hana þegar hann af- þakkaði starfið. Blaðamaður nokkur reyndi einnig að graf- astfyrir um hvernigdauða hans hefði borið að höndum og komst þá að því að allar myndir sem teknar höfðu verið af líkinu og notaðar af réttarlæknum voru horfnar. George Reeves var brenndur að eigin ósk og aska hans er grafin í Pasadena kirkjugarðin- um. Það verður að teljast kald- hæðnisleg örlög að þessi mað- ur, sem festist gegn vilja sín- um í hlutverki mannsins sem fór hraðar yfir en byssukúla og var svo stálharður að kúlur unnu ekki á honum, skyldi falla fyrir byssukúlu. Móðir hans kaus honum auk þess grafskriftina: „Hér hvílir ástkær sonur minn - Súpermann". Vikan 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.