Vikan


Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 54

Vikan - 05.12.2000, Qupperneq 54
texti: Gunnnhildur Lily Magnúsdóttir Heilsa Lítil ráð se,m vega i w Gerðu þér grein fyrir hvað „einn skammtur," er stór. Einn skammtur af kjúklingi, kjöti eða fiski á ekki að vera stærri en spilastokkur. Einn skammt- ur af grænmeti er á stærð við tennisbolta og einn skammtur af osti er á stærð við dómínókubb. Fáðu þér hálfan skammt á diskinn ef þér hætt- ir til að fá þér tvisvar á diskinn. Það er aldrei að vita nema það henti þér betur að borða tvo hálfa skammta í stað eins heils. Fylltu diskinn af litríku grænmeti. Það er hollt og svo lífgar það upp á málsverðinn. Borðaðu af minni diski heldur en þú ert van- ur/vön. Þannig blekkir þú hugann ogskammtar þér sennilega minna en ella. Tyggðu matinn vel. Þetta er gömul speki sem margir reyna að innprenta börnum sínum en á ekki síður við um fullorðið fólk. Gerðu hverja máltíð að viðburði. Ekki borða við skrifborðið I vinnunni. Farðu eitthvað annað og settu rólega tónlist á þegar þú borðar. Þá borðar þú hægar og nýtur matarins betur. Skildu nokkra bita eftirá diskinum þartil þú hef- ur lært að hætta að borða þegar þú ert orðin(n) saddur/södd. Fáðu þér ferskan ávöxt eftir matinn í stað þess að drekka ávaxtasafa á meðan þú borðar. Ávöxt- urinn er lengur að meltast en safinn og í honum eru meira af trefjum. Ef þú ,,verður“ að fá þér óhollt snakk eins og kartöfluflögur eða aðra óhollustu skaltu skammta þér á lítinn disk í stað þess að hella öllu í skál eða háma hugsunarlaust upp úr pokanum. Blekktu magann með því að drekka vatn fyrir og með mat. Vatnið er nefnilega ekki bara gott fyrir líkamsstarfssemina heldurgefur það þér vissa fyllingu í magann. Fáðu þér eina skeið af hnetusmjöri ef þig lang- ar óstjórnlega í sykur. Flnetusmjörið er sætt á bragðið og ein skeið af því slær víst betur á syk- urþörfina en heilt súkkulaðistykki. Ekki ákveða að fara I svo stífa megrun einn dag- inn að þú springir á limminu og liggir í súkkulaði og öðrum sætindum næsta dag. Gerðu öllum á heimilinu grein fyrir því að þú ætl- ir þér að taka upp hollari lífshætti. Það er engin ástæða til að skammta allri fjölskyldunni einung- isgulræturog vatn en ef henni þykir virkilega vænt um þig styður hún að minnsta kosti við bakið á þér á leið þinni til hollara lífs. Það er ýmislegt hægt að gera til að koma í vegfyrir flugþreytu og önnur óþægindi eins og ein- beitingarleysi og minnistap sem fylgt geta ferðalögum til útlanda. Hér koma nokkur góð ráð sem ættu að sjá til þess að þið verðið hress þegar á áfanga- stað er komið og tilbúin að leita uppi lífsins lystisemdir I fram- andi landi. Borðið ekki mat eða drykki sem innihalda koffín, s.s. kóla- drykki, kaffi, svart te og súkkulaði fyrren líkaminn hef- ur aðlagast nýjum aðstæðum, venjulega eftir 1-2 daga. Takmarkið eða sleppið alveg neyslu áfengis á meðan á flug- ferðinni stendur og fyrst á eft- ir þegar á áfangastað er kom- ið. Drekkið mikiðaf vatni og ver- ið í þægilegum fötum og opn- um skóm. Flugferðir geta þurrkað upp líkamann en einnig valdið bjúg hjá sumum. Borðið prótínríka fæðu á morgnana, t.d. fitusnauðar mjólkurvörur, fisk eða beikon til að ná uppi þreki og kolvetnis- ríka fæðu, t.d. pasta, græn- meti, ávexti, brauð og hrís- grjónarétti á kvöldin til að hjálpa ykkur að sofna. Notið rakakrem óspart til að koma í veg fyrir að húðin þorni óeðlilega, jafnvel þótt þið séuð ekki að fara til sólarlanda. Breytingar á loftslagi geta haft slæm áhrif á húð og hár og því er rétt að hugsa vel um húðina og hárið á ferðalögum og taka góð bætiefni, t.d. b-vítamín, til að líta sem best út. 54 Vikan i i Algengt er að fólk langi í eftirfarandi fæðutegundir þegarskorturerá einhverj- um bætiefnum eða steinefnum. Bananar Þegar maður er óeðlilega sólginn í ban- ana getur ástæðan verið sú að líkaminn vantar kalíum. Fólk sem notar þvagræsi- lyf eða kortisón er I sérstakri hættu og ætti því að gæta vel að sér ef löngunin í ban- ana verður mikil. Ostur Langi þig í ost án þess að vera sér- staklega mikið fyrir ost er ástæðan líklega sú að þig skortir kalk og fosfór. Þá er t.d. gott að borða spergilkál sem er auðugt af kalki og fosfór en inniheldur hins veg- ar miklu færri hitaeiningar en ostur. Smiör og olíur Grænmetisætur langar oft í smjör og ol- íur því þær fá oft mjög lítið af mettaðri fitu úr mat sínum. Á hinn bóginn er mögulegt að löngunin í sérsaltað smjör stafi einungis af löngun í salt. ÍS Þótt kalkinnihald íss sé hátt langar flesta í ís vegnasykurinnihalds hans. Syk- ursjúklingar og þeir sem þjást af lágum blóðsykri langar oft óskaplega mikið í ís. Önnur kenning segir hins vegar að fólk sem eróöruggt meðsig borði ístil aðend- urheimta öryggistilfinningu bernskunnar. Súkkulaði Súkkulaði er mjög líklega efst á óska- lista margra er þeir eru spurðir um hvaða fæðutegund þá langi mest í. Löngun í súkkulaði stafar m.a. af sykur- eða koff- ínfíkn. Þeir sem haldnir eru sterkri súkkulaði- eða sykurflkn ættu að taka krómtöflur. Kóladrykkir Löngun í kóladrykki stafar yfirleitt af sykur- eða koffínfíkn eins og súkkulaði- löngunin. Kóladrykkjafíklar ættu því einnig að taka krómtöflur þegar löngun- in verður mikil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.