Menntamál - 01.03.1935, Page 4
2
Ásgeir Ásgeirsson.
MENNTAMÁL
Ásgeir Ásgeirsson hef-
ir verið útgef. Mennta-
mála frá því ritið hóf
göngu sína. Hann liefir
á ýmsan hátt verið ná-
tengdari kennurum en
öðrum stéttum þjóðfé-
lagsins. Ungur byrjaði
hann kennslu í kennara-
skólanum og kynntist þá
kennaraefnum, varð síð-
ar fræðslumálastjóri og
útgefandi Menntamála.
Hefir hann á annan ára-
tug tekið mikiun þátt i
málum, er kennarastétt
varða, ekki einungis sem
yfirmaður, heldur einnig sem félagslegur leiðheinandi.
Og þó að Inmn hafi tekið að sér umfangsmikil störf
og emhætti á stjórninálasviðinu, hefir hann aldrei horf-
ið frá fræðslumálunum. Á fyrstu starfsárum sínum
vakti hann sérstaka athygli á sér fyrir „Ivver og
kirkju“, ritgerðir, er fyrst komu i landsmálablaði, en
voru síðan sérprentaðar. „Kver og kirlcja" ber hinum
unga höfundi vitni um gáfur, víðsýni, góðvilja og rit-
höfundarhæfileika mikla. Eftir lestur „Kvers og kirlcju“
fannst mér þessi liöfundur vera til foringja fallinn.
En síðan hefir Ásgeir ekki ritað hælcur. Hann Jiefir
skrifað fjölda ritgerða um stjórnmál og flutt mörg er-
indi, sem hera þess merlci, að hann býr yfir mætti
orðsins. Þess vegna salcna eg ])ess, að liann hefir elclci
gerzt mikilvirkari rithöfundur en raun hefir á orðið.
G. M. M.