Menntamál - 01.03.1935, Qupperneq 11
MENNTAMÁL
9
telur hann þær órjúfanlegar. En smátt og smátt tileink-
ar liann sér reglurnar betur og betur, og að sama skapi
finnur hann til þeirra sem frjálsra, gagnkvæmra sam-
þykkta. Það er heldur ekki nema eðlilegt, að leyndar-
dómsfull virðing fyrir lögum lialdist í hendur við ófull-
komna þekkingu og framkvæmdir á innihaldi þeirra,
en skynsamlegri og vel rökstuddri virðingu fylgi full-
komin framkvæmd hverrar einustu reglu. Það sýnist því
vera um að ræða tvennskonar virðingu fyrir reglunum
samsvarandi tvennskonar félagslegri hegðun.
Piaget hendir á, liversu geysilega mikla þýðingu þess-
ar niðurstöður kunni að hafa fyrir þekkingu á siðgæðis-
lifi barna og þar af leiðandi fyrir siðgæðisuppeldið. Er
elcki þarna t. d. að finna skýringuna á því, hvers vegna
börn á vissum aldri eru hvorltveggja i senn, auðsveip
og undirgefin við foreldra og kennara og fjarri að fram-
fylgja fyrirmælum þeirra og siðaboðum? Og er ekki í
jafnræðis-samvinnunni milli fullorðins og barns, að svo
miklu leyti, sem hún er möguleg, og að þvi leyti, sem
hún er gerð auðveldari með samvinnu barnanna sjálfra,
að finna lykilinn að því, hvernig hægt er að gera siða-
boð að innri samvizkuboðum hvers einstaklings?
Réttlinuhyggju mætti nefna það hugarviðhorf, algengt
meðal barna, sem telur dyggðina og þau verðmæti, er
við hana eru tengd, sem sjálfstæðan veruleika, óháðan
innræti einstaklingsins og kringumstæðum livers augna-
bliks. Eitt höfuðeinkenni réttlínuhyggjunnar er það, að
hún álítur allar athafnir góðar, sem gerðar eru af hlýðni
við reglu eða jafnvel skipun fullorðins manns, án tillits
til þess, hvað skipað er. En allar athafnir, sem ekki eru
í samræmi við þær reglur, eru vondar. Hið góða er þess
vegna hlýðni, og eklcert annað.
1 öðru lagi krefst réttlínuhyggjan þess, að farið sé eftir
bókstaf siðaboðanna fremur en anda þeirra.
Þriðja einkenni réttlinuhyggjunnar er hlutræn ábyrgð-