Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 13

Menntamál - 01.03.1935, Page 13
MENNTAMÁL 11 pabba. Lygin er eitthvað hræðilega ijótt, eitthvað, sem ekki má segja, „af þvi að guð vill ekki að við svndg- um“. Eða „af því að þá verð eg flengdur" o. s. frv. En það er með þetta eins og leikreglurnar, að það er ekki nóg að viðurkenna reglu órjúfanlega, hvort sem liún fel- ur í sér boð eða bann, til þess að skilja hana og vera fær um að beita lienni réttilega, og meira að segja: Því órjúfanlegri sem barnið álitur regluna, þeim mun ófær- ara getur það verið um það, að beita lienni réttilega. Þess vegna vill það stundum fara svo, að eftir þvi sem börn- in eru ávítuð meira, t. d. fyrir að segja ósatt, þvi erfið- ara veitist að venja þau af því. En hvernig fara börnin að þroskast upp úr réttlínuhyggjunni, m. ö. o. á hvern hátt læra þau að meta siðagildi athafna sinna og ann- arra, eftir tilganginum, sem þær eru unnar i? Svarið er ótvírætt, að þeim lærist það fyrir gagnkvæma samvinnu við jafningja, jafnaldra og fullorðna, sem tekst að um- gangast þau sem jafningja. Það er t. d. mjög greinilegt i sambandi við ósannsöglina, að um leið og börnin finna til innri þarfar til að skiptast á hugsunum við aðra, þá fá þau einnig þörf fyrir að segja satt, og læra að skilja félagslega þýðingu sannsöglinnar, en fvrr ekki. Þá fara þau að svara spurningunni: „Hvers vegna er ljótt að segja ósatt?“ á þessa leið: „Af því, að ef allir segðu ósatt, þá vissi enginn hverju mætti trúa.“ „Af því, að þá væri ekki lengur hægt að treysta manni.“ „Af því, að þá trúa strákarnir ekki næst, því sem maður segir þeim.“ Þá kem eg að rannsóknum Piaget á réttlætishugmynd- um barna. Sá þáttur rannsóknanna er e. t. v. sá merk- asti, en enginn kostur að gera grein fyrir honum i mjög stuttu máli. Hér skal aðeins drepið á niðurstöðurnar, sem eru í fám orðum ])essar: í sambandi við hugmynd- ina um réttlæti, finnast tvö gagnstæð siðgæðisviðhorf, sama eðlis og þau, sem áður er vikið að. Annarsvegar

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.