Menntamál - 01.03.1935, Qupperneq 19
MENNTAMÁL
17
mun í fyrslu liafa hneigzt að grasafræði, en fljótt sá
liann, að meira gagn var liægt að vinna með þvi að
helga sig skordýrafræðinni, þar sem hinn undursam-
legi lieimur var þvi nær órannsakaður.
Geir Gígja er fæddur 5. nóvember 1898. Ilann ólst
upp í Vatnsdalnum, einliverjum friðasta fjalldal á fs-
landi. Skammt frá bænum Marðarnúpi, þar sem hann
átti heima, er Marðarnúpsgil. Stefán Stefánsson skóla-
meistari sagði um gil þetta, að það væri fjölskrúðug-
asti blómareitur, sem hann hel'ði komið í. Gilið dró Geir
lil sín öllum stundum og liugfangaði hann. Þar kynnt-
ist hann samlífi blóma og skordýra, og' þegar ungt fólk
fór í skemmtiferðir á sunnudögum, dvaldi liann í gil-
inu eða fór i söfnunarferðir á aðra staði. Þá var hann
15—20 ára. Á öllum tímum var hann svo vakinn og sol-
inn í þessu, safnaði á sumrúm, en grúskaði í bókum
að vétrinum, skril'aði upp og lærði. Hugur iians lmeigð-
isl einnig að íþróttum, sérstaklega lagði liann stund á
hlaup og stökk, varð um skeið einhver þekktasti hlaup-
ari á landinu og vann alls yfir 50 verðlaun á ýmsum
mótum, þar af meira cn helmingur 1. verðlaun. Setti
hann þá nokkur met í hlaupum. Hann hafði, lieima i
svcit sinni, unnið flest verðlaun á allsherjarmóti ]iar
nyrðra. Þetta ýtli undir hann til þess að leggja veru-
lega rækl við íþróttir. Telur hann iþróttaiðkanir sín-
ar hafa stælt vilja sinn og gjört sér ómetanlegt gagn
viðvíkjandi þeim hugðarefnum og störfum, sem hann
nú einbeitir sér að. — Hér syðra stundaði hann nám
i kennaraskólanum. Kenndi síðan nokkur ár liér i
Reykjavík. En árið 1929 fór hann i kennaraháskól-
ann í Danmörku og dvaldi þar eitt ár við nám. Lagði
hann stund á náttúrusögu, dýrafræði, grasa- og jarð-
fræði. Eftir heimkomu sína byrjaði hann verulega á
rannsóknum sínum og ferðalögum. Hefir hann undan-
farin sumur ferðast um Reykjanesfjallgarðinn, Austur-
2'