Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Qupperneq 24

Menntamál - 01.03.1935, Qupperneq 24
22 MENNTAMÁl, Svar Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskólans. Þa'ð liggur ekki svo opiÖ fyrir að svara slíkri spurningu sem þessari. Eg geri ekki ráð fyrir, að spyrjandi ætlist til, að svarið sé miðað við sérskóla, enda yrðu svörin þá æðimörg, þar eð hver sérskóli verður að hafa um það sínar sérstöku reglur. Spurningin mun fyrst og fremst eiga við þá skóla, sem taka við af barnaskólum. En þeim virðist mér mega skipta í tvo aðalflokka: i) Skólar, sem veita almenna framhaldsmenntun, svo sem gagnfræðaskólar, er taka við nemendum þegar að af- loknu barnaskólanámi, eða liéraðsskólar, sem taka nemendur nokkru eldri. 2) Skólar, sem taka við nemendum á fermingar- aldri. til undirbúningsnáms undir hærri sérmenntun. í þessum síðara flokki eru hér á landi tæpast aðrir skólar en mennta- skólarnir tveir og einn gagnfræðaskóli, sem býr nemendur undir nám í lærdómsdeild menntaskólanna. Um val nemenda í fyrra flokkinn, gagnfræðaskóla og hér- aðsskóla, þarf ekki að fjölyrða. Svo framarlega sem þeir skól- ar uá tilgangi sínum að veita gagnlega og nauðsynlega mennt- un við allra hæfi, er æskilegast að þá sæki sem allra flestir, t. d. að svo sé um hnútana búið, að sem fæstir þurfi, vegna fátæktar, að fara á mis við þá menntun, er þeir veita. Með hæfilegu inntökuprófi mætti koma í veg fyrir það, að þangað kæmust nemendur, sem fyrirsjáanlega gætu ekki fylgzt með náminu eða haft af því þau not, sem svara mundu tíma og kostnaði. Um val nemenda í síðara flokkinn, menntaskólana, er fleira að segja og erfiðara. Fyrst vil eg benda á nokkur neikvæð atriði. í fyrsta lagi má það ekki eiga sér stað, að mennta- skólarnir verki niður fyrir sig á barnaskólana, þannig, að náms- efni þeirra sé meðfram sniðið eftir því, að þeir verði undir- búningsskólar undir menntaskólana. Ekki mun þó hægt að neita því, að svo sé að nokkru eftir skólakerfi því, sem við búum við nú, að minnsta kosti hér i höfuðstaðnum. Barnaskólarnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.