Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 30

Menntamál - 01.03.1935, Page 30
28 MENNTAMÁL fræÖi og náttúrufræÖi. Me'ð því er prófinu komiÖ mjög í þa'ð horf, sem eg tel æskilegt, að minnsta kosti fyrst um sinn. Þess- ar greinar reglugerðarinnar eru þvi að nokkru leyti svar mitt viÖ spurningu þeirri, sem hér er til umræðu. — En um leið og við gerum inntökuprófin þannig, að þau velji nemendur eftir gáfum og undirstöðukunnáttu og öðru ekki, meg- um við minnast þess, að með því er eigi allt fengið — og raun- ar langt frá því. Við kunnum ekki að prófa þá eiginleika i skaphöfn rnanna, sem veldur manndómi þeirra og giftu, sem skólanemenda og þjóðfélagsþegna. í skólanum gefst að vísu tækifæri til að þroska þessa eiginleika, en þau tækifæri nægja ekki móti öllu öðru, sem orkar á unga nemendur. En hitt virð- ist mér augljóst, að manndómur, góðvild og vaxtargeta séu öllu ákjósanlegri eiginleikar fyrir einstaklinga, þjóðfélag og menningu en skarpar námsgáfur og skólavit. Hinu má ekki heldur gleyma, hve mikill er aðstöðumUnur nemenda til að sækja æðri skóla. Þessi aðstöðumunur er tvenns- konar, og fer eftir því, hvernig nemendunum er komið í sveit og stétt. Flestum nemendum utan úr sveitum og sjávarpláss- um landsins er fyrirmunað að leita sér framhaldsnáms við æðri skóla hér í Reykjavík, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa ekki efni á þvi. Meðalkostnaður fyrir utanbæjarnemendur, sem sækja Menntaskólann hér, er um 12—1300 krónur á vetri, og má geta nærri, hvort bændur, verkamenn eða embættismenn geta látið þá upphæð í té. Sama máli, eða líku, gegnir unx börn fátækra verkamanna hér í bænunx. Þau hafa ekki efni á að sækja æðri skólana. Þau verða að vinna, ef vinnu er að fá. Afleiðingin er því sú, að flestir nemendur æðri skólanna hér, að minnsta kosti Menntaskólans, tilheyra efnameiri stéttunum hér í bænum. Þessi landfræðilegi og þjóðfélagslegi aðstöðu- munur er, að mínum dómi, alvarlegt mál, sem taka verður til rækilegrar athugunar. Við verðum að gera inntökuprófin eins réttlát og unnt er, — en við megum ekki láta blekkjast af því réttlæti, sem við sköpum sjálfir, og ætla að það sé allt réttlæti. .. Pálmi Hannesson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.