Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 31

Menntamál - 01.03.1935, Page 31
MENNTAMÁL 29 Svar Sigurðar Jónssonar, skólastjóra Miðhæjarskólans í Reykjavík. í barnaskólunum hefir myndast sú venja, að kalla alla þá skóla „æðri skóla“, sem hærri kröfur gera til nemenda sinna heldur en barnaskólarnir. Unglingaskólar, kvennaskólar, gagn- fræðaskólar, sérskólar allskonar, menntaskólar, háskóli, -— allir eru þeir „æðri skólar“ í huga barnaskólanemans og aðstand- enda hans. Og með nokkurn veginn óyggjandi vissu má full- yrða, að miklum meiri hluta unglinganna og aðstandendanna sé það hugleikið, að börnin geti haldið áfram námi i einhverj- um þessara skóla. En hvort af því getur orðið og hvaða skóli valinn er til framhaldsnámsins, því ráða oft atvik og ástæður, langoftast fjárhagsástæður, sem hlutaðeigendum eru ósjálfráð- ar, og því fer sem fer, að fjöldi manna lendir á „rangri hillu“. Geri eg nú ráð fyrir, að sameiginlega heitið „æðri skólar“ grípi yfir alla skóla aðra en barnaskólana, vil eg fyrst taka þetta fram: Það er nauðsynlegt, að nemendur í æðri skólana séu ekki valdir á því stigi, sem nú er títt. Framlialdsnám ætti að vera öllum opið, að barnaskólanámi loknu, og meira en það — unglinganám œtti að vcra skyldunám, og liggja til þess ýmsar ástæður. Með hverju árinu, sem líður, verður það ljósara, að barna- skólarnir geta ekki veitt unglingunum nægilegt veganesti út lífið. Nýir og breyttir atvinnuvegir, rekstur þeirra á öðrum grundvelli en áður tiðkaðist, breytileg viðhorf og óútreiknan- leg straumhvörf, sem að óvörum og ósjálfráðu geta neytt inn á'nýjar brautir o. s. frv., — allt bendir til þess, að þeir, sem nú eru að byrja lífið, þurfi að vera færir í flestan sjó, hæfir til að standast í ölduróti nýrra strauma, hvert sem þeir kunna að bera. Eg efa, að mögulegt sé að þjálfa nemendur á barns- aldri svo sem nauðsynlegt er, undir þá baráttu, sem framundan virðist vera, enda er einmitt nú mjög rætt um framlenging skólaskyldu hjá ýmsum þjóðum. Og eg fullyrði, að barnaskól- ar vorir eru að þessu leyti sízt öðrum barnaskólum fremri. En

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.