Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 34

Menntamál - 01.03.1935, Side 34
32 MENNTAMÁL ar í stað hinna dönsku, enda mun nú í rá'Öi, að breyta inntöku- skilyrðunum meðal annars í þá átt, að islenzkunni sé gert hærra undir höfði en dönskunni. En það skal annars sagt um hina hörmulegu dönsku stíla, sem jafnan hafa verið yfirgnæfandi við inntökupróf, og yfirleitt um meira og minna lélega frammi- stöðu innsækjenda í dönsku, að þetta á fyrst og fremst rót sína að rekja til ónógrar þekkingar í móðurmálinu. Sæmilega greind börn geta skrifað furðanlega réttan íslenzkan stil, án þess að hafa lært málfræði, ef þau eru upp alin við hreint og óbjagað íslenzkt mál. En þegar til erlenda málsins kemur, verð- ur annað uppi á teningnum. Þá er málfræðin óumflýjanleg. Og leikuf einn má það heita að læra danska málfræði þeim, sem dálítið hefir numið í málfræði vorrar eigin tungu. Námsáhugi almennings hefir á undanförnum tima beinzt mjög ákveðið að námi erlendra mála. Er það að nokkuru leyti eðli- legt, þegar tekið er tillit til þess, hversu mikið þjóðin þarf til annara þjóða að sækja af ýmsum verðmætum, ekki sízt hin- um andlegu. En að sumu leyti er þessi hneigð vafalaust sprott- in aí öðrum ástæðum, sem frekar er þörf á að hamla upp á móti heldur en ýta undir. Og þess ber sérstaklega að gæta, að eftir þvi sem iðkun framandi mála eykst, verður meiri hætta á því, að móðurmálið spillist, einkum þegar undirstöðuþekk- ingin í þvi er litil, sem mjög oft á sér stað. Mér segir svo hug- ur um, að framtíðin beri í skauti sínu meiri erfiðleika á ])ví að vernda íslenzkt mál og þjóðerni, heldur en fortíð og nú- tíð hafa haft af að segja. Það er einangrunin, sem bezt hefir verndað þjóðerni vort hingað til. En sá varnarmúr er nú sem óðast að hrynja. Sé það talið heppilegt eða ómaks vert, að vernda íslenzkt þjóðerni og islenzka tungu, virðist því nauð- synlegt, að skólarnir leggi sérstaka áherzlu á allt, er þar að lýtur, og þá i fremstu röð á íslenzkuna. Þess vegna tel <. sjálfsagt, að aðalkröfurnar til þekkingar innsækjenda í æðri skólana séu miðaðar við það, sem snertir land vort og þjóð. •en einkum staðgóða undirstöðuþekkingu í íslenzkri tungu. Næstmesta áherzlu tel eg að leggja heri á stærðfrœðina.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.