Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 41

Menntamál - 01.03.1935, Page 41
MENNTAMÁL 39 Öll þessi próf yrÖu samin af sérfræðingum og væri eðli- legast, að það heyrði undir háskóladeild i uppeldisvísindum, sem efalítið mun verða stofnuð hér innan skamms, samkvæmt heimild í gildandi 1. um byggingu háskóla. Út um land myndu námsstjórar eða skólastjórar halda prófið, en allar úrlausnir sendar óleiðréttar til þeirra, sem prófin hafa samið. 3) Þegar unnið hefir verið úr prófinu, skal enn á ný leit- að til kennara hinna einstöku nemenda, a. m. k. um alla þá, sem vafi getur leikið á. Skal send.a kennurunum og jafnvel foreldrunum eða öðrum, sem sérstaklega má œtla að þekki nemandann vcl, sálfrœðilegar fýrirspurnir, samd- ar af sérfrœðingum, og á hverjum, er sltkar fyrirspurnir fœr, að vera skylt að svara þeim sem réttast, að viðlögð- um drengskap. Loks gæti komið til mála, að prófa þyrfti aftur einhverja, sem ekki yrði fullkomlega gert upp á milli á annan hátt. Eg hefi ekki rúm til að rökstyðja þessar tillögur ýtarlega, en vil geta þess, að hvorki þekkingarpróf né gáfnapróf, hvor í sínu lagi, virðist geta orðið áreiðanlegur mælikvarði í þeim tilgangi, sem hér um ræðir, en hvorttveggja saman reynast þau stórum áreiðanlegri. Hinsvegar verða sennilega engin próf, hversu fullkomin sem þau kunna að verða, nokkru sinni ein- hlít út af fyrir sig, og mun því í mörgum tilfellum verða bráðnauðsynlegt, að hafa til hliðsjónar upplýsingar þær, sem gert er ráð fyrir í 3. lið tillögurmar. Að endingu vil eg benda á það, að það er ekki nægilegt, þótt hœgt sé að velja úr hina hœfustu til háskólanáms, það þarf um leið að vera hægt að gera þeim kleift, jafnt þeim fá- tœku scm ríku, hvar scm þeir eru á landinu, að stunda námið. Þyrfti því að mynda öfluga sjóði eða leggja fram allverulega fjárhæð árlcga úr ríkissjóði í þcssu skyni. Til þess að gera þetta auðveldara í framkvæmd fyrir nemendur utan af landi, mætti hugsa sér að taka þá, sem að fengnum upplýsingum geta talizt líklegir til að hafa afburða-hæfileika, próflaust til reynzlu t. d. í 3ja bekk menntaskólans.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.