Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 43

Menntamál - 01.03.1935, Page 43
MENNTAMÁL 41 Nytt kennslutækl. Upphleypt líkan af íslandi. I mörgum skólum erlendis gefur að líta upphleypt líkan af viðkomandi landi eða landshluta. Allvíða nær líkanið aðeins yfir þá sveit eða hérað, sem skólinn er i, og nærsveitirnar. Þessi líkön eru mjög mikið notuð við byrjunarkennslu i landafræði og eru prýðilega vel til þess fallin að skýra landabréfin og gefa nemöndum ljósa hugmynd um það, hvað þau eiga að sýna. Likan það, er hér um ræðir, er gert úr steinsteypu. í miðja plötuna er sett 8 mm járnnet til styrktar, svo að líkanið er nær því óbrotliætt. Platan er 112 cm löng, 76 cm breið og 4 cm þykk. Þyngd líkansins er ca. 62,5 kg. 1 efri brún plötunnar ervi 2 sterkir lvrókar, til þess að liægt sé að festa líkanið upp i vegg, ef vill. Ofan á plötuna kemur svo upphleypt mynd af land- inu. Flatarmælikvarðinn er 1:500000 (sami og á íslands- korti S. í. B.), en hæðarhlutföllin 1:50000. Axel Helga- son smiður í Reykjavík hefir gert líkan þetta í sam- ráði við ýmsa kennara, þar á meðal Pálma Hannes- son, rektor. Freymóður Jóhannsson listmálari hefir málað það með vatnslitum. Verður ekki betur séð, en hvort tveggja hafi tekizt prýðilega, gerð líkansins og málning. Fræðslumálastjórnin hefir veitt nokkurn styrk til þess að láta gera mót úr aluminium, til þess að hægt yrði að fá margar og góðar afsteypur af likani þessu. Æskilegt væri, að allir fastir skólar ættu upphleypt líkan af fslandi, til notkunar við kennslu. Mun óhætt að fullyrða, að margt geti orðið skýrara og skiljanlegra fyrir nemendum, ef þeir þefðu líkanið fyrir framan sig, heldur en orðið getur með lýsingum á korti. H. El.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.