Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 47

Menntamál - 01.03.1935, Side 47
MENNTAMÁL 45 um allai' byggðir landsins. Meiri hluti þjóðarinnar gal ekki skilið nauðsyn þess, að svanir skyldu réttdræpir. Samdi Kaldalóns þá lag þetta við kvæði Grims Thom- sens, sendi það síðan inn i þingið til Bjarna. En lagið mun ekki hafa komið til Bjarna fyr en i lok þingsins, eftir að húið var að ræða frumvarpið. Kaldalóns skrifar á þessa leið til Menntamála með laginu: .... „Eg elska fuglalífið í náttúru okkar og margar unaðsstundir hefir það veilt mér. Sú voldugasta hljóm- sveit, sem eg hefi nokkurn tíma hlustað á, var er eg lá i fjárliúskofanum í Arnarbæli í ölfusi i kvöldblíðunni, — og heyrði fyrst einstakt kvak lómsins á Ölfusá, sem jókst svo þangað til það kváðu við ómar frá hundruð- um og aftur hundruðum þessara fugla. Líkar sögur hefi eg að segja frá svönunum og æðarfuglinum. Þið ættuð að koma út í eyjar á vorin, þar sem mikið er af æðar- fugli og hlusta i lognblíðu að morgni, þegar sjór er spegilsléttur og sól er komin upp yfir öll fjöll. Þá detta manni i liug orð Steingrims: „Svo undurblítt ég aldrei hef af ómum töfrazt neinum.“ —• Islenzk tónlist á hér mikið verkefni fyi’ir höndum, — að leysa úr læðingi, i voldugum hljómkviðunx, töfra islenzkrar náttúru, lif- andi og dauðrar.“ — —- Sigvaldi Kaldalóns hefir, ef til vill öllum íslenzkum tónskáldxinx fremur, náð almennings hylli. Lög hans eru nú á hvers manns vörxim út xxm ísland allt. Ilann hefir vei'ið að leysa úr læðingi töfra íslenzkrar náttúru, hlust- að eftir fuglakvaki, lækjarniði og laufþyti, einnig eftir storminum og bárugjálfrinu og hrifizt af litum og línum. Hann hefir vei'ið fær um að miðla öðrunx af þcim ynd- isauði, sem hann hefir eignazt. Og af því að íneiri hluti Islendinga er andlega skyldur honum, skilur fólkið hann og tileinkar sér lögin hans. — Sigvaldi Kaldalóns er rúmlega fimmtugur. Hann hefir unnið að hugðarefn-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.