Menntamál - 01.03.1935, Page 48
46
MENNTAMÁL
um sínum í hjáverkum frá læknisstörfum, heilsuveill
árum saman. Nú á hann heima suður á Reykjanesi,
þar sem hraunið grátt og gróðursnautt hreiðir úr sér
sér fram að flæðarmáli, og þar sem enginn lækur renn-
ur. Þetta er útlegð fyrir listamanninn. En hvenær sér
þing og stjórn sér fært að leysa tónskáldið úr útlegð-
inni ?
G. M. M.
Nýtt skólalif.
íslenzkir barnakennarar
eru í miklum vanda staddir
nú um sinn. Þeim er ljóst,
að áhrif skólans geta ráðið
býsna miklu um viðhorf
hvers æskumanns við vanda-
málum æsku sinnar, um fram-
tíð einstaklingsins og þá um
leið þjóðarinnar allrar. Þess
vegna er kennurum yfirleitt
hið mesta áhugamál, að vinna
störf sín vel og gera nemönd-
um sínum skólatímann svo
1 ávaxtaríkan sem verða má.
Þeir leysa verk sín miklu
fleiri af hendi sem hugsjóna-
störf en sem matarstrit. En
svo finna þeir allra manna sárast til þess, sem öllum hugsandi
mönnum er raunar ljóst, að árangurinn af kennslunni er sorglega
mi'kið minni en unnt er með nokkru móti að vera ánægður og ró-
legur með. Þetta stafar að vísu nokkuð af lélegum — sumstað-
Aðalsteinn Sigmundsson.