Menntamál - 01.03.1935, Síða 54
52
MENNTAMÁL
og eðlilegan hátt, þá þekkingu og leikni, og þaÖ vald yfir og
virÖingu fyrir sjálfum sér, sem gerir hann sendibréfsfæran
og málum mælandi.
Vinnubækurnar, sem nú ryÖja sér óÖum til rúms í skólun-
um, eru ágæt hjálp til að stíga spor í rétta átt í þessu efni.
Þó má enginn ætla, að nóg sé til bóta, að krydda með þeim
lexíunám og ófrjótt stagl. Það er alveg sama, hvort „.... Brú-
in yfir lækinn er fyrir sunnan bæinn. Hún kembdi sér með
kambinum . ... “ og annað slíkt sælgæti er skrifað á laus blöð
og fest svo í „vinnubók“, eða það er skrifað í gamaldags stíla-
bók. Og það er ósköp lítið skárra, að æla lærðri romsu úr
kennslubók á vinnubókarblað, en að skila því beint í faðm kenn-
arans við yfirheyrslu. Vinnubækurnar geta, með öðru fleiru,
orðið okkur og nemöndum okkar til verulegrar sáluhjálpar.
En það verður því aðeins, að við höfum kjark og dug til að