Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Síða 62

Menntamál - 01.03.1935, Síða 62
60 MENNTAMÁI, ur kl. 12—I. Kennsla kl. I—3^2. Að kennslu lokinni fá börn- in mjólk og brauð. Því næst er fri til kl. 5J4. Börnin eru þá undantekningarlaust úti, ef ve'ður leyfir. Kl. 5%—7 er unnið að bóklegu námi. Kl. 7—8 kvöldverður. Þá kvöldvaka og sið- an háttað og slökkt ljós kl. 10. — Yngri deild hefir styttri vinnutíma og lengri svefntíma en hér greinir. Heimilisfólkið. Áður en lengra er farið, þykir mér rétt að geta þess, að heimilisfólkið hér hefir verið frá 16—26 að tölu, vitanlega flest börn. Fullorðna fólkið venjulega þrennt: Við hjónin og ráðskona skólans. Stundum vinnustúlka að auki. Auk skólabarna eru 4 börn okkar hjóna, frá 5—n ára að aldri. Yngsta barnið er fætt hér, svo að börnin hérna hafa sannarlega verið á öllum aldri, heimilið því reglulegt barna- heimili, enda verður vitanlega að miða alla starfshætti fyrst og fremst við börnin. Þessi nýju sveitaheimili, heimavistarskól- arnir, geta þvi aldrei orðið eins og gömlu góðu sveitaheimiliú, sem öldum saman báru uppi menningu íslendinga, en þau geta ei að síður tekið að sér nokkuð af hlutverki hinna. Kennslan. Kennslunni er hagað eins og venjulegt er í heim- angönguskólum, því að oftast nær sækja skólann 1—2 börn, sem eiga heima svo nærri, að þau eru ekki í heimavist. Nokk- ur börn ganga heim til sín fyrripart vetrar og á útmánuðum, ef tíð er góð, en eru í heimavist miðbik vetrar. — Auk venju- legra námsgreina, hefi eg einnig kennt leikfimi, teikningu, söng og piltum ýmis konar handavinnu, en konan mín hefir kennt stúlkunum handavinnu. En bóklegu námsgreinarnar hafa tekið svo langan tíma, að oflítill tími hefir orðið eftir handa auka- námsgreinunum. Ættu þær þó ekki að sitja á hakanum, sízt í sveitaskólum. Mér finnst handavinna vera nauðsynleg náms- grein í heimavistarskólum. Það er ekkert vit í, að ætla börnunum bóklegt nám eingöngu. Mín reynsla er, að lítið gagn sé t. d. að því, að segja börnunum að koma með eitthvað, til þess að vinna að á kvöldin. Þau gera það ekki öll. Eg reyndi það fyrsta veturinn hérna, en síðan eg fór að hafa reglulega kennslu- tíma í þeirri grein, gengur allt vel. Finn eg þó mjög til þess,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.