Menntamál - 01.03.1935, Síða 66
64
MENNTAMÁL
dómari halda ræÖur og síÖast setjast allir að kaffidrykkju.
Það eru ánægjulegir dagar.
Ferðalög. Sjaldan höfum við farið lengri ferðir á skóla-
tímanum. Einu sinni fórum við þó út að Reykholti í Bisk-
upstungum, að finna félaga okkar í heimavistarskólanum þar.
Hvítá og Tungufljót voru þá á ísi. Er þá fljótfarið. Við höfð-
um hesta og sleða. Okkur var afbragðs vel tekið og var ferð-
in hin skemmtilegasta. — Nokkru síðar endurgalt Reykholts-
skólinn heimsóknina. Var það einnig ágætur dagur. — Annað
sinn fórum við að sumarlagi út á Þingvelli, um Grímsnes og
Laugardal, en vorum mjög óheppin með veður. Börnin slcemmtu
sér samt sem áður prýðilega. Það sýndu ferðasögurnar vetur-
inn eftir. Bæði skiptin var það eldrL deild skólans, sem fór
þessar ferðir.
Utivinna, gjafir o. fl. Eitt haustið var mikil þörf á að laga
leikvöll skólans. Þá unnu börnin að því nær heilan dag að
flytja möl ofan í völlinn. Við fengum lánaða hesta og vagna
hjá nágrönnunum. Nokkrir drengir unnu samtímis að brúar-
gerð yfir lækinn, sem rennur hér rétt hjá. Þeir smíðuðu úr
spýtnarusli 12 m langa brú, sem hvílir á þremur meterháum
stöplum. Góðum smiðum mundi hafa þótt efnið í brúnni ófag-
urt, en brúin stendur óhögguð nú eftir 2 ár, til mikilla þæg-
inda fyrir alla, sem fara hér um. — Stúlkur unnu líka að mal-
arflutningnum. Og sjaldan hefi eg séð börnin öllu ánægjulegri
en þetta kvöld. „Sunna“ átti þátt í þessu. Börnin voru ný-
búin að lesa söguna „Sveinsgata", þegar þessi framkvæmda-
hugur gagntók þau. — Oftar hafa þau unnið eitt og annað í
þágu skólans, en þetta er mesta verkið enn þá.
Skólabörn eru fátæk og hafa því lítið að gefa. Hér við skól-
ann er til vísir að bókasafni. Börnin hafa gefið þvi um 70
bindi bóka, flest barnabækur. Þess vegna eiga þau líka kost á
að fá fleiri bækur til lesturs í frístundum og jafnvel kennslu-
stundum, en annafs mundi vera. Annars er bókaskortur tilfinn-
anlega mikill. Einkum þegar um frjálsa vinnu er að ræða.
Heimavistarskólum er bráðnauðsynlegt að eiga bókasafn, senr