Menntamál - 01.03.1935, Qupperneq 76
74
MEN NTAMÁL
fyrir alla, og sérslakiega fyrir þá, sem hefja vilja bar-
áttu gegn hinu mikla sjónleysi hér á landi. Stjórn fél.
hefir keypt það, sem enn er ósell af þessum bækling
og mun kappkosta, að sem flestir lesi hann.
Félagið nýtur styrks úr ríkissjóði, enda greiðir það
laun kennara og umsjónarmanni skólans og vinnustof-
unnar, einnig kappkostar það að láta hina blindu fá
sem mest fyrir vinnu sina. Fjárhagur félagsins er held-
ur þröngur, og þarf það að njóta meiri og almennari
stuðnings og vinsælda út um land en hingað til. Félags-
gjald er aðeins 2 krónur á ári.
Stjórn félagsins skipa nú:
Sig. P. Sívertsen, formaður,
frú Margrét Rasmus, gjaldkeri,
ungfrú Halldóra Bjarnadóttir, ritari,
Guðm. R. Ólafsson úr Grindavík, ritari,
Þórsteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri.
Norrænt kennaramót
hið 14. i röðinni, verður lialdið í Stokkhólmi dagana
6., 7. og 8. ágúst 1935. Auk fyrirlestra og umræðna um
kennslu- og uppeldismál verður sýning á kennslutækj-
um og skólavinnu nemenda. Þátttökugjald er 10 sænsk-
ar krónur fyrir einstaklinga, en 15 kr. fyrir hjón. Þátt-
takendur í kennaramótinu geta þeir orðið, sem stunda
kennslu, hvort sem það er við hærri skóla eða lægri,
opinbera skóla eða einkaskóla.
Siðasta Alþingi veitti 5000 krónur handa barnakenn-
urum til þess að sækja mót þetta. Þar sem gera má
ráð fyrir, að allmargir harnakennarar sæki mótið, þá
verður fjárhæðinni slcipt á milli þeirra kennara, sem
erfiðasta aðstöðu hafa. Gera má og ráð fyrir, að af-