Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 77

Menntamál - 01.03.1935, Page 77
M13NNTAMÁL 75 sláttur fáist á fargjöldum. Tilkynningar um þátttöku á mótið og umsóknir um utanfararstyrkinn, skulu vera komnar til fræðslumálaskrifstofunnar fyrir 15. maí næstkomandi. Bækup: Mag-nús Helgason: Skólaræður og önnur erindi. Kennara- samband íslands gaf út 1934. Fyrir fáum árum komu út „KvöldræSur“ eftir séra Magnús Helgason. Nú kemur frá honum annað safn af fyrirlestrum og ræðum, er nefnist: „Skólaræður og önnur erindi“. — Það virðist vera nokkur dirfska að birta safn af skólaræðum, sem fjalla um svipuð mál, venjulega. En tvennt er það einkum, sem veldur því, að séra Magnús getur leyft sér slíkt. Annað er persónulegar vin- sældir og virðing, sem höfundur nýtur út um land allt, en hitt er það, að séra Magnús er atgervismaður á íslenzkt mál, svo að flest verður laðandi til lestrar, er hann skrifar, enda margt af- burðafagurt og snjallt. Bók þessi hefst á ritgerð um „Uppeldi og heimilishætti í Birt- ingaholti fyrir 70 árum“. Er það bráðskemmtileg lýsing frá æsku höfundar, leikum, námi, störfum og sveitalífinu í heild. Eg geri ráð fyrir, að margir lesi ritgerð þessa með mikilli ánægju. Þá vil eg nefna erindið: „Að þurrka ryk“ og ennfremur ræður, er hann flutti um kristindómsfræðslu, þegar styr stóð sem mestur um Helgakver. — Mér þykir vænt um hina föstu, skynsamlegu og ákveðnu þátttöku séra Magnúsar móti kverfræðslunni og álika kennsluaðferðum, sem ýmsir telja, að nauðsynlegar séu. Árið 1911 segir séra Magnús þessi orð: „Hversu mikill hluti þessarar þjóðar skyldi það annars vera, sem ekki skoðar kristindóminn fremur sem lögmálsok, heldur en fagnaðarerindi? Mér hefir fundizt fólki tamara að lita á hann eins og farg, þunga byrði, sem fögnuður væri að mega og þora að varpa af sér, heldur en sem fjársjóð eða perlu, er allt væri gefandi fyrir; miklu fremur sem gleðispilli en sem grundvöll allr- ar sannrar lifsgleði; fremur sem strangan kennara með reidd- an refsivöndinn en sem ástúðlegan vin, með huggun, hjálp og leiðsögn. Á ekki kirkjan sök á þessu? Meðal annara, og kann- ske helzt fyrir sína barnafræðslu? Mundi ekki mörg ein kennslu-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.