Menntamál - 01.06.1940, Page 7

Menntamál - 01.06.1940, Page 7
MENNTAMÁL 5 En hann veit það einnig, að „eitt sinn rís straumsins stormur og gnýr“, og rekur ísinn í heimskauts átt norður, og þá fagnar lífið stórum sigri. Kvæði þetta, sem er 12 erindi, er ljóst dæmi um sterkan vilja til þess að hugsa á fullkominn hátt, ef réttmætt er að nota það orð um mannlega hæfilega. Hann sér og skynjar hið helkalda ríki og hinn óvíga her, sem ryðst að landi. En svör Einars Benediktssonar eru spakmæli og óvefengjanlegar ályktanir. Svör hans opna sýn yfir víð- áttur, þau auka kjark mannsins og bjartsýni hans, enginn hlutur horfir til tortímingar né dauða, því að afl lífsins er sterkara en hel; hinn mikli lífsandi náttúrunnar þolir gust dauðans, því að gustur dauðans feykir laufblöðum á hausti, en vinnur ekki bug á meiðnum, sem á rætur djúpt í líf- rænni mold, og stendur innan skamms allaufgaður á ný. Lífið fær fyllingu við þennan hugsunarhátt. í þessu 12 erinda kvæði kemur myndauðgi skáldsins í ljós. Hann setur kvæðið saman úr stórfelldum myndum. Hann sér óvenjuglöggt og lýsir því, sem hann sér á sér- stæðan hátt. Mér telst svo til, að í þessu kvæði séu fyrir- myndir að 14 málverkum, stórfenglegum, fullum af skáld- skap. Listmálari getur sezt og haft eina ljóðlínu eða tvær til fyrirmyndar í óvenjuleg og mikilúðleg málverk, andrík og sönn. Skal bent á nokkur dæmi þessu til staðfestingar. — Heiðmáninn veltir nú vöngum sem vofa á glugga yfir hafgaddsins svœði. Þarna gæti gáfaður listamaður fest nýstárlega og dul- magnaða mynd á léreftið. Þá er ekki síður málandi um- hverfið, þar sem — kópurinn leikur hjá landsins steinum og látrar sig um þetta hvíta grjót. Eða lýsingin á því, þegar . . . norðrið er stálgrá, starandi nótt, sem stendur kyrr eins og héla á vorloftsins glugga.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.